Jazz - 01.04.1947, Blaðsíða 15
Bréfakassinn
Trpt skriíar.
Við atkvæðagreiðslu tímaritsins Jazz finnst
mér eftirfarandi athugavert:
1. Rétt væri að skylda hvern þann, er sendir
atkvæðaseðil til blaðsins, að skrifa fullt nafn
undir, því að með þessu fyrirkomulagi geta
allir sent svo marga seðla sem þá lvstir og
með því gert kosningarnar ógildar.
2. Það er og óheppilegt og tíðkast ekki er-
lendis (a. m. k. í Ameríku) að lesendur velji
nema einn mann, þann, sem þeim finnst
beztur og síðan ræður fjöldi atkvæða hver er
beztur.
Þetta vildi ég benda á fyrir næstu atkvæða-
greiðslu.
Jazz fer'vel af stað, en þarf aðeins að vera
stærra.
Svar:
Við þökkum fyrir bréf Trpt, því okkur
þykir eins og áður er sagt, mjög vænt um að
fá bréf og leiðbeiningar frá lesendum okkar.
Þeim spurningum, er Trpt beinir til okkar,
þykir okkur vænt um að geta svarað, þar eð
við höfum tekið eftir að þessi atriði hafa
valdið misskilningi.
1. Ef enhver hljóðfæraleikari, væri áfjáður
um að koma sjálfum sér að, myndi han n, þó
að þyrfti að rita fullt nafn og jafnvel heimilis-
•fang, geta fengið vini og kunningja til að
skrifa undir og svo mundi hljómsveitarmenn
sjálfir verða útilokaðir frá að taka þátt í at-
kvæðagreiðslunni, því að ekki gætu þeir kosið
sig sjálfir, og ekki mundu þeir (a. m. k. í
flestum tilfellum) gefa öðrum hljómsveitum
atkvæði sitt.
í Bandaríkjunum eru fengnir nokkrir sér-
fræðingar í Jazz til að láta uppi álit sitt á
hverjir séu beztu menn ársins svo að það
er ekki sambærilegt.
2. Talningu atkvæða er þannig hagað, eins
og stendur í formálanum, að sá, er verður nr.
eitt á atkvæðaseðli fær 3 stig nr. 2 tvö stig
og nr. 3 eitt stig.
Þetta var gert með tilliti til þess að margir
íslenzkir hljóðfæraleikarar eru svo jafnir og
hafa svo jafna hylli að þessi aðferð gerir meiri
jöfnuð.
En það er auðvitað álitamál hver aðferðin
er hægari, því að það hefur heyrzt, að einn
af lesendum blaðsins hafi sagt, þegar hann
var að fylla út eitt eyðublaðið: „Þetta er nú
meiri h........skriffinnskan“. Maður skyldi
halda að þetta væri lijá bæjarskrifstofunni“.
Við vonum, að Trpt sé ánægður með þessi
svör, en um leið söknum við fulls nafs undir.
Nína skrifar:
Við eru hér nokkrar stúlkur, sem þykir
mjög gaman af jazz, en okkur finnst svo
vont að fá teksta við mörg af þeim lögum,
sem við heyrum. Gæti ekki Jazz birt nokkra
teksta í hvert skipti er, það kemur út.
Einnig vildum við fá blaðið helmingi stærra
og vikulega helzt.
Við vildum mega benda Jazz á, að í sið-
asta tölublaði stendur smágrein um sírúps-
söngvara, eða sætsúpusöngvara, og verð ég
að segja að þetta vakti mikla gremjti í okkar
lióp og erum við þó eldri en 14—16 ára.
I okkar hóp er Frank Sinatra nr. 1 og Dick
Haymes nr. 2 og ég get ekki hugsað mér
neitt fallegra en söng þeirra. Væri ekki hægt
ag fá grein um Frank Sinatra?
Svo vildum við þakka fyrir þetta braul-
JAZZ 13