Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Page 2

Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Page 2
TIL ATHUGUNAR ÚTVARPSIILUSTENDUM Útvarpið cr ein Hinn nýskipaði útvarps- af lífsnauðsynj- stjóri, Vilhjálmur Þ. Gísla- um fólksins. son, flutti fyrir skömmu fróðlegt og yfirgripsmikið erindi um íslenzka útvarpið og framtíð þess. í inngangi þessa erindis sagði hann m. a.: „Útvarpið er orðið ein af lífsnauð- synjum fólksins, eitt af þeim þægindum sam- tímans, sem sjálfsögð þykja. En nýja brumið er líka löngu farið af því.“ — Þróun íslenzka ríkisútvarpsins hefur verið ör og ánægjuleg. 36 þúsund útvarpstæki eru í notkun hér. á landi. 140—150 þúsund manns hlusta á út- varpið og fylgjast með því, sem þar fer fram. Og hvað hefur svo allur þessi fjöldi fengið að heyra? Svarið var í erindi útvarpsstjóra. Hann segir: Á árinu, sem leið, skiptist efnið í Ríkisút- varpinu nokkurn veginn jafnt milli mælts máls og tónlistar, um 1600 stundir af hvoru. Flutt voru um 640 erindi, 302 upplestrar, 189 sögu- lestrar, 62 leikrit, 88 messur og sagðar voru fréttir 5 sinnum á dag, um 5000 innlendar fréttir og um 8000 erlendar, í 316 stundir, auk þingfrétta. skipafrétta og veðurfregna. Frétta- stofufréttir eru nær 6 mínútur af hverjum klukkutíma útvarpsins, allar fréttir um 30% af mæltu máli þess. Af tónlist er útvarpað um 2000 mínútur á viku; þar af um 1800 mínútur af hljómplötum, eða um 80 plötusíðum á dag. Síðast liðið ár voru 103 einsöngvar, 32 kórsöngvar, 40 einleikir, 138 hljómsveitarleikir. Af hverjum 100 mínút- um fara 43 í ýmislegt blandað efni, söng og spil, 30 í létta tónlist og 28 í klassiska tónlist. Af lifandi tónlist, sem kölluð er, nam söngur rúmlega 30, en tónleikar um 70 af hundraði, mest hljómsveitarleikur." Afnotagjald útvarpsins er „Ég bið dag- nú kr. 200 á ári, og á upp- skránni engrar talningunni hér að ofan vægðar.“ geta hlustendur séð, hversu mikið efni til skemmtunar og fróðleiks þeir fá fyrir ekki meira gjald. Gerði útvarpsstjóri skemmtilegan samanburð á þvi, hvað sambærilegt skemmtiefni á samkom- um í höfuðstaðnum myndi kosta, miðað við hóflegan aðgangseyri, en hann mundi nema um 120 kr. á viku, þótt á slíkri skemmtun væri ekki að hafa nema brot af dagskránni. Það gefur auga leið, að undirbúningur dagskrár er mikið og vandasamt starf; en „ég bið dagskránni engrar vægðar," sagði útvarpsstjóri. Og hann gaf fyrirheit um ennþá meiri fjölbreytni í út- varpinu á næstunni: „Dagskrárstjórnin vinnur nú að undirbúningi ýmissa nýrra efna, sem væntanlega koma smám saman í.vor, og eink- um með næstu vetrardagskrá." Þegar sól útvarpsins er Og svo eru jafn hátt á lofti og nú, væri líka til Út- ástæða til að ætla, að ein varpstíðindi. lítil reikistjarna á braut hennar hefði einnig nokk- urt brautargengi. Er hér átt við ÚtvarpStíð- indi; en hliðstætt útvarpsblað erlendis þykir nokkurn veginn sjálfsagður fylgihnöttur út- varpsrekstursins. Við, sem að þessu blaði stönd- um, erum líka vongóðir um framtíð þess. Fyrsta hefti Útvarpstíðinda var ágætlega tekið, og nýir áskrifendur koma unnvörpum. En til þess að við getum gert blaðið að fullkomnu útvarps- blaði, eins og ætlun okkar er, þarf áskrifenda- talan að margfaldast. Og það mun ske á næstu mánuðum, ef allt gengur að óskum. Enginn efast um, að gott útvarpsblað sé hlustendum og ríkisútvarpinu til mikils gagns. í Morgun- blaðinu 13. þ. m. er þetta rætt nokkuð og af mikilli vinsemd í garð Útvarpstíðinda. Þar segir m. a.: „Enginn vafi er samt á, að þetta er hið mesta þarfarit, sem bæði Ríkisútvarpið sem stofnun og hlustendur þess ættu að láta sér annt um.“ Og ennfremur: „Þarna er einmitt þeirra vettvangur til að koma fram með at- hugasemdir og tillögur um útvarpsefni og allt, <s>-----------------------------i-------------------------------------------------------------------<*> ÚTVARPSTÍÐINDI — útvarps- og skemmtiblað. Flytur auk dagskrárkynningar allskonar efni til skemmtunar og fróðleiks. — Ritstjórar: Guðm. Sigurðsson, Sig- túni 35, sími 5676 og Jóhannes Guðfinnsson, Laugaveg 46, sími 1259. — Afgreiðsla: Sigtúni 35, sími 5676. — Áskriftarverð kr. 40,00. Lausasöluverð kr. 4,00 eintakið. — Prentað í Prentfelli h.f„ Hörpugötu 14, sími 6936. — Utanáskrift: Útvarpstíðindi, Pósthólf 121, Rcykjavík. 4>---------------------------------------------------------------------------------—----------------$> 2 ÚT V ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.