Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Side 14
20.30 Útvarpssagan: „Sturla í Vogum“ eftir
Guðmund G. Hagalín; XI. (Andrés
Björnsson).
21,00 íslenzk tónlist (plötur).
21.20 Vettvangur kvenna. — Erindi: Sænska
skáldkonan Karin Boye (Gun Nilsson
sendikennari).
21,45 Tónleikar (plötur).
22,10 Brazilíuþættir; III.: Hið mikla gróður-
lendi (Árni Friðriksson fiskifræðingur).
22,35 Dans- og dægurlög (plötur).
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL:
18.30 Þetta vil ég heyra. Hlustandi velur sér
hljómplötur.
20.20 íslenzkt mál (Halldór Halldórsson dósent).
20,40 Tónleikar.
21,00 Erindi: Fara börn versnandi? (Stefán
Hannesson kennari frá Litla-Hvammi í
Mýrdal).
21,25 Einsöngur (plötur).
21,45 Veðrið í marz (Páll Bergþórsson veður-
fræðingur).
22,10 Sinfónískir tónleikar (plötur):
a) Píanókonsert í Es-dúr (K271) eftir
Mozart.
b) Sinfónía nr. 96 í D-dúr eftir Haydn.
FÖSTUDAGUR 10. APRÍL:
19.20 Daglegt mál (Eiríkur Hreinn Finnboga-
son cand. mag.).
20.30 Kvöldvaka lagastúdenta í Háskóla ís-
lands:
Kambránsmálið, — í frásögu — og sam-
talsformi.
22,10 Lestur fornrita: Sneglu-Halla þáttur; síð-
ari hluti (Jónas Kristjánsson cand. mag.).
22,35 Dans- og dægurlög (plötur).
LAUGARDAGUR 11. APRÍL:
12,50 Óskalög sjúklinga (Ingibjörg Þorbergs).
18.30 Tónleikar: Úr óperu- og hljómleikasal
(plötur).
20.30 Leikrit: ? ? ?
22,10 Danslög af plötum — og enn fremur út-
varp frá danslagakeppni S.K.T. í Góð-
templarahúsinu, og e. t. v. jazztónleikar
úr Austurbæjarbíó.
NOKKUR ATRIÐI ÖNNUR:
Lestur fornrita. Frá því í marz-byrjun hefur
Jónas Kristjánsson cand mag. lesið íslendinga-
þætti tvisvar í viku, og mun svo fram halda,
unz vetri lýkur. — Þessir þættir verða að lík-
indum hinir síðustu, er hann tekur til með-
ferðar:
Hreiðars þáttur heimska,
Þorleifs þáttur jarlsskálds,
Gunnars þáttur Þiðrandarbana,
Þorsteins þáttur stangarhöggs.
Brazilíuþættir. Árni Frið-
riksson fiskifræðingur ferð-
aðist í fyrra til Brazilíu og
dvaldi þar alllangan tíma og
gerði víðreist um það stóra
land. Hann hefur nú samið
ferðasögu sína þaðan, flétt-
aða sögulegum staðreyndum
og frásögnum af atvinnu-
vegum og öðrum lands-
högum, og mun hann flytja
þessa sögu í útvarpið hvert miðvikudagskvöld
næstu tvo mánuði eða svo. Fyrsti lesturinn var
raunar 25. marz. Hver kafli sögunnar ber sér-
stakt heiti og er því nær sjálfstæður að efni.
Er það einkar haganlegt til útvarpsflutnings.
Fjórði þáttur (15. apríl) nefnist: Nýstárlegir
dýrheimar.
Húsagerðarlist. Sennilega verða á næstunni
teknir upp í útvarpinu fræðsluþættir um þetta
efni ,og verður Hörður Bjarnason skipulags-
stjóri að'alflytjandi og umsjónarmaður þeirra.
Merkir samtíðarmenn. Þá er og áformað að
hafin verði kynning á merkum, núlifandi sam-
tíðarmönnum, — íyrst og fremst norrænum
mönnum, — sem lítt eru kunnir hérlendis, nema
þá að nafninu einu. Þessir kynningarþættir
verða vikulega, líkl. 10 mín. í senn. Ólafur
Gunnarsson frá Vík í Lóni mun trúlega flytja
nokkra fyrstu þættina.
Arni Óla, ritsstjóri, flytur frásöguþátt (líkl.
17. apríl): Þegar Bóas prestur í Grímsey fórst.
— Sá atburður gerðist fyrir réttum 150 árum.
Hallgrímur Jónasson kennari les nokkrar
frumortar öræfavísur og spjallar um tildrög
þeirra (sennil. 17. apríl).
Hendrik Ottósson fréttamaður flytur erindi
um fall Miklagarðs 1453 (um miðjan apríl).
14
ÚTV ARPSTÍÐINDI