Prentarinn


Prentarinn - 01.02.1910, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.02.1910, Blaðsíða 4
2 P II E N T A III X N 3. Bergþór Bergþórsson, 4. Davíð Iieilman, 5. Einar Kristinn Auðunsson, 0. Friðfinnur Guðjónsson, 7. Guðjón Einarsson, S. llafliði Bjarnason, !). Jón Arnason, 10. Stefán Magnússon, 11. Þórður Sigurðsson, 12. Þorvarður Þorvarðsson. Þrír af þeim eru dánir: Bergþór Berg- þórsson (1897), Benéd. Pálsson (1903) og Hailiði Bjarnason (1906). I’yrsta árið eiga sæti i stjórn félagsins: Þorvarður Þorvarðsson, Þórður Sigurðsson og Friðfinnur Guðjónsson. A þriðja fundi, er haldinn var á skirdag 15. ajiríl 1897, komu til umræðu tvö mál, er þá og síðan hafa verið með meslu áhuga- málum stéttarinnar, þ. e. sjúkrasjóðsmálið og lærlingatökumálið. Sjúkrasjóðurinn var stofnaður á sjötta fundi f'élagsins, 18. ágúst 1897. Eru þetta aðalmálin, er félagið hafði með höndum fyrsta árið. í árslok 1897, er sljórn- inni falið að undirbúa lærlingatökumálið, sömuleiðis kosin nefnd til að semja »accords«- reglur fyrir félagið, athuga kaupgjáld o. II. Fyrsta árið er undirbúningstími; eftir það má segja, að félagið sé l)úið að marka sér starfsvið. Næsta ár, 1898, ber fátt til tíðinda. Stjórn félagsins sú sama og árið áður, nema i stað Þórðar Sigurðssonar er Aðalbjörn Stefáns- son kosinn ritari. Starf þess á árinu er aðallega fólgið i þvi, að efla sjúkrasjóðinn. Var tombóla lialdin í Iðnaðarmannahúsinu 1. og 2. október og gaf hún af sér 881 kr. 37 aura. Þess skal hér getið, að á þessu ári stofnar íélagið í fyrsta sinn til skemtifarar sunnud. 17. júli, og var farið upp að Trollafossi. Þá er og á þéssu ári vakið máls á, að breyta matmálstímum prentara: að hafa hann að eins einn á dag, cr sé'2 klukkuslundir, cða, ef þeirværu tveir, að leggja hálfan tíma við annanhvorn þcirra. Talsverðar umræður spunnust út al' þessú, en því síðan frestað. Arið 1899 er að rri'örgu leyti merkisár í sögu félagsins. Stjórn félagsins er sú sama og síðasta ár, (Þ. Þ, A. S. og Fr. G.). Er það fyrsta árið, sem félagsmenn og verkveitendur eiga að vinna eftir ákveðn- um reglum. Róstusamt er það í meira lagi, og á félagið i talsverðum þrætum við tvo félags- menn og verkveitcndur. Er í einni prent- smiðju gert verkfall þá um sumarið, en varir þó ekki lengur en einn dag, með þvi að jirentsmiðjueigandi sá, er í lilut átti, lét að kröfum, er setlar voru. Misklíðin stafar af því að 5. febrúar feggur hin svo nefnda »Tarif«-nefnd, er kos- in var í árslok 1897, fram álit sitt og tillögur. Undir þær reglur skrifuðu vinnuveit- endur að visu ekki, en fylgdu þeim þó eigi að síður í aðalatriðunum, enda héldu félags- mcnn þeim mjög fram, og kom það bezt i ljós er samninganefndin tók til starfa 23. febrúar það ár. Atti liún að gæta þess, að félagsmenn réðu sig samkv. reglunurii, með því að undir- skrifa samninga þá, er prentarar og vinnu- veitendur gerðu sín í milli. En mest áhersla er lögð á, að lærlinga- taxtanum sé fyfgt. — 23. febrúar er samin og undirskrifuð af öllum félagsmönnum skuld- liinding þess efnis, að vinna ekki í neinni prentsmiðju, nema fylgt sé reglunum um lærlingatöku, og brjóti nokkur þá skuld- fiinding verður hann að sæta sektum, sem félagið ákveður með -/-j atkv. á fundi. Framkvæmd á þessu varð talsverðum erfiðleikum bundin fyrst í slað, sem eðlilegt er, en með stakri árvekni og ötulleik félags- manna, er málinu þó komið í viðunanlegt horf á þessu ári. Hel'ur spor það, er liér var stigið, orðið til ómetanlegs gagns fj’rir stéttina. Söngfélag var stofnað á árinu, undir stjórn Jónasar organista Helgasonar. Hreyft var á þessu ári að stofna Virinu- leysisstyrktarsjóð og var skemtun lialdin í þvi skyni 16. des, en skemtunin mistókst algerlega og varð félagið fyrir talsverðu peningatjóni. (Frh.)

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.