Prentarinn


Prentarinn - 01.02.1910, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.02.1910, Blaðsíða 5
I' R K K T AIUN N 3 PRENTLISTIN. Um stafagerð eða skrift i fornöld, vita menn nú allmikið af ýmsum fornleifum, sem fundist liafa liér og hvar. Aletranir á stein- um og leirflögum eru elztir vitnisburðir um (jetta atriði. Þannig liafa menn fengið vit- neskju um,að tigulsteinsgerðarmenn í Habýlon merktu hvern stein með fangamarki sínu, og að í Assýríu voru áletranir á liúsum, legslein- um o. II. Par hefir á síðari timum fundist mikiö af leirílögum, sein ritað var á, og sem hendir til þess, að þar hafi verið talsverðar bókmentir. Egiptar rituðu fyrst á þunn tréspjöld, en Arahar á leður. 3000 árum f. Kr. fóru Egiptar að nota liið svonefnda papýrus, sem búið var til úr samnefndri jurt. Var það aðallega haft til liandrita, vegna þess, live ilt var að nota nema aðra hlið þess, til að rita á það, sem vandað átti að vera. En er Egiptar sáu, að papýrus kom að svo miklum og góðum notum, bönnuðu þeir að flytja það út úr landinu. Þetta varð til þess, að menn fóru að nota dýraskinn, einkum kálfskinn og lamb- skinn til að rita á, og var það kallað perga- ment. Pergamentið (bókfellið) hafði þann kost fram yfir papýrus, að hægt var að rita a báðar hliðar þess. Ur pergamenti voru fyrst búnar til bækur í líku sniði ognú eru þær. Pappirsgerð þektu Kínverjar fyrstir manna, eins og margan annan iðnað, en höfðu áður ritað á bambusviðarblöð. Um 153 árum e. Kr. tóku þeir að búa til ])appír úr trjáberki, hampi o. fl., sem var betri og ódýrari en bambusviðarblöðin. Af Kinverjum lærðu Arabar ])appirsgerð, og með þeim barst hún til Evrópu, og varð til þess, að liinar fyrstu papi)írsgerðarverk- smiðjur voru reistar á Spáni á 11. öld. Sá pappír var gerður úr óhreinsaðri viðarull. j stað hennar fóru menn svo seinna að nota hreinsaða viðarull, lin og liöro. íl. til pappirs- gcrðar. — Pappirsgerð komst þó fyrst á veru- legt skrið við uppgötvun prentlistarinnar, og einkum i Hollandi. — Nú á'dögum er papp- irsgerð i llestöllum löndum, og er hann búinn til úr margs konar efnum, sem hér er óþarfi upp að telja. Hinir fornu rifhöfundar héldu skrifara, sem oftast voru þrælar eða hðfðu verið það; þeir, er frelsi höfðu fengið, mynduðu brátt sérstaka stétt, og unnu að skriftum fyrir litið kaup; og þótt margt af því, sem skrifað var væri ekki sem fegurst á að líta, þá dugði það samt i þá daga. Rikir menn, er rituðu bækur, lásu hand- ritin upp fyrirhóp þræla, oft 100 eða fleiri, er svo skrifuðu upp jafnharðan, og lengu á þann liátt á skömmum tima nægilega mörg eintök af bókinni. Oft eru þó slæmar villur i hand- ritum þessum, vegna mishevrnar ritaranna, og hafa þær orðið erfiðir steinar i götu vis- indamannanna. Seinna voru það nær eingöngu munkar, sem rituðu bækur, enda höfðu þeir góðan tima til sliks starfa, og að bókagerð var mest unnið i klaustrum. Munkarnir skrifuðu yfir- leitt vel, og sumar bækur þeirra eru hin mestu listaverk, með stórum, skrautlegum upphafsstöfum, máluðum með ýmsum litum. Pó er sá ókostur við þessi handrit, að orða- styttingar og skammstafanir eru svo miklar, að það þarf mikinn lærdóm til þess að geta lesið þau. A síðari liluta 11. aldar óx eftirsókn eftir hókuin og bókagerð, og tóku nú ýmsir leikmenn að afrita bækur og selja þær. Peir skiftust síðan i ýmsar stéttir, svo sem skrif- ara, sem skrifuðu fyrir almenning, skraut- skrifara, bókaútlánsmenn og hóksala. Á Ítalíu og Frakklandi voru bóksalar þessir undir um- sjón háskólanna, livað lcaup og sölu á hand- ritum snerti. Flokkur þessi óx nú skjótt, og eins listin sú, að skrifa vel og skrautskrifa. Til dæmis um það, hve handrit þessi voru dýrmæt, má nefna, að 1471 (eftir að Guten- berg var byrjaður að prenta), setur T.úðvík XI. á Frakklandi alla sína skrautgripi úr silfri, og aukþess einn aðalsmann, að veði fyrir liandrit, er hann fékk að fáni hjá háskól- anum i Paris; liandritið liafði arabiskur læknir skrifað. Prátt fvrir allar þessar skrifuðu bækur, var þörfln þó orðin meiri en svo, að menn gætu lengur nægst mcð þær. Hin vaxandi mcnning þjóðanna hafði það í lor nieð sér, að menn fóru að hugsa upp ráð til að út-

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.