Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1910, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.12.1910, Blaðsíða 1
PRENTARINN I. AR D E S E M B E RlÖlOj í 8. B L. ^ —-— --------' 1 '-----' , PRENTLISTIN. (Niðurl.) Saga prentlistarinnar eftir dauða Guten- bergs verður ekki sögð hér i blaðinu að þessu sinni, en að eins bætt við nokkrum almennum athugasemdum. Menn hafa gerl sér far um að grenslast eftir, hvað pað hafi verið, sem mest var um vert í uppgötvun Gutenbergs, en mestar og beztar rannsóknir pvi viðvíkjandi hefir gert ameriskur prentsmiðjueigandi, Th. L. de Vinne að nafni. Hann ferðaðist til Evrópu árið 1875 til pess að rannsaka sögu Gulen- bergs og uppgötvun hans. Að pví loknu ritaði hann bók um petta efni, og segir par, að kjarninn i uppgötvun Gutenbergs sé steypu-mótið, eða verkfæri pað, sem staf- irnir eru steyptir í. Verkfæri petta er svo fulíkomið frá Gutenbergs hendi, að enn pann dag í dag er pað notað óbreytt að mestu leyti i hinum miklu stýlsteypu-verksmiðjum heimsins og eins i setningarvélunum. Gizka menn á, að Gutenberg hafi varið miklu af fé sinu lil pessarar uppgötvunar cinnar, pví að til hennar hefir hann líklega purft að kaupa aðstoð dráttlistarmanna við gerð staf- anna, og einnig peirra manna, sem grófu stálmótin eftir hinum afarnákvæmu upp- dráttum. Stálmót pessi voru prykt í kopar- stykki, og síðan stevptir í peim stafir eftir pörfum. Þó getur verið, að Gutenberg hafi gert petta sjálfur, en með vissu vita menn pað ekki. En að liugmyndin sé hans, pykir fullsannaö. Mörg minnismerki hafa Gutenberg verið reist, en frægast peirra er hið fyrsta, sem reist var í borginni Mainz árið 1837, og gert hefir Albert Thorvaldsen. í Strassburg er likneski af Gutenberg eftir franskan mann, David d’Angers, og heldur hann par á blaði, sem á er lelrað: »Og pá varð fjós«. Árið 1900 var haldin 500 ára minningar- hátíð Gutenbergs um allan hinn mentaða heim, og gefin út mörg minningarrit um hann og starfsemi hans. I Mainz var pá stofnað »Gutenberg-safn«, og, í sambandi við bóka- safn bæjarins, komið á fót safni, sem nefnt er: »Gutenberg-bókasafn«. Viða um heim eru prentsmiðjur, sem bera nafn Gutenbergs, og par á meðal stærsta prentsmiðja pessa lands. Margar myndir eru til af Gutenberg, eða eru sagðar vera pað, en pó leikur vafi á um, hvorl nokkur peirra sé hin rétta. — »Prent- arinn« getur pví miður ekki að pessu sinni ílutt neina peirra, en gerir pað vonancii áður langt um liður. Eg hefi nú í sluttu máli dregið saman hið helzta viðvíkjandi Gutenberg og uppgötvun hans, til pess að prentarar, og aðrir, sem petta blað lesa, fengju pó nokkur kynni af peim manni, sem Iagt hefir grundvöllinn undir pá atvinnu, sem vér höfum lifsuppeldi af. Vonandi liður ekki á löngu, par til ein- hver af visindamönnum pjóðar vorrar ritar rækilega um Gutenberg og starf hans og pýðingu pess fyrir mannkynið, pví vér ís- lendingar erum bókavinir miklir, bæði að fornu og nýju, og víst mundi íslenzk alpýða fagna peim fróðleik ekki síður en öðrum. Áíjúsl Jósefsson.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.