Prentarinn - 01.12.1911, Síða 2
P R E N T AR 1 N N
30
Nú í ár hefir Bókmentafélagið samþykt
að flytja sig lieim —- alfarið frá Danmörku.
Og vonandi þrífst það eigi siður eftir að
hafa sett háða fætur á íslenzka jörð.
En þessi breyting, að það getur flutt
heim, og að það flytur lieim, er ekki sízti
vottur þess, hverjum framförum ísland hefir
tekið í þá átlina aö verða sjálfhjarga.
Og sennilega á landið cngu fremur að
þakka framförina, en einmitt Bókmenta-
félagin u.
Guðbr. Magnússon.
AÐ VERA PRENTARI.
Eg hefi einatt hugsað um lilulskiftið, sem
eg valdi mér, þegar eg varð þrentari. Maður
liugsar hvað mest um það, sem manni er
leiðnst.
Ætli nokkurntima ha(i uppi verið mað-
ur, sem hefir verið f æ d d u r prentari?
Eg lield ekki.
Það er vist einhvernveginn þannig mcð
listina þá — að minsta kosti eins og hún er
hér á landi—, að hún er sjaldnast fyrir ofan,
oftasl fyrir neðan þær eðlisgáfur, sem enn
hetir vcrið veitt eftirtekt, og það af sjálfum
uppeldisfræðingunum. Hún er eitt af því
sem allir gætu gert — nauðugir auðvitað,
og ekki einu sinni þarf ómentaðan mann til,
því að þá vinnu þarf ekki að vinna á al-
mannafæri. Hún cr að nokkru leyti myrkra-
verk, og myrkraverk geta allir unnið. —
Enda veit fólkið ekki hvað það er, blandar
iðulega saman þeim sem prenta, og hinum,
sem semja það, sem prentað er. Sumum
prenturum er þelta ef til vill nokkur )>ót.
Annars þekkjum við kostina allir — og
eg líka — og óneitanlega höfum við dálitið
liækkað þá i verði sjálfir.
Það liefir komið fyrir, að mér liefir þótt
vænt um að vera prentari. En sjaldan.
Helzt hefir það verið þá, er einhver mér nýr
sannleikur liefir verið á ferðinni, ogefliann
liefir lagl leið sína um minar hendur, og þá
um leið liinkrað einhverja ögn við í heilan-
um — meira en þurfti og meira en átti
að vera.
Og lika hefir mér stundum þólt gaman
að vera prentari, þegar svo vitlaust handrit
hefir verið á leiðinni, að það hefir mátt lag-
færa, og það eftir eigin vild.
Hitt er miklu tíðara, aö vinnan gefur
tilefni til hugleiðinga um kvölina við að
vera prentari, sem sé, að láta nota sig til að
koma á pappírinn heimsku, illgirni, brauð-
níði, rógi, svikum og lj'gi — stundum vís-
vitandi — og þetta í þúsundum eintaka og
flest eða alt á afskræmdu og bjöguðu móð-
urmálinu, vitandi það, að fjöldi þeirra manna
sem les, reisir ekki rönd við, en trúir og
tekur alt fyrir góða og gilda vöru — spillist
og endurómar alt þetta um alt land, í skoð-
unum sjálfs sín og viðskiftum við aðra.
Eg vildi að prentarar væru ekki til á
Islandi nú sem stendur og aldrei fleiri en tíu.
Eina sjálfsvörnin sem prentarar hafa
búið sig undir að geta beitt, er — v c r k f a 11.
En líkurnar eru svo litlar til þess, að þeirr-
ar sjálfsvarnar njóti við í þessu efni. Þvi
hver á að dæma? Og hvenær mundu prent-
arar vera á eitt sáttir um að lygi væri lygi?
En þá er verkfall eina leiðin, eina vonin.
Og verkfall ætla eg sjálfur að gera svo fljótt
sem eg get.
En nú hefi eg sagt svo ljótt um það,
hvað það er að vera prentari, að eg þori
ekki að láta nafnið mitt undir. Ef eg gerði
það, yrði þetta afsakað með því, að skella
skuldinni á það, sem prentað er í þeirri
prentsmiðju sem eg er í. F.n það væri rangt.
— S v o n a er það að vera prentari í hverri
prentsmiðju sem er — á öllu landinu.
Hálfur.
FRÁ FÉLAGINU.
200 fmidi hafði Prentarafélagið haldið
4. des. þ. á., og er það síðasti fundur á árinu.
I ritnefnd hefir verið kosinn i stað Ein-
ars Hermannssonar, sem er erlendis, Hall-
björn Halldórsson, og hefir hann verið rið-
inn við 3 síðustu blöðin.
Abyrgöarniaður fyrir liönd Prentarafélagsins:
Ágúst Jósefsson.
Prentsmiðjan (lutenberg.