Prentarinn


Prentarinn - 01.03.1929, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.03.1929, Blaðsíða 4
2 PRENTARiNN að talsvert mikið verði að gera í þeirri iðngrein næstu viku á undan aðal-hátíðahöldunum. Að öðru leyti virðist júní einnig heppilegur tími, sér- staklega hvað snertir ferðalög á hestum, því þá er þegar kominn talsverður gróandi. För í maímán- uði mundi aftur á móti vera fullsnemt af hinni síðartöldu ástæðu. Ætti aftur á móti að fresta för- inni fram yíir aðal-hátíðahöldin, er hætt við að flestir yrðu búnir að tæma sig svo af farareyri, að þáttfakan yrði lítil eða engin. Fjölyrði ég ekki frekar um þetta að sinni, en skora á stjórnir beggja félaganna, að láta fram- kvæmdir verða þeim mun öflugri. 7- Þ. IÐNAÐARLOGGJOF. Árið 1928 mun að ýmsu leyti marka tímamót í sögu íslenzkra iðnaðarmanna og ísl. iðnaðar. Þó ekki svo mjög vegna framkvæmda sem vegna nýrrar löggjafar um iðnað. Fyrsta dag ársins gengu í gildi ný lög um iðju og iðnað (samþ. á Alþ. 1927) og síðasta dag ársins gaf atvinnumálaráð- herra út reglugerð skv. þeim lögum um iðnaðdr- nám. Reglugerð þessa verður að telja merkilegt skjal að ýmsu leyti, en ekki er ótrúlegt að mönn- um finnist þar sum ákvæði alleinkennileg og af nokkru handahófi sett, og má segja, að slíkt sé ekki að undra, þar sem reglugerðin mun samin eftir tillögum frá flestum þeim iðnaðarmönnum sem hlut eiga að máli, án þess að nóg sé leitast við að samræma tillögurnar, og móta þær í heil- steypt form. T. d. á þetta við um námstímann, sem ákveðinn er 3—4'/2 ár. Reglugerðin er frum- smíð, sem stendur til bóta. Sennilega er reglugerð þessi ekki kunn öllum prenturum, en snertir þá engu síður en aðra iðn- aðarmenn, og skal því leitast við að skýra frá aðalefni hennar í fám orðum. „Þegar námstímanum er lokið, skal nemandi ljúka prófi til þess að öðlast sveinsbréf." — „Prófið er bæði rhunnlegt og verklegt." Enn- fremur er nemanda skylt að gera teikningu af prófverkefni í ýmsum iðngreinum, þar á meðal prentsetningu. — í 5. gr. reglug. eru talin ýms „verkefni, sem hæf skulu teljast til prófs." Þessi eru verkefni prentara: „a. Prentarar skulu prenta hjálparlaust venju- lega bókarörk í hraðpressu, ákveða hlutföll jaðra, síðuröðun, litarmagn og „tilréttingu"; prenta sjálf- stæða auglýsingu eða strikaform í „digel“-pressu; prenta mynd (autotypi) á góðan pappír. b. Prentsetjarar skulu setja og Ijúka að fullu við sem svarar átta stunda verki af almennu Iesmáli eftir algengu handriti, setja titil, auglýsingu, tækifærisljóð eða annað af meðalvandasömu tægi, og að setja töflu, eða annað, er sérstaklega reynir á þekkingu á leturstærðum." Prófnefnd er heimilt að leyfa nemanda að vinna annað verk, ef hún álítur það sýna eins mikla leikni og kunnáttu nemanda í iðn sinni. — „Sveins- próf skal haldið tvisvar á ári, í mars—apríl og septbr.— oktbr." Nemandi þarf að leggja fyrir prófdómendur vottorð frá iðnskóla (þar sem þeir eru), annars vottorð um teiknikenslu, ásamt náms- samningi, áður en próf byrjar. „Óheimilt er að taka mann til sveinsprófs, sem ekki hefir skriflegan námssaming, áritaðan af lög- reglustjóra, og vottorð meistara um, að hann hafi lokið námi sínu samkvæmt samningi, svo og önn- ur tilskilin vottorð." (13. gr.). Þegar því verður við komið, skal prófsmíðin (sveinsslykkið) ásamt teikningum haft almenningi til sýnis nokkra daga. — Sex einkunnir verða gefnar við prófið, en „ekki má láta neinn fá sveinsbréf, sem fær „illa“ í einhverja einkunn, eða „Iaklega" í aðaleinkunn." — Aftan við reglugerð- ina er sýnishorn af sveinsbréfi. Alls eru taldar í rglg. 38 greinir iðnaðar og á- kveðin prófverkefni fyrir hverja grein. Hér er aðeins stiklað á stærstu steinunum og helzt þeim, er prentnemendur verða að þræða. Annars þurfa menn að kynna sér reglugerðina í heild. Iðnaðarmönnum er svo mikill fengur að henni. Hún dregur skýrari línur en áður voru um það, hvað útheimtist til þess að vera iðnaðarmaður, og gerir „fúskurum" erfiðari róðurinn, unz þeir ættu að hverfa úr sögunni smátt og smátt. Má t. d. benda á 13. gr. í rglg. sem mikilvægt afriði. Ennfremur ætti rglg. o'g Iögin um iðju og iðnað að verða iðnfélögunum styrkur og hann mikill. Annan merkisatburð í sögu iðnaðarins má telja stofnun lðnráðsins. Það var stofnað síðustu dag- ana í des. 1928 og telur fulltrúa frá 22 iðngrein- um. Þorvarður Þorvarðsson er þar fulltrúi prent- ara og prentsmiðjueigenda. Iðnráðinu er ætlað að gæta hagsmuna iðnaðarmanna og koma fram við hið opinbera fyrir þeirra hönd. Ó. E.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.