Prentarinn


Prentarinn - 10.09.1929, Blaðsíða 3

Prentarinn - 10.09.1929, Blaðsíða 3
PRENTARINN 15 ÞROSKABRAUT FÉLAGSINS. Um leið og íslenzkur prenlari hefir staðið 50 ár við kassann, er ekki úr vegi að rifja lítið eitt upp þroskabraut félagsins. 17*/2 ári síðar en Kristinn Auðunsson byrjar prentnám, er það, að Prentarafélagið er stofnað sunnudaginn 4. apríl 1897. Stofnendurnir voru 12, og er Kristinn einn af þeim. Fleiri prentarar unnu þá að prentiðn í Reykjavík en þeir, er félagið stofnuðu. Hurfu þeir síðan smátt og smátt inn í félagið. Eins og altítt er með nýstofnuð félög, er starfs- áhugi og hugsjónir aldrei betur vakandi en á bernskuskeiði þeirra. Enda mun ekki hafa veitt af því í Prentarafélaginu, þar eð það er eitt elzta stéttarfélag landsins, en vinnuveitendur hér á landi voru því óvanir þá, að verkamenn stofnuðu fé- lagsskap til að sjá hag sínum borgið í lífsbar- áttunni. Þess gætir fljótt, að í félagsskapnum hefir verið ríkur áhugi og vakandi, því að á þriðja fundi í félaginu, sem haldinn er ellefu dögum eftir stofnun þess, er rætt um stofnun sjúkrasjóðsins og nem- endatökumálið tekið til meðferðar. I því máli barð- ist félagið við prentsmiðjueigendur í nokkur ár, unz það náði sigri. Á sjötta fundi félagsins, T8. ágúst 1897, er sjúkvasjóðurinn stofnaður. Er hann annað aðal- málið, sem félagið hefir með höndum fyrstu starfs- ár sín. Á öðru starfsári eflir félagið mjög sjúkra- sjóðinn, sérstaklega með hlutaveltu, er það hélt og gaf af sér röskar 880 kr. Fleira markvert bar við á þessu starfsári, m. a. er þá fyrsta skemti- för félagsins farin. Þá er því og hreyft, að breyta matmálstíma prentara, og hafa hann að eins einn á vinnutímabilinu. En hvenær það hefir komist í framkvæmd, verður eigi séð af þeim plöggum fé- lagsins, er ég hefi við hendina. Þess er þó vert að geta, að regla þessi var alment tekin upp í Reykjavík á stríðsárunum, og hefir haldist síðan, en þá höfðu prentarar einir haft hana mörg und- anfarin ár. Á þriðja starfsári er það markverðast að frétta, að það ár „unnu félagsmenn og verkveitendur eftir ákveðnum reglum". Enn fremur var þá stofnað Söngfélag prentara, og einnig rætt um stofnun vinnuleysissjóðs. Það mál var mjög á baugi í fé- laginu á fjórða starfsári þess. Ekkert varð þó úr stofnun að sinni. En 10 árum síðar en því var fyrst hreyft, eða 9. nóvember 1909, er atvinnu- teysisstyrktarsjóðurinn stofnaður. Árin 1901 —1903 eru fremur viðburðalítil. En aftur á móti var árið 1904 mjög viðburðaríkt í sögu félagsins, svo sem menn geta lesið um í 1. árgangi Prentarans. Á fyrstu níu árum félagsins er það mjög í pen- ingaþröng, því að félagsgjaldið var lágt, að eins 1 kr. á ári. Enda er félagssjóður í árslok 1905 að eins 117 kr. En þá er breytt til. Krónu-gjaldið er afnumið, en í þess stað kemur 10 aura viku- gjald. Við það 5-faldast tekjur sjóðsins árlega. Á fundi félagsins 3. nóvember 1909 hreyfir Einar Hermannsson því, „að full þörf væri á því, að félagið ætti stéttarmálgagn". Var því máli vel tekið og kosin nefnd í það. Lagði sú nefnd fram álit sitt 9. s. mán. Ekki voru tillögur nefndar- jnnar samþyktar á þeim fundi, en málinu vísað til hennar aftur til frekari athugunar. Hinn 23. s. mán. leggur nefndin fram tillögur sínar enn á ný. Voru þær þá samþyktar. Hóf svo Prentarinn göngu sína í ársbyrjun 1910. í tilefni af 25 ára afmæli félagsins 1922 gaf fé- lagið út vandað minningarrit, sem nefndist Af- mælisminning. Er óþarfi að minnast frekar á það hér, því að flestir prentarar munu eiga það; en hinir, sem ekki eiga það, þyrftu að kaupa það sem fyrst. Vorið 1926 var á fundi Reykjavíkurdeildar H. í. P. hreyft sumarbústaðamáli. í því máli hefir þó enn ekkert verið gert. Á sama fundi var einnig rætt um stofnun ellistyrktarsjóðs. Var því máli vel tekið á fundinum og kosin 5 manna nefnd. Tveir nefndarmenn voru málinu mótfallnir og sóttu ekki nefndarfundi, en meiri hluti nefndarinnar skilaði nokkru síðar áliti. Ekkert frekar var þó gert í málinu að sinni. Árið 1928 fekk málið þó aftur byr og 1929, 24. apríl, var ellistyrktar- sjóðurinn stofnaður. Eru þá talin stærstu málin, sem félagið hefir haft með höndum og hrundið í framkvæmd frá stofnun félagsins. En auk þeirra hefir það og einnig fjallað um mörg smærri mál. Má þar m. a. minnast á Inísbyggingarsjóðinn, sem stofnaður var fyrir nokkrum árum. Enn fremur lánasjóðinn, sem komið hefir mörgum prentara í góðar þarfir. Að lokum er vert að minnast þess, að á full- trúafundi 24. júní 1927 var vakið máls á nauðsyn félagsins að eignast húsnæði. Á þeim sama fundi

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.