Prentarinn - 01.06.1934, Side 5

Prentarinn - 01.06.1934, Side 5
Preiitaririn 3 Sósía I í'as i s m i ii 11 í Preiilarafclaginu. Þeir prentarar, sem með athvgli skyggnast yfir starf Prentarafélagsins og leggja starf undanfarinna ára á mælikvarða þeirra árangra, sem félagið náði í hagsmunabaráttu prentara áður en sósíaldemó- krötum tókst að þröngva þeim skoðunum inn í samtök okkar, að stéttarfriðspólitík þeirra ætti að skipa þar öndvegi, — hljóta að sjá þess greinileg- an vott, að starfsemi og félagslegum áhuga prent- ara hefir hraðfarið aftur. Þessar skoðanir hafa or- sakað það, að styrkur félagsins til að standast hverja raun og vinna sigra í hagsmunaharáttunni hefir þorrið. Þegar í odda hefir skorizt milli at- vinnurekenda og prentara um kröfur þær, sem prentarar hafa sett fram, og síðustu samningar vitna svo ljóst um, hefir starfsemi kratahroddanna deyft þannig eggjar allrar virkilegrar baráttu, að geigur úrræðaleysis og hræðslu hefir gagntekið svo félagana, að baráttuvilji þeirra og glæsileg áform um árangursríka hagsmunabaráttu með einhuga samtök stéttarinnar að vopni, hefir liafnað í lélegu samningaröfli milli kratabroddanna og prentsmiðju- eigenda. Afleiðingarnar, sem við í dag sjáum af þessari jíjónustu krataliroddanna í Prentarafélaginu við ís- lenzku burgeisana, eru greinilegastar í þeim ráð- stöfunum, er þeir beita við síðustu samninga og næstu samninga þar á undan, er þcir með fasist- isku ofbeldi skirrast ekki við að gera tilraunir til þess, að afvopna prentarana í haráttu sinni um þriggja ára skeið í senn. Forustuna fyrir þessari eyðileggingar- og svika- pólitík kratanna í Prentarafélaginu, sem einbeitt hefir verið á það, að eyðileggja félagið sem vopn í baráttu prentaranna við íslenzka auðvaldið, hefir Magnús Jónsson haft á hendi. Svikaferill sósíal- demókratanna um samninga, tilraunirnar marg- ítrekuðu, til þess að ræna sjóði félagsins til spekúla- tiona kratabroddanna, ofbeldisráðstafanirnar gegn kommúnistum og öðrum róttækum prenturum, ásamt ýmsu fleiru, eru vörður á leið Magnúsar í Prentarafélaginu. En við hann eru líka tengdar minningar um margvíslegar hrakfarir og mislukk- aðar tilraunir til þess að reka erindi auðvaldsins. Þær minningar vitna um vaknandi stéttarvitund og aukinn þroska prentara og eru ljósgjafar á leið síharðnandi stéttabaráttu. Eitt þessara tákna eru viðtökur þær, sem Magn- ús og aðrir kratábroddar fengu hjá II. I. P., er þeir fluttu þá málaleitun, að það veitti Alþýðu- hlaðinu fé. Tvisvar var þessi styrkveiting felld — tvisvar urðu þeir að vola yfir vanmætti sínum í að villa prenturum sýn. Á sömu leið fór um fjár- beiðnina til »Alþýðuhússins« svokallaða. Þessar og aðrar hrakfarir í átökum kratanna við kommúnista og aðra róttæka verkamenn í H. I. P. hafa skýrt línurnar, afhjúpað sósíaldemókratana og knúið þá til að lyfta grímuuni af andlitum sósíalfasistanna. Þannig grípa þeir til hreinna of- beldisráðstafana um síðustu samninga, er þeir, eftir beiðni atvinnurekendanna, fá það samþykkt í stjórn- inni, að tveim stjórnarmeðlimum sé falið að gera uppkast að sainningum, er þeir síðar mæli með í félaginu, þrátt fyrir skýlausa ákvörðun félagsfund- ar H. I. P. um það, að stjórninni sé falið að semja, ásamt fulltrúa nema og stúlkna. Þetta tækifæri not- uðu þeir til þess að slá af öllum kröfum að ineira eða minna leyti og gegnum færa með því afslátt arpólitík sína. En smiðshöggið á samningagerð þessa ráku þeir á næsta fundi félagsins, er þeir greiða atkvæði gegn þeirri kröfu, að 1. maí sé frídagur prentara. Þetta eru aðeins glöggustu dæmin frá síðustu samningum um gríinulaust innræti krata- broddanna í H. I. P. undir forustu M. Jónssonar. En þessi síðasti samningur, ásamt næsta samn- ingi á undan, er leiddi félagið niður í þriggja ára deyfð og starfsleysi, er án efa eitt af fyrstu raun- verulegu skrefunum, sem kratarnir í H. I. P. stíga til fulls í j)á átt, að hlýða vilja y firstéttarinnar um, að afvopna prentverkalýðinn í þeirri síharðnandi stéttabaráttu, sem nú stendur fyrir dyrum. Það eru spor, sem geta, ef ekki verða slitnir fjötrarnir, sem kratarnir hafa lagt á stétt okkar, orðið til þess, að vanþroski ísl. prentarastéttarinnar verði álíka þrösk- uldur í vegi fyrir sigursælli baráttu verkalýðsins eins og austurrísku prentararnir og járnbrauta- verkamennirnir voru í uppreistinni í Austurríki í vetur. Þar voru þeir ef til vill eina tálmun þess að verkalýðurinn hefði yfirhöndina, velti burgeisa- stéttinni og tæki völdin í sínar liendur. Og við prentarar, sem höfum koinið auga á það, hvernig sósíaldemókratar liafa svikið verkalýðinn í einu landinu á fætur öðru og leitt hann undir böðulsöxi fasismans, megum engan veginn láta okkur detta í hug, að hér lieima sé ekki saina liættan á ferðum. Ef við gerum það, getur verið Framh. á bls. 6.

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.