Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1934, Qupperneq 6

Prentarinn - 01.06.1934, Qupperneq 6
4 Prentarinn Hundrad ái*a tlúnarimiiiiing Alois Senefelders. Fyrir hundrað árum, 26. febrúar 1834, andaðist Alois Senefelder, sein fann upp steinprentunina, í Munchen, á 63. aldursári. Hann varð þeirrar ánægju aðnjótandi í lífanda lífi, sem Gutenberg fór á mis við, að sjá árangur uppgötvunar sinnar hreiðast út um löndin með sívaxandi hraða. Með uppgötvun sinni opnaði Senefelder nýja möguleika fyrir myndlist- ina, sem tvímælalaust hafa haft mikla þýðingu fyrir þróun menningarinnar. Frá elztu tímum hafa mennirnir reynt á ýinsa vegu að varðveita hugs- anir sínar og þekkingu á sýnilegan hátt með mynd- um og táknum. Leturtákn elztu þjóðflokka voru í fyrstu myndir, sem urðu sinátt og smátt einfaldari og breyttust í sérstök skriftartákn — stafi. Bók- stafatextinn var síðan oft fylltur upp með myndum til frekari skýringar, og er svo enn. Til þess að fá mörg eintök, voru myndirnar í fyrstu skorn- ar í tré, síðar í ýmsa málma. Það var þó mikil hindrun slíkum tréskurði fyrr á tímum, að efnið þoldi ekki smágerva drætti, en á stál- eða járn- plötur var aftur á móti hægt að grafa smágerðustu drætti, en það var seinleg vinna og dýr. Með uppgötvun steinprentunarinnar voru þessir örðugleikar yfirunnir, einkum eftir að farið var að teikna á steininn ineð fituríku túski. Sagt er, að tvennt hafi einkum lijálpað Sene- felder til uppfinningar sinnar: þörfin og tilviljunin. (Venjulegast á tilviljunin ekki all-lítinn þátt í upp- finningum.) Senefelder gerði margar tilraunir, þar til lionum að lokum tókst að ná viðunandi árangri. Þá var hann 24 ára. En hvernig stóð nú á því, að Senefelder fór að fást við þetta? Til þess að svara því, veröur að gera örstutta grein fyrir uppruna hans og lífs-að- stæðum. Alois Senefelder var fæddur í Prag 6. nóvember 1771. Hann var sonur leikara nokkurs, er síðar varð hirðleikari í Munchen', þar sem Alois sonur hans lifði og starfaði að uppfinningu sinni og bar hana fram til sigurs. Faðir Alois andaðist 1791, og varð hann þá að hætta háskólanáini, er hann var byrjaður á. Lagði liann þá fyrir sig leikstörf og skrifaði sjálfur leik- rit. Braut hann þá löngum heilann um það, hvernig komast mætti hjá hinum dýra prentunarkostnaði á hlutverkunuin, er urðu að vera í mörgum eintökum. Um tíma langaði hann mjög til að eignast sjálfur prentsmiðju, og skrifar iiann þannig um það : »Þá getur þú, hugsaði ég, prentað þína andlegu frain- leiðslu sjálfur, og þannig látið andlega og líkam- lega vinnu skiftast hæfi- lega á.« En til allrar ham- ingju fyrir steinprentun- ina, strandaði þessi draum- ur Senefelders á féleysi, eins og oft vill verða. Hann hafði enga peninga til þess að kaupa letur, pappír, pressu og annað það, er til prentsmiðju þurfti á þeim tímum. Eftir að Senefelder hafði gert tilraunir á ýmsa vegu, tókst honum loks að uppgötva aðferð þá til steinprentunar, sem síðan er grundvöllur allrar þeirrar iðju. Fyrstu steinprentanir sínar framleiddi Senefelder með aðstoð gamallar handpressu, er notuð hafði verið fyrir koparstunguprentun. Hann sýndi tónskáldi nokkru, Gleissner að nafni, upp- fundingu sína, og fékk hjá honum smá peninga- upphæð til þess að steinprenta nokkrar tónsmíðar. Skírleiki og fegurð prentsins vakti almenna athygli, og vísindafélagið í Múnchen veitti uppfundinga- manninum 12 gyllini sem heiðursgjöf. Skömmu síðar útvegaði kaupmaður nokkur, Falter að nafni, Senefelder fjárhæð, er var nóg til þess, að hann gat látið gera fyrstu steinprentunar-handpressuna. Fréttin um uppgötvun lians flaug út. Hann var Alois Senefeldcr.

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.