Prentarinn - 01.06.1934, Qupperneq 7
Prentarinn
5
kalladur til Parísar, Lundúna, Vínar og fleiri borga
til þess aö sýna prentunaraðferð sína. Hann ferð-
aðist víða um lönd til þess að útbreiða uppgötv-
un sína og útvega peninga til nýrra ráðagerða, er
hann bafði á prjónunum. En hann var, eins og
fleiri hugvitsmenn, lítill fjármálamaður. Gróðafíknir
menn, sem skildu þýðingu uppgötvunar hans, mis-
notuðu góðvild hans og lítillæti. Hann sáði, en
aðrir nutu ávaxtanna. Vonsvikinn hélt hann aftur
til Miinchen, en þar beiö hans nýtt mótlæti. Bræð-
ur hans liöfðu sem sé í fjarveru bans selt einka-
leyfið á uppfinningunni svartmunkaskólanum þar.
Meðal svartmunka fékkst prófessor Mitterer við
steinprentunar-aðferðina, sem hann á ýmsan hátt
fullkomnaði. Senefelder nefndi uppgötvun sína
»kemiska prentun«, en prófessor Mitterér úefndi
prentunaraðferð þessa steinprentun (Lithographie),
og því nafni hefir hún lialdið síðan.
Nú var ekki um annað að gera fyrir Senéfelder
en að setja nýtt steinprentunarverkstæði á laggirn-
ar, og jafnframt höfðaði liann mál gegn svart-
munkaskólanum út af einkaleyfinu. J7etta inál stóð
yfir í mörg ár.
1805 steinprentaði Senefelder fyrsta landabréfið,
er vakti geysimikla athygli. Skömmu seinna setti
nemandi hans einn, Engelmanny fvrsta steinprent-
unarverkstæðið á fót í París. Senefelder tók sér
þá ferð á hendur þangað, og var þar í hávegum
hafður. Engelmann fullkomnaði mjög steinprent-
unina. Hann fann upp lita-steinprentun (Chromo-
lithographie) og fékk einkaleyfi á henni 1837.
í Míinchen börðust tveir keppinautar um völdin
í iðnaðinum: Steinprentunarverkstæði Senéfelders
og svartmunka meö prófessor Mitterer í broddi
fylkingar. Hvort um sig reyndi að franlleiða feg-
urri vinnu. Svartmunkar framleiddu ])ó einungis
nauðsynleg verk fyrir skóla sinn, en Senefelder
fékkst aftur á móti við fleira, svo sem nótnáprent-
un, töflur, flugrit o. m. fl. Auk þess steinprentaði
hann 1807—1808 hina frægu »Bænabók« Albréchts
Diirers.
Senefelder var frámunalega mikill starfsmáður.
Steinprentunin breiddist út hröðum skrefum. Jafn-
vel meðlimir konungsfjölskyldunnar komu á vinnu-
stofu hans. Þó var hann mjög illa stæður fjárhags-
lega. Málaferlin héldu áfram, og af tilefni þeirra
sneri hann sér til konuiigsins, sem tók máli hans
vel og veitti honum étöðu í þjónustu ríkisins sem
»konunglegum umsjónármanni steinprentunarinnar«.
Utnefning þessi losaði Senefelder ekki einungis
Fyrsta pressa Senefelders. Siníduð 1797.
við inálaferlin, heldur einnig við fjárhagslegar
áhyggjur. Framtíð hans var nú tryggð, og í stein-
prentunarverkstæöi skattstofu ríkisins varði hann
tíma sínurn til nýrra tilrauna.
A næstu árum fann hann upp blæprent, tígla-
prent, málmritun og olíúlitaprent og útbjó sjálflit-
unar- og vætingaráhald. Skömniu fyrir dauða sinn
gerði hann tilraunir með að þrenta Olíumálverk á
léreft, með sæmilega góðum árahgri. Einnig fékkst
liann við að endurbæta fastaletrun.
Arið 1827 fékk hann lausn frá emhætti með 1200
króna eftirlaunum En hann gát ekki óstarfandi
verið, og koni sér enn á fót vinnustofu, þar sem
liann liélt áfram tilraunum sinum." En heilsu hans
fór nú síhnignandi, þar til hinni starfsöinu og við-
burðaríku æfi lians lauk árið 1834, sem fyr er
getiö. Til heiðurs minningu háns lét Bayerns-kon-
ungur reisa honum veglegan legsiein úr bergtegund
þeirri, er hann hafði valið til áð prenta á, og sem
notuð er til þess enn í dag.
Næsta blað Prentarans keniur út í september.