Prentarinn - 01.06.1934, Page 8
6
Prentarinn
FASISMINN í PKENTARAFÉLAGINU Frh. «f bu. 3.
um seinan að vígbúast gegn þessum voðalega vá-
gesti verkalýðsins. Okkar verkefni bíða úrlausnar
í Prentarafélaginu og krefjast þess, að við beitum
kröftum okkar óskiftum að því, að sósíalfasistum
þar takist ekki að bægja prenturum frá virkilegri
byltingarsinnaðri baráttu, sem ein er fær um að
kæfa fasismann í fæðingunni og leiða verkalýðinn
í valdasessinn. Við mótmælum allir slíkri fram-
komu, er Magnús Jónsson lýsir því yfir, er hann
tekur við formannssæti í félaginu, að hann muni
virða að vettugi samþvkktir félagsins, ef þær falli
bonuin ekki í geð, við stimplum það sem brot á
öllum þeim lýðræðisreglum, sem H. I. P. hefir sett
sér og starfað eftir. Við mótmælum því ennfrem-
ur, að bann taki sér það vald, að banna fræðslu-
klúbb um sósíalisma að halda fundi á skrifstofu
félagsins.
Við stimplum það sem bindrun þeirra áforma
félagsheildarinnar, að gera skrifstofuna, með stofn-
un bókasafns og fleira, að nokkurs konar miðstöð
alls félagslífs í H. í P„ og aðeins eitt dæmi enn
um fjandskap sósíalfasistanna við sósíalismann.
Þessar opinberu ofsóknir Magnúsar á liendur
kommúnistum og liinum róttækari prenturum eru
aðeins undirbúningur þess, að beita sömu aðferð-
um í H. I. P. og sósíalfasistarnir bafa framkvæmt
í fjölda verklýðsfélaga um allt land — að reka öt-
ulustu og beztu verkamennina, til þess að viðbalda
aðstöðu sinni sem flugumenn auðvaldsins innan
verklýðssamtakanna.
Félagar! Það þarf enginn okkar að efast um það,
að nú er sá tími á enda, að unnt sé að standa
álengdar og horfa á. Þrátt fyrir svefnþornin, sem
kratarnir hafa stungið félagi okkar með þriggja ára
saniningi við atvinnurekendur, er okkur mögulegt
að vaka og vinna að hagSmunamáluin okkar. Og
leiðin, sem við verðum að fara, er að gera prent-
smiðjurnar að vígi samfylkingar verkalýðsins gegn
auðvaldi og fasisma, vígi, sem hvorki verður unnið
með árásum atvinnurekendanna á lífskjör prentara
eða með fasistiskum ofbeldisráðstöfunum krata-
broddanna. Þessi vígi samfylkingarinnar þurfa að
eflast svo, að unnt sé hvenær sem er að svara of-
beldisráðstöfunum yfirstéttarinnar með öflugu verk-
falli í öllnm prentsmiðjuin.
Þegar félagslegum ábuga okkar prentara er þannig
komið, höfum við rekið af okkur sliðruorðið og
þá stendur Hið íslenzka prentarafélag aftur meðal
framsæknasta liluta íslenzks verkalýðs. S. Ö.
Aths. Ritstj. Prentarans virðist framanskráð ádeila
okkar áhugasama félaga vera að mestu leyti vind-
högg og sízt til þess fallin, að efla bróðurhug og
sambeldni meðal prentara. Aftur á móti er ekki
nema sjálfsagt, að prentarar ræði áhugamál sín í
blaði sínu, þau, er félagið snerta sérstaklega. Þó
væri æskilegra, sökum smæðar blaðsins og þess,
bversu sjaldan það kemur út, að mál, slík sem
greinin fjallar um, væru einkum rædd á félags-
fundum. Það hefir og verið gert, og var þá meiri
hluti fumlarmanna andvígur skoðunum þeim, er
frani koma í ofanritaðri grein.
E. S. Þrátt fyrir það, þótt ritstj. virðist grein
þessi vindhögg, eftir að hafa borið liana undir for-
mann félagsins og sett mér skilyrði að ganga inn
á útstrikanir lians, ella fengist greinin ekki liirt,
hefi ég ákveðið að gefa prenturum kost á, að dæma
um það sjálfum. Það, sem form. bér hefir tekið
sér vald til að framkvæma, er aðeins til að undir-
strika efni greinarinnar um sósíalfasistiskar ofsóknir
bans á liendur róttækum prenturum. Hann vill láta
líta svo út, að sökum drengskapar síns og mann-
kosta láti liann öll ummælin um sig óhreyfð, en
tilgangurinn er aðeins sá, að treysta til þess ítr-
asta á brjóstgæði og meðaumkun prentara með
sér, í stað þess að standa sjálfur fvrir máli sínu.
Hygg ég, að prentarar séu þess yfirleitt ekki fýs-
andi, að félagslegur bróðurandi með þeim sé gruiul-
vallaður með tröðkun einstakra manna á sjálfsögð-
ustu lýðræðisreglum félagsins. Og þegar um slík
meginatriði er deilt, er Prentarinn vitanlega sjálf-
sagðasti vettvangurinn. S. Ö.
AFMÆLI. Þorvarður Þorvarðsson, heiðursfélagi
H. í. P., varð 65 ára 23. maí síðastl.
Jón Jónsson frá Hvoli varð 75 ára 4. marz
síðastliðinn.
HVAÐA EFNI í DAGBLÖÐUM ER MEST
LESIÐ? "Berliner Tageblatt* lagði þessa spurn-
ingu fyrir lesendur sína. Um 10000 svör bárust,
frá fólki úr öllum stéttum. Það koin 1 ljós, að
flestir vildu lesa um stjórnmál, þar næst verzlun,
síðan neðanmálssögurnar, almennar fréttir, einkum
með myndum, bæjarfréttir og íþróttir. Mikill hluti
lesenda hafði mestan áhuga fyrir auglýsingum, en
spurningin náði ekki til þeirra.