Prentarinn


Prentarinn - 01.10.1936, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.10.1936, Blaðsíða 1
PIRENTAMNN BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS XVI. ÁR REYKJAVÍK, OKTÓBER 1936 6. BLAÐ SJÚKRATRYGGINGIN NÝJA OG PRENTARAR Það fer að vonum, að prenturum verði tíð- rætt um, livað við taki, þegar þeir verða,sam- kvæmt hinum nýju lögum um Alþýðutrygg- ingar, að leggja niður sjúkrasamlag silt um iiæstu árariiót, — að minnsta kosti eins og ])að hefur verið starfrækt. Skal því reynt að gera grein fyrir því, hvað við tekur og á hvern hátt prentarar gætu haft mest gagn af þeim sjóð'i, er þeir koma lil með að hafa yfir að ráða, þegar þeir flytjast i hina nýju tryggingu. Lágmarkstrygging sú, er lögin gera ráð fyrir, er dvöl á sjúkrahúsi í tuttugu og sex vikur, en getur orðið þrjátíu og tvær vikur, ef um fleiri en einn sjúkdóm er að ræða. Öll læknishjálp, lyf og umbúðir eru hér innifal- ið. Borið saman við hlunniridi þau, er sam- lag okkar veitir, er þetta mikil framför, þvi að við höfum aldrei komizt liærra með þennan lið en í átta vikur, og þar er miðað við prentara eingöngu, en aðeins fjórar vik- ur fyrir konu og börn. Sé um langvarandi veikindi að ræða, er þetta ómetandi réttar- hót og vert að festa sér það í minni. Lögin gera ráð fyrir, að i heimahúsum séu læknishjálp og lyf greidd að þrem fjórðu hlutum. Hvort hér verður um hagnað að ræða fyrir prentara, fer allt eftir þvi, við hve mikil veikindi þeir eiga að búa. Séu þau langvarandi og sérstaklega, ef um fjölskyldu- mann er að ræða. verða þetta tvimælalaust meiri hlunnindi en okkar sjúkrasamlagi lief- ur verið unnt að veita, þvi að fyrir þvi er margra ára reynsla, að þær upphæðir, sem lil ]>ess eru ætlaðar, hafa hrokkið skammt, og í þó nokkrum tilfellum hefur það reynzt svo, að menn hafa sjálfir orðið að greiða eins háa og jafnvel margfalt hærri uppliæð en samlagið hefur greitt þeirra vegna. Tryggingartögin gera ráð fyrir tvennskonar dagpeningum, persónu- og fjölskyldudag- peningum. Persónudagpeningar í Reykja vík mega ekki vera lægri en kr. 2,00 á dag, og eru þeir því aðeins greiddir, að legið sé i heimahúsum, en fjölskyldudagpeningar geta orðið allt að kr. 7,00 á dag eftir stærð fjöl- skyldunnar, og eru þeir greiddir jafnt, hvort legið er í sjúkraliúsi eða heima. Hér i Reykjavík fer það eftir þvi, hve hátt gjald er greitt í sjúkratrygginguna, hve lengi menn þurfa að bíða eftir dagpcningum. Hefur þessu verið skipt í finnn flokka, þannig: 1. flokkur kr. 9,00, biðtimi ein vika, 2. ftokkur kr. 7,50, biðtimi tvær vikur, 3. flokkur kr. 6,50, biðtími fjórar vikur, 4. flokkur kr. 4,50, biðtimi tólf vikur, 5. flokkur kr. 4,00, biðtími sextán vikur. Lengst eru dagpeningar greidd- ir í tuttugu og sex vikur. Hefði sú leið verið valin. sem mörgum virð- ist eðlilegust samkvæmt anda tryggingarlag- anna, að fullir dagpeningar væru veittir með lægsta iðgjaldi, væri hér einnig um hagshæt- ur að ræða fyrir okkur, en eins og að er far- ið, munu prentarar þykjast itla staddir, og væi'u það lika. ef þeir byggju ekki að því, sem sjúkrasamlag þeirra hefur hingað til veitt þeim, og liefðu ekki samlagið til að lilaupa undir baggann. Hér að framan hefur verið sagt frá þeim hlunnindum, sem nýja sjúkratryggingin veitir, og borið saman við þau hlunnindi, sem prent- arar hafa notið í þessum efnum, og virðist það augljóst, að þar er að flestu leyti um framför að ræða. En að tvennu leyti eru prentarar þó ver settir en áður var, og það er um dagpeninga og svo um þá sárafáu, sem hafa svo háar tekjur, að þeir geta ekki orðið þeirra hlunninda aðnjótandi, er liinar nýju

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.