Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 3
til hjálpar. Þess vegna ríður á fyrst og fremst að leggja ítrustu stund á vandvirkni, en jafnframt að gjalda af alefli varhuga við hvers konar mistökum í atvinnurekstri og iðn, í viðskiptaháttum, verðlagn- ingu og vinnubrögðum. I stað of eindregins gróða- hugar á að ráða rekstrinum áhugi á þörf þjóðar- innar og atvinnuvegarins. Betri er 120 þúsund króna ábati af vinnu 20 manna allt árið en 15 manna til uppjafnaðar. Abata skyldi heldur varið til endur- bóta og umbóta og aukinnar starfsemi en útbýt- ingar til eyðslu, og talsverðum hluta ætti jafnan að verja til áróðurs fyrir ágæti prentlistarinnar og nauð- syn hennar í þágu íslenzkrar þjóðmenningar, svipað því, sem nú tíðkast mjög með öðrum þjóð- um með aukinni fræðslu og kennslu og útgáfu vandaðra og eftirsóknarverðra prentgripa og smekk- víslegum auglýsingum. I staðinn fyrir duttlunga- kennda gróðahnykki í verðlagningu á, ef vel á að vera, að ráða réttur útreikningur eftir staðreyndum tilkostnaðar, en ekki ágizkunum. Þótt verð kunni fyrir það að virðast hærra í bili og í einstökum til- fellum, mun það reynast affarasælast, þegar til lengdar lætur, að reikna rétt, þó að það krefji mikla vinnu, þekkingu og kunnáttu, leikni og aðgæzlu. Fyrst og síðast eiga þó prentsveinar að vanda frá- gang á öllum prentgripum í öllum greinum, „af- greiða verk sitt vel og vandlega“, eins og segir í samningnum, og horfa ekki í, þótt það taki lengri tíma en að „drífa það áfram og sulla því af“, en ástunda jafnframt að auka og efla þekkingu sína og kunnáttu í iðn sinni og mennt og sýna hana trúlega í verki. Það má alveg reiða sig á það, að hætta á atvinnu- leysi og staðreynd þess mun þverra mjög, ef allir, sem hlut eiga að máli, taka höndum saman um að girða fyrir öll mistök, sem valda mega því líkri ógæfu, þótt auðvitað verði ekki unnt með því skipulagi atvinnurekstrar, sem nú ræður hér og víðast hvar, að taka með öllu fyrir tiltölulega væg atvinnuleysistilfelli af árferðissveiflum, en úr vand- ræðum af þeim ætti stofnun atvinnuleysisstyrktar- sjóðs, er samtök atvinnurekenda og verkamanna væru sameiginlegir aðiljar að, að geta bætt, en möguleika hennar komu samningsaðiljar sér saman um við framlengingu núgildandi samnings að athuga á yfirstandandi samningstímabili, eins og öllum hlutaðeigendum ætti að vera kunnugt, enda er samkomulag þetta næsta eftirtektarvert. Er von- andi, að fyrirhuguð athugun beri jákvæðan ár- angur, og mætti þá umrædd ráðagerð verða öðrum atvinnugreinum til fyrirmyndar. h. h. Hitt og þetta. Fyrst er að þakka fyrir síðast, — fyrir í sumar, ferðina austur í Laugardal, gróðursetningu skógar þar og margt annað gott! Það er allt af gaman að því að koma heim, hitta vini, tala við, þá og finna anganina af íslenzkum gróðri. Bezta skemmtun mín heima er að slangra á götunum í Reykjavík, rifja upp gamlar minningar, víkja að þeim, sem ég kannast við og hitti á götum úti. Ég þekki þá ekki nærri alla — nema að eins að sjá þá, veit naumast nöfnin — og man þau heldur ekki, þótt ég heyri þau, nema stundarkorn. Rykið á götunum er mér illa við, en finnst það þó heima- legt. Ekki get ég raupað af því lengur, að ég þekki Reykjavík. Mér hefir orðið á skyssa á því sviði. Eg birti nýlega mynd frá Reykjavík í Hcima og crlcndis, en vissi ekki, hvaðan úr Reykjavík hún var. Nú hafa tveir vinir mínir skýrt fyrir mér myndina; hún er tekin í Kirkjustræti við hús Halldórs heitins Friðrikssonar, og fyrir enda götunnar er hús Magnúsar heitins Arnasonar, „Uppsalir". Þetta þekkti ég ekki, og nú skammast ég mín fyrir glópskuna og þori aldrei að sýna mig framar í Reykjavík eða láta nokkurn mann heyra, að ég sé fæddur og uppalinn þar! En þökk fyrir viðtökurnar í sumar! Því miður kom ég allt of lítið í prentsmiðjur í Reykjavík síðast liðið sumar, hafði of h'tinn tíma, en það, sem ég hefi í huga í því sambandi, á lík- lega ekki við á Islandi. Eg hefi útvarp í huga. Hér í Danmörku heyrir maður þá kvörn allan daginn, frá morgni til kvölds. Þó eru það enn þá að eins setjararnir, sem þessara hlunninda njóta. Vélarnar valda of miklum skarkala til þess, að hægt sé að hafa útvarpstæki í vélasal. Heima (þ. e. á Islandi) er útvarp sjálfsagt mest á kvöldin eða eftir að þið hafið lokið vinnu. Þó eru líklega fréttir á morgnana, eftir að vinna er byrjuð. Væri það úr vegi, að þið hugleidduð þetta mál? A ekki einhver ykkar gamalt útvarpstæki, sem þið þá gætuð lánað í prentsmiðjuna til þess að minnsta kosti að fylgjast með fréttum á morgnana, — ef þið komið þá svo snemma til vinnu. Hér byrjum við vinnu víðast hvar kl. 7 — því miður. Heitasta ósk mín hefir verið sú að fá að sofa til kl. 8. Sú var stundin, en kemur aldrei aftur! PRENTARINN 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.