Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1955, Side 2

Prentarinn - 01.01.1955, Side 2
bera fram kröfur, því þá sé helzt von um skjótan sigur. Ekki er því að neita, að „gott árferði" getur verð til hægræðis í þessum efnum, en kröfur eiga ekki að byggjast á því fyrst og fremst. Menn eiga að vita, hvað þá vanhagar um. Kröfurnar eiga að byggjast á þörfum einstaklinganna til þess að geta lifað mannsæmandi lífi og í fullu samræmi við þau verðmæti, sem þeir skapa með vinnu sinni. Og hver einstaklingur þarf í tæka tíð að gera það upp við sjálfan sig, hvað hann telur réttmætt í því efni. Það er grundvöllurinn fyrir viðgangi og velgengni félagsheildarinnar. Ef það er rétt, að prentarafélagið sé komið á hrörnunarskeið, þá er orsakanna fyrst og fremst að leita hjá okkur sjálfum sem einstaklingum. Það bendir þá einna helzt til þess, að við höfum leyft okkur þann munað, að láta aðra hugsa fyrir okkur. A. G. íslenzkur prentiðnaður kynntur erlendis. I tímariti menntunarsambands austurrískra prent- ara, „Graphische Revue 0sterreichs“, 11.—12. hefti 1953, birtist ítarleg grein eftir Hallbjörn Halldórs- son um þróun prentiðnaðar á Islandi og kjör og stéttarsamtök íslenzkra prentara. Greinin hefst á frásögn um prentsmiðjur á Islandi, allt frá því er Jón biskup Arason flutti fyrstu prentsmiðjuna til landsins árið 1530 (eða þó öllu heldur 1525). Getið er fyrstu bókarinnar sem prentuð var, Breviarium Holense, — og tveggja blaða sem varðveitzt hafa úr henni, og munu vera það eina, sem nú er til af því, sem prentað var hér fyrir siðaskipti, — og fyrstu íslenzku hiblíunnar, sem prentuð var árið 1584. Síðan er saga prentsmiðjanna rakin allt til hernámsáranna, þegar „bókaflóðið" gekk yfir og prentsmiðjum fjölgaði mjög. Síðari hluti greinarinnar er um kjör prentara og samtök þeirra. Greint er frá stofnun Hins íslenzka prentarafélags og Félags íslenzkra prentsmiðjueig- enda, vinnutíma og vinnutilhögun i prentsmiðjum, kaupi og fríðindum, styrktarsjóðum prentara og öðrum eignum, opinberum tryggingum og dýr- tíðarmálum. Greininni fylgja nokkrar myndir, m. a. frá alþingishátíðinni 1930, af húsi H. I. P., af hausi Prhntarans og bréfsefni H. I. P. Um nýtt form meginmáls- setningar. Einhvern tíma á námsárum mínum heyrði ég tvo setjara deila um lisrænt gildi setningar. Annar sagði hlálegt að tala um prentlist. Hinn bar á móti án þess að leiða nokkur rök að máli sínu, en þar með var málið útrætt, án nokkurrar niðurstöðu. En það, að tveir deila um listrænt gildi einhvers og í afstöðu sinni gagnstæðir, er í sjálfu sér já- kvætt. Engin er sú listgrein til, sem allir eru á einu máli um. Enginn myndi t. d. deila um list- rænt gildi þess að setja meginmál á setjaravél. Allt það sem hefir listrænt gildi leiðir til skiptra skcð- ana vegna þess, að listaverkið er spyrjandi og leiðir til huglægs starfs með skoðandanum. Og hvað væri eðlilegra, en að listaverkið byrjaði þar sem efinn sprettur? Eg hefi reyndar ekki orðið var við skemmtilegar nýjungar í prentlist hér á landi undanfarandi, enda þótt það sé næstum daglegur viðburður, að ungir menn koma af erlendum prentlistarháskólum og ættu reyndar að vera fullir af vísindum. Frekar að ég hafi rekist á ýmsa leiðinlega kæki, eins og t. d. algengari notkun hástafa bæði í fyrirsögnum og auglýsingum. hvimleiðari þykktarþenslu letra í augLýsingum og varhugaverðum leturblöndunum, og jafnvel á bókatitlum er að fullu reynt á þanþol letra. (Vinsamleg ábending eins setjara til mín út af setningu titils: Stærra, maður, fimm eða sex ciceró letur á aðaltitli, eins og það tíðkast í Ameríku). Enda er varla við öðru að búast en að setjari tapi sér, þar eð viðskiptavinurinn er látinn vaða uppi með hlálegustu duttlunga, svo bljúgir prentstjórar eru málþola af ótta við að missa verk þeirra fáu, sem leggja í að gefa út. Allt er til vinnandi að fá verkið, jafnvel uppsetningar vegna breytinga án aukaþóknunar. Viðskiptavinur einn vildi hafa doppu á efri enda línu þegar blaðsíðutalið var á hinum fremri, en doppuna fram í kanti þegar blaðsíðu- talið var á hinum efri, en þessa veit ég dæmi um bók, sem prentuð var ekki alls fyrir löngu og var annars leitast við að vanda. Afram skal ekki ræða um doppur og þykka stafi heldur persónulegt viðhorf til meginmálssetn- ingar, um samræmi og hrynjandi, um afnám auka- atriða, látleysi. Eg verð að biðja lesandann að af- saka, að ég kann engin latnesk eða prentdönsk kenninöfn. A námsárunum heyrði ég lítið á prentdönskuna; ég var oftast að sópa, og síðan út- skrifaðist ég og settist við vél að pikka. En viðhorf 34 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.