Prentarinn - 01.01.1955, Síða 3
mitt er ekki fengið að láni og fremur byggt af
rýni en námi.
Því lengur sem ég skoða leturtáknin (sem eru
hræringur gotnesks og rómversks leturs) því
harkalegar ber ég augum í hástafina, og niður-
staðan: Ég horfi á öll táknin í hinum svoköliuðu
lágstöfum. Þar með er allt, sem þarf til að flytja
ræðuna og allt til þess að lesandinn megi njóta
hennar. Þar með er allt það, sem hinn smekkvísi
prentari þarf við vegna þess, að þeir gegna fyllilega
hlutverki sínu. Þetta hlýtur að vera frádráttarlaus
skoðun hins smekkvísa, hófláta setjara. Hann vann
aldrei fögur verk nema þegar hann hafnaði því
sem óþarft var. Oll beztu verk hans voru fólgin
í y'firvegun og stillingu, er hann hafnaði hundruð-
um freistandi boða, en hann vaidi hina einu hug-
mynd: fullkomnunin hlaut að verða í samruna og
yfirlætisleysi.
Sem sagt: hástöfum hafnað vegna þess að þeir
eru óþarfir, vegna þess að þeir eru beinlínis ósam-
hæfir lágum stöfum, þeir eru hreinlega stílræn
skrípi þegar þeir fara með lágum stöfum, gagn-
stæðir að eðli. Lágstafirnir eru miklu læsilegri í
meginmáli vegna þess, að þeir eru tilþrifameiri,
mýkri og myndrænni (eða yrði ekki nokkuð þreyt-
andi að lesa bók, sem sett væri eingöngu úr há-
stöfum?) Og frá myndrænu sjónarmiði: lágstaf-
irnir gefa drjúgum meiri möguleika vegna þess
hve auðmjúkir þeir sveigja sig. Ef við hugsuðum
okkur til dæmis Baskervilleletur, sem er einna al-
gengasta vélaletur hérlendis: lágstafir eru mjúkir
og leikandi og freista okkar að draga þá upp
á ótal vegu. Þeir hafa fjórar hæðalínur, þær
lengst gangandi í legglausum stöfum eins og
a og o, en við skulum veita athygli hinni skemmti-
legu hrynjandi sem leggstafirnir viðhalda, og
einmitt leggstafirnir gætu átt eftir að sóma sér
enn betur á pappír með nýjum varíasjónum í
nýju kerfi og því eina kerfi, þar sem þeir gætu notið
sín og í því kerfi, sem ég ætla að kynna. En snúum
okkur aftur að hástöfunum. Hversu stirðlegir eru
þeir ekki meðal hinna mjúku lágstafa? Þeir eru
(að tveim undanskildum) í tveimur hæðalínum, og
efri hæðalína er oft (B, C, D, E, F, G, O, P,
R, S, T, Z og O) liggjandi eins og sjá má, í stað
þess að efri lágstafalínan er aldrei liggjandi, heldur
snerta trjónur þeirra hana sem takmark. I öðru
lagi ganga skálínur hástafa upp í hæðalínuna og
er það önnur óregla þótt ekki sé minnst á, að þær
ganga mishallandi upp. Þriðja óreglan, mjög hvim-
leiður stafur (P), skapar nýja hæðalínu, þar sem
vömb hans slapir á neðra takmark sitt. Fjórða
óreglan, og mjög hliðstæð, er með stafinum Þ, en
hann kemur með tvær nýjar hæðalínur, þar sem
vömb hans hefst af hryggnum, bæði að ofan og
neðan.
Þótt samanburðurinn sé ekki leyfilegur, getur
líkingin verið það, en er ég ber þessa andstæðu
postula saman, má líkja þeim við listisnekkju og
bjarg. Listisnekkja, sem gefið var snið til að fara
vel í sjó og til gangs, er dregin í mjúkum línum,
og hún er fögur. Ekkert ytra flúr þarf við til að
fegra hana, og er segl hennar eru þanin af vindi:
þau eru í stílrænu samræmi, einnig undurmjúkar
línur. Andstæða snekkjunnar er hamrabjarg sem
hún siglir framhjá. Bjargið gæti átt sína fegurð,
en aðra að eðli. Fegurð þess birtist í beinum strik-
um og hvössum hornum. Hvernig gæti snekkjan
fengið formræna aðlögun við bjargið, ræki hana
upp? Skútan yrði ekki til að fegra bjargið né
bjargið til að fegra skútuna.
Oft hefi ég komist í illt skap við setningu fyrir-
sagna og títla, sem hófust á hástafi. I fyrravetur
setti ég tvær-þrjár fáorðaðar auglýsingar og gerð-
ist svo djarfur að setja þær úr lágstöfum eingöngu.
Letrið var aðallega skáletur (18 og 30 pt.), en
þeim var breytt í próförk. Kannske vegna ein-
stakra undirskrifta. Ég hugsaði að það þætti óvirðu-
legt að leggja nafn einhvers við hégóma með því
að notast við lágan staf, það væri að fella persónu
undir nafni. Hugsanlegt. Auglýsingarnar voru
mjög skýrar og ekki á neinu að villast. Ein fékk
þó að halda sér, enda var hún, minnir mig, án
undirskriftar. Hún hljóðaði um ágæti Montblanc-
lindarpenna. Ég baðst undan að setja aftur upp
þessar auglýsingar, og var nú tekið við að setja
þær upp af miklu offorsi eins og vera ber!
Það hlýtur að vera erfitt fyrir leturteiknara, að
teikna hástafi með stílrænu tilliti til lágstafanna,
enda tapa þeir sér mjög á ská (Vestmann, Magða-
lena, Tatarar, Hinri\). Hástafir eru frekast, og
næstum það sem þeir eru, í rétthyrningi. Einstaka
hástafir eru þó skrípi út frá hvaða sjónarmiði sem
er. I senn hróplegar frekjur á flöt og harðir (A,
T, V, L). Engin tákn eru jafn klækjafull á fleti
sem þessir stafir. Þeir geta ekki vænst þess að vera
vel vingaðir af Iágstöfunum svo ófélagslyndir sem
þeir eru. T, A og V hrinda frá sér á báða vegu.
Þessir stafir hafa hreint enga afsökun. Með upp-
götvun þeirra var óteljandi möguleikum hafnað,
hinir óæskilegustu valdir. Þótt Æ og F verði
ekki jafnharðlega áfelldir eru þeir þó fundnir sekir
PRENTARINN 35