Prentarinn - 01.01.1955, Qupperneq 6
beiningar hans kæmu að sem mestu gagni. Vilhelm
var mjög vandlátur um frágang á þeim verkum,
er hann leysti af hendi og einkar sýnt um að halda
vélum og verkefni hreinum og í reglu; hann var
stjórnsamur og smekkvís fagmaður.
Þótt Vilhelm ynni að „listinni" næstum allan
sinn „starfsdag", má óhætt telja, að hugur hans
og hneigðir sveigðust mjög að öðru listsviði,
nefnilega tónlistinni. Hann var mjög söngelskur
og lék nokkuð á hljóðfæri, aðallega píanó, eftir
eyranu. Um alllangt áraskeið var hann starfandi
meðlimur í Lúðrasveit Reykjavíkur og einnig í
hljóðfærasveit er Oscar Johansson, hinn kunni
fiðluleikari, veitti forstöðu hér í bænurn á 2. tug
aldarinnar. Aður en hann fór í mútur, hafði
Vilhelm bjarta og skæra söngrödd, en hún kom
ekki aftur eftir múturnar, honum og okkur vin-
um hans til mikilla vonbrigða. Ef Vilhelm hefði
fengið góða menntun í hljóðfæraleik, einkanlega
á hinu léttara sviði, er víst, að hann hefði „fundið
sjálfan sig“ enn betur en i hinni svörtu list og
orðið eftirsóttur skemmtikraftur á því sviði.
Vilhelm Stefánsson var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans hét Jóhanna Ingólfsdóttir, héðan úr bænum;
giftust þau 1920. Sambúð þeirra var stutt. Síðari
konu sinni, Jóhönnu Indriðadóttur, frá Fáskrúðs-
firði, kvæntist hann 1926. Með henni eignaðist
hann tvo mannvænlega syni, Stefán, flugvélavirkja,
og Kristinn, verzlunarmann, og stjúpdóttur, Fanney,
er frú Jóhanna átti frá fyrra hjónabandi. Reyndist
frú Jóhanna honum holl og ástrík eiginkona og
var hjónaband þeirra í öllu hið farsælasta. Það var
frú Fanney, stjúpdóttir hans, sem gift er Mr. Jaek
Peacock, tryggingasala í London, af skozkum ætt-
um, sem Vilhelm var á leið til, er dauða hans
bar að.
Vilhelm heitinn var tilfinningamaður, góðgjarn
og drengur hinn bezti, og vildi öllurn vel gera.
Ég sem þetta rita, á honurn ótalmargt gott upp
að ynna á hinni löngu samleið okkar, bæði í starfi
og utan þess. Fyrir það a'llt færi ég honurn inni-
legar þakkir og óska honum náðar og blessunar í
guðs friði.
Bálför Vilhelms heitins fór fram í London, en
minningarathöfn yfir dufti hans fór fram í Dóm-
kirkjunni í janúar.
ó. Sr.
Ólafur J. Hvanndal.
Minningarorð.
Olafur J. Hvanndal prent-
myndasmiður lézt 11. nóv-
1954. Hann var fæddur að
Þaravöllum í Innri-Akranes-
hreppi 14. marz 1879. Þann
vetur hafði verið hin versta
tíð og aldrei gefið á sjó í
marga mánuði, en að kvöldi
13. marz brá til bata, og allir
bátar af Akranesi fóru á sjó
og fiskuðu vel. A afmælisdegi
Olafs mun alltaf hafa verið gott veður, þótt illa
hafi viðrað á undan og eftir, en oft hefir verið
stormasamt um hann á lífsleiðinni, eins og vænta
má um mann, sem var jafnmikill framkvæmda-
maður og lét sig mörg mál skipta. Olafur var
Borgfirðingur að ætt. Faðir hans var Jón Olafs-
son, lengst bóndi í Galtarvík, Magnússonar á
Litlu-Fellsöxl og konu hans Halldóru Jónsdóttur.
Móðir Olafs var Sesselja Þórðardóttir, Steinþórs-
sonar og konu hans, Halldóru Böðvarsdóttur frá
Skáney.
A seytjánda ári fór Olafur að róa á sexmannafari
og þótti fiskinn vel, og svo á skútu og var á
ýmsum skipum um skeið, og var eftirsóttur sjó-
maður. En listhneigð Olafs sagði fljótt ti! sín.
Tómstundir sínar notaði hann til að skera út ýmsa
hluti, m. a. nafnspjald á skipsbátinn á skipi því,
sem hann var á, og var síðan fenginn til að gera
nafnspjöld á öll skip og skipsbáta útvegs Asgeirs
Sigurðssonar í Sjávarborg, og er leitt að ekkert af
því skuli vera til, en það hefði átt heima á Sjó-
minjasafninu.
1903 hafði Olafur hug á að fara á stýrimanna-
skólann, en fjárhagur hans leyfði það ekki, en í
þess stað réðzt hann til trésmíðanáms hjá Samúel
Jónssyni, föður Guðjóns Samúelssonar húsameist-
ara, og mun það hafa verið bezta og skemmtileg-
asta æviskeið Olafs. Lauk hann námi með ágætis
vitnisburði. Samtímis trésmíðinni stundaði Olafur
skiltagerð, sem hann lærði tilsagnarlaust, en studd-
ist við bækur, sem Olafur Sigurðsson steinsnriður
lánaði honum. 1907 sigldi hann til Danmerkur til
þess að fullkomna sig í þessari iðn, kom síðan
heim um vorið og vann jöfnum höndum að skilta-
gerð og trésmíði.
Þegar Olafur var barn, lærði hann að lesa !
38 PRENTARINN