Prentarinn - 01.01.1955, Síða 7
Sunnanfara, undir leiðsögn móður sinnar. Er hann
sá mynd af manni í blaðinu, vaknaði spurning í
huga hans: Hvernig var hægt að gera mynd af
manni í blað? Honum var sagt að þær væru búnar
til erlendis; fór hann nú að hugleiða, hve garnan
væri að læra þessa list, sem enginn kynni á Islandi
og sú löngun vildi ekki yfirgefa hann. Sá maður,
sem Olafur skýrði fyrstum frá þessu áhugamáli
sínu, var Olafur Sigurðsson steinsmiður, en hann
hafði lánað nafna sínum bók um skiltagerð eins
og áður er sagt. Haustið 1908 fór Olafur aftur til
Danmerkur. Stundaði nám í teikniskóla um vetur-
inn, en leitaðist jafnframt eftir að komast að prent-
myndasmíðanámi. En námið var langt, 10—15 ár að
læra ætingu, myndatöku og fleira, en Olafur vildi
læra þetta á skemmri tíma. F.n að lokum komst
hann að námi hjá Hjalmar Carlson, með þvi skil-
yrði, að hann greiddi honum ákveðið fé f)'rir,
ásamt kennslugjaldi til þeirra fagmanna, sem hjá
honurn unnu. Aleiga Olafs voru 70 kr., sem hann
þurfti að nota sér til lífsframfæris og var nú
uggandi um sinn hag. En þegar „neyðin er stærst
er hjálpin næst“. Dag einn, er hann gekk að
heiman í þungum þönkum, mætti hann íslenzkum
hjónum frá Reykjavík, voru það Halldór Jónsson
bankagjaldkeri og kona hans. Olafur tjáði honum
vandræði sín. Halldór hlustaði á Olaf með athygli
og sagði síðan: „Það er einmitt þetta, sem okkur
vantar heima," og bauðst til að lána Olafi nokkur
hundruð krónur til greiðslu á fyrsta kennslugjald-
inu, lét hann þegar af hendi rakna 300 kr. og síð-
sumars sendi hann honum 400 kr. Mjög sparlega
þurfti Olafur að fara með fé — borðaði aðeins
einu sinni á dag og kostaði máltíðin 50 aura, svo
einn bolla af kaffi með brauðsneið að kvöldi á
10 aura. Hann fékk loforð fyrir iðnaðarmannastyrk.
— Þegar hann hafði lokið námi hjá Carlson leitaði
hugur hans til Þýzkalands. Fór því á stúfana og
hugðist að fá 150 kr. hjá einhverjum íslenzka
„grósseranum" i Höfn út á iðnaðarmannastyrkinn,
sem greiðast átti 1910, en allir neituðu nema Ditlev
Thomsen, sem lánaði Olafi 150 kr., og Jón Krabbe,
fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, lánaði 20 kr. Fór
Olafur fyrst tíl Berlínar og siðar til Leipzig og
komst í vinnu hjá firmanu Brockhaus, sem þekkt
er m. a. af Brockhaus Lexikon. Þar var hann í eitt
ár og undi hag sínum hið bezta.
1911 fór hann til Islands. Þá stóð yfir iðnsýning
í Reykjavík. Setti hann myndamót á sýninguna og
fékk 1. verðlaun fyrir. — Næstu ár, eftír að hann
kom heim, gekk á ýmsu fyrir Olafi. Hann gerðist
leiðsögumaður ferðamanna á sumrin, fékkst við
uppfyndingar, t. d. kosningavél og áhald til að
rétta kreppta limi. Auk þess var hann ekki heill
heilsu á þeim árum, dvaldist t. d. á Vífilsstöðum.
A stríðsárunum fyrri stundaði hann ýmiss konar
störf: heildsölu, búskap o. fl. En er tók að líða á
styrjöldina hafði fjárhagur hans batnað, og réð hann
því af að hefjast handa um stofnun prentmynda-
gerðar. Vorið 1919 fékk hann, eftir mikla erfiðleika,
vélar og önnur áhöld og húsnæði á efsta lofti í
Gutenberg. Ekkert rafmagn var og vatnsleysi og
varð að framkalla allar myndir við sólarljósið og
var því oft seinlegt verk. 1930 flytur hann í Mjó-
stræti 6, 1937 á Laugaveg 1 og var þar til 1949 að
hann flyzt til Akureyrar, en var kominn hingað
til Reykjavíkur er hann lézt.
Olafur taldi sig hafa unnið á undanförnum 30
árum 150 þúsund klukkustundir eða 14 klst. á dag
til jafnaðar, að undanteknum stórhátíðum, og er
ekki að furða, þó að hann væri orðinn þreyttur og
heilsan farin að bila. Einhverju sinni kvað Sig.
Arngrímsson, kunningi Olafs:
„Olafur á enga nótt,
alltaf sama daginn,
engan blund hann blundar rótt
bætir allra haginn."
Olafur bætti margra hag, hann var vinur allra
smælingja, manna og málleysingja, og mátti aldrei
aumt sjá, án þess að bæta úr.
Þegar Olafur flutti til Akureyrar gaf hann Lands-
bókasafninu „afþrykk" af flestum myndamótum,
sem hann hafði búið til. Munu þessi myndamót
vera um 100—150 þúsund. I tilefni af sjötíu ára
afmæli Olafs kom önnur útgáfa af fyrstu sálma-
bókinni, sem prentuð var á Islandi, að Hólum i
Hjaltadal 1589. Gerði Olafur prentmyndamót af
öllu lesmálinu, 500 síðum.
Margir eru þeir orðnir nemendur Olafs, bæði
skiltagerðarmenn og prentmyndasmiðir, og marga
átti hann vini, sem sýndu honum sóma við ýmis
tækifæri og tímamót i lífi hans, en það fór lítið
fyrir viðurkenningu á starfi hans frá því opinbera.
En hann var merkur brautryðjandi og góður
drengur. Bcnediklsson.
Bókasafn H. í. P.
er, eins og undanfarna vetur, opið alla mánudaga
frá klukkan fimm til sex síðdegis.
PRENTARINN 39