Prentarinn - 01.12.1968, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.12.1968, Blaðsíða 16
alveg niður um páskana án þess að laun skertust, en erfiðlega gengur að fá blöðin til þess að hætta að gefa út blöð á páskadag. Svíþjóð: Alderin Erik Alderin, formaður sænsku prentarasambands- ins, flutti skýrslu sænsku prentaranna: Prentarasam- bandið undirbýr nú kröfur sínar fyrir næstu samn- inga, scm eiga að fara fram 1969. Að öllum líkindum verða þetta víðtækir samningar og aðeins gerðir til eins árs. Við reiknum ekki með verulegri hækkun launa. Aðaláherzlan verður lögð á ýmis félagsleg réttindi. Aðalvandamálið verður, að næstu samn- ingar vcrða allherjarsamningur um kjörin. Nokktirt atvinnuleysi hefur herjað en nú er skortur á fag- lærðu fólki, sérstaklega vélsetjurum. Stærsta áhugamál okkar hefur verið sameining bókagerðarfélaganna í eitt samband. Samkomulag hefur náðst við lxikbindara um sameiningu 1970. Nú hafa offsetprentarar lýst yfir áhtiga sínuin að vera einnig með. Við höfum haldið tvo fundi með offsetprenturum og eftir þá er fyrirsjáanlegt, að langt er í land varðandi þessi mál. í umræðum á eftir framsíigu Alderins kom m. a. fram, að atvinnuleysisbætur eru 50 kr. s.ænskar á dag fimm daga vikunnar, eða 300 kr. sænskar á viku f 200 atvinnuleysisdaga á ári. Þeir, sem eru yfir sex- tugt fá 800 kr. atvinnuleysisstyrk á mánuði í allt að 3 ár. Reikningar sambandsins Henry Nielsen lagði fram endurskoðaða reikninga Nordisk Typograf-Union fyrir tímabilið 1. jan. 1967 —31. des. 1967. Sjóður samtakanna var 31. des. 1967 danskar krónur 2.849.500,56, en verðmæti lians í sænskum krónum 1.967.207. Sjóðurinn er varðveittur í Danmörku, en það var álit manna, að hann hefði rýrnað um 10% vegna gengislækkunar þar í landi, en þrátt fyrir það væri engin ástæða til þess að flytja hann þaðan vegna þess að á móti komi, að hæstu vextir eru greiddir af fénu þar og svo væri sjóðurinn undanþeginn skatti en það yrði hann ekki ef hann yrði varðveittur i Noregi eða Svíþjóð. Reikningarnir voru síðan samþykktir. Umræður um fulla aðild HÍP að Nordisk Typograf-Union. Undirritaður hafði framsögu um fulla aðild H.Í.P. að Nordisk Typograf-Union. Lýsti ég áhuga okkar á þvf að gerast virkir þátttakendur í norrænu sam- starfi prentara, en vegna þess hve við værum fá- mennir, værum við hræddir við þann mikla kostnaö sem samfara væri ráðstefnuhaldi á íslandi og við teldum það ofviða fyrir svo fámenn samtök sem okkar ef við værum skyldaðir til þess að sjá um ráðstefnuhaldið 5. hvert ár. Við værum að sjálf- sögðu reiðubúnir til þess að greiða árlegt framlag okkar eins og aðrir en óskuðum eftir því, að fundin yrði leið til þess að tryggja okkur fulla aðild að þessu norræna samstarfi. Vitnaði ég til bréfa, sem send voru formanni danska prentarasambandsins og formanni sænska prentarasambandsins, þar sem túlkuð voru viðhorf okkar. Næstur tók til tnáls Henry Nielsen, form. danska prentarasambandsins. Sagði hann, að sér hefði verið falið að ná sambandi við Hið ísl. prentarafélag. Island hefur tekið upp viðræður við okkur um að gerast félagar í samtökum okkar og eru einhuga um að taka þátt f þessu norræna samstarfi. Tvö atriði hafa áhrif á þátttöku íslands í Nordisk Typografisk- Union. Fyrra atriðið er, hvort við crum skuldbundn- ir til þess að halda ráðstefnu á Islandi. Hitt atriðið er, hvort hægt er að taka í félagið nýjan meðlim þegar sjóðurinn er fullmyndaður. Nýr meðlimur kemur til með að njóta góðs af þeim fjármunum, sem hann hefur ekki átt þátt í að mynda. Það væri þó æskilegt að við gætum látið þá sitja við sama borð. Það væri ánægjulegt ef við gætum fundið heppilega skipan þessara mála, svo að Island gæti verið með. Við ættum að geta reiknað út, hvað ísland þarf að borga til þess að komast í félagsskap okkar. Menn gætu kannske hugsað sér þann háttinn á, að ísland borgaði iðgjald í tvö eða þrjú ár og sá tími yrði einskonar biðtími, en eftir það yrði ís- land fullgildur aðili. Reidar Langás sagði, að þeir hefðu ekki rætt þetta í Noregi. Við tnunum lcggja til við stjórn okkar sambands að liún styðji aðild íslands. Lagði hann til að Nilsen yrði falið að semja beina tillögu í mál- inu, sem síðan yrði lögð fyrir næstu ráðstefnu. Pedersen: Norræn samstaða á að vera framkvæmd- ir en ekki bara orðin tóm. Lízt vel á tillögur Niel- sens. Alderin: Skoðun okkar er að ísland eigi að vera með í þessu norræna félagi. Kostnaðinn við ráð- stefnuhald á íslandi er hægt að leggja á hvert sam- band fyrir sig. Það er ekkert vandamál. Styð tillögu Langás um að Dönum verði falið að gera tillögu í málinu. Nissila: Finnska sambandið setur sig ekki á móti 96 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.