Prentarinn - 01.12.1968, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.12.1968, Blaðsíða 20
Góð byrjun Eli Reimer og Bent Rohde Oft er sagt að ísland sé ekki lengur einangrað frá umheiminum, flugsamgöngur hafi flutt okkur í þjóðhraut. Varla er þetta þó allskostar rétt, enn erum við íslendingar býsna einangraðir. Við höfum ekki sömu aðstöðu og meginlandsþjóðirnar, getuni ekki skroppið í bíl til næsta lands á fáeinum klukku- stundum, einungis ferðin fram og til baka til meg- inlandsins er dýrari en svo að venjulegt launafólk geti lagt í slíka reisu. Þess vegna hættir okkur til að einangrast hvað sem líður nútíma samgöngum. Norræna húsið hefur því orðið þörf stofnun — eins konar sjónarhóll til annarra þjóða. Við sem störfum að prentun og bókagerð höfum ekki hvað sízt notið þar góðs af. í Norræna húsinu hafa verið haldnar stórar bókasýningar. Hingað hafa komið að frumkvæði þess rithöfundar og aðrir listamenn og fræðimenn á ýmsum sviðum. í vor komu og tveir kennarar frá danska blaðamannaskólanum fyrir milligöngu Norræna hússins og segja má að í fram- haldi af þvf hafi Norræna húsið og HÍI’ haft sam- vinnu um 5 daga námskeið fyrir bókagerðarmenn dagana 6. til 11. maí s.l. og fengið hingað í því til- efni tvo ágæta fyrirlesara og kennara, þá Eli Reimer og Bent Rohde frá Den grafiske Hojskole í Kaup- mannahöfn. Námskeiðið tókst með ágætum. Hvort tveggja var að báðir eru þessir menn sérstaklega færir fyrirlesar- ar og áhugi bókagerðarmanna var mun meiri cn mestu bjartsýnismenn höfðu þorað að vona. Flest kvöldin mættu liðlega hundrað manns og um 140 þegar flest var. Líklega vöktu fvrirlestrarnir um jrá tækni sem nú er að umbylta prentverkinu hvað mesta athygli. Eli Reimer gerði grein fyrir nýju prenttækninni og stöðu prentarans í þeirri þróun. Hann lagði mikla áherzlu á að bókiðnin yrði ekki lengur greind í 3, 4 eða 5 iðngreinar, skiplingin væri úr sögunni. Þctta væri ein iðngrein, nýja tæknin hafi gert þá sam- einingu óhjákvæmilega. íslenzkir prentarar gætu ekki látið sem þessar nýjungar kæmu þeim eigi við. Ef jreir tileinkuðu sér ekki þá tækni yrðu aðrir til þess, sagði Rcimer, og benti einnig á að filmu- setning, gataræmur, fjarsending á sátri og fleira yrði til þess að auka samkeppnina erlendis frá. í næsta tölublaði l’rentarans verður reynt að taka saman það helzta sem fjallað var um á námskeið- inu. llókiðnaðarmenn sýndu á þessu námskeiði að þeir hafa fullan lnig á að notfæra sér þá fræðslu sem býðst, áhugann vantar ekki, og því verður varla trúað að hér verði staðar numið. Þetta var góð byrjun og nú ættu allir þeir sem að bókagerð standa, jafnt meistarafélögin sem sveinafélögin að sameinast um framhaldið og þá e. t. v. efna til námskeiða fyrir sveina í samvinnu við Prentskólann og Iðnskólann. 100 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.