Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Blaðsíða 9

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Blaðsíða 9
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ HVERS VEGNA ÉG ER KRISTINN. Ummæli fimm ungra, íslenzkra stúdenta. Vegna þess, að Guð tók mig að sér í heilagri skírn og- gaf mér hlutdeild í gæðum ríkis síns fyr- ir pínu cg daijöa Drottins og ól mig upp við orð sitt. Vegna þess, að orð hans varð mér ofurefli. Ég gat ekki fu.l.lnægt Jrví, var því sviptur öllum rétti ti], samfélags við Guð vegna synda, minna. En hann yfirgaf mig þó eigi. Vegna þess, að hann heyrði kall mitt og leit á. eymd mína og opinberaði mér náð sína. Ekki með »sýn«. Ekki með »heyrn«. Heldur fyrir vitnisburö Anda síns í hjarta mínui með fagnaðarerinclinui (sjá Sálmabók til kirkju- og heimasöngs nr 603, 1. Pað vers notaði Guð. I því er svar mitt). Hann gaf mér vissu um, að hann hefði gefið mér aftur þann rétt, sem ég hafði glatað. Vegna þess, að ég þarf á sífelldri fyrirgefningu syndanna og krafti af huðum að halda til þess að geta lifaö og þarizt hinni gcðu baráttu. Vegna þess, að ég get ekki verið án Jesú Krists. Hvert ætti ég annað að fara? Hann hefir orð ei- lífs lífs. Þessvegna segi ég: »Kallið á hann, meðan hann er nálægu,r«. Magnús Runólfsson, cand. theol. Hvers vegna ? Án mín getið þér alls ekkert gjört, segir Jesús. (Jóh. 15.). Jafnvel við lajrisveinana, sem höfðu lært svo mikið af honum, segir hann þetta. Ég hef líka fundið til þess, að án hans get ég ekkert, og þessvegna hef ég tekið á móti honum, sem mín- um persónulega frelsara., Þessvegna hef ég tekið á móti hans frelsandi náð og þeim rétti, sem hann gefur öllum þeim, sem taka á móti honuan til aö verða Guðs börn. Það er ómögulegt að þjóna Guði eins og hann ætl,ast til, nema maður taki á móti lians frelsandi náð. Guð óskar ekki að hafa meira eða minna ó- hlýðna þræl,a í þjónustu sinni hér á jörð, heldur hlýðin og elskandi börn, sem gjöra vilja hans af hjarta. Hann óskar að frelsa syndara og gera þá að börnum sínum. Ennfremur veit ég, að ekki er til nein von um eilíft líf nema fyrir hann, sem dó á Golgata fyrir mínar syndir, Án hans getur engimn maður erft eilífa lífið; enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig, segir Jesús. Fyrir hans frelsandi náð fæ ég að vera meðal þeirra, sem koma til Fcðurins. Ekk- ert getur skilið mig frá honum, og án hans get ég ekki lifað, því að líf án Guðs er og verður dauði. Um líf er fyrst að ræða, þegar maður fer frá dauðan- um til lífsins, eilífa lífsins, sem er Jesús Kristur og lífssamfélagið við hann. Þessu lífi hef ég fyrir hans frelsandi náð veitt móttöku, — Átt þú einnig þetta líf, kæri vinur? Jóhann Hannesson, stud. med. Áf nóð. Er ég stend gagnvart spurningunni, hvers vegna ég er kristinn, kom mér í hug orð Páls postula: Af náð Guðs er ég það, sem ég er. Það er náð Guðs að þakka, að ég er kristinn og að ég fékk að mæta Jesú Kristi sem frelsara mínum og Drottni. Því að um aU-langt skeið gerði ég allt til þess að kom- ast hjá því að mæta honum. Ég vissi, að líf mitt yrði að breytast, ef ég mætti honum og gengi hon- um á hönd. En þórtt ég forðaðist hann og vil,di ekki af honurn vita, var hann ekki þannig gagnvart mér. Hann gleymdi mér ekki. Hann kallaði oft, en ég lokaði hjarta mínu með þrjózkui, En sá dagur kom, að ég gat ekki lengur staðið á móti. Ég varð að gefa honum líf mitt, já allt, sem ég hafði til að bera, fyrst og fremst synd mína. - - Ég beygði mig við kross ,hans, þar sem hainn leið hinar sárustu kvalir og örvæntingu fyrir mína synd, og gaf hou- um hjarta, mitt. Það var á miðjum vetri, þegar ég var í 6 bekk í Menntaskólanum. Þá sá ég‘ hve líf mitt hafði áður verið tilgangslaust og innihaldslaust. En nú var allt breytt, nú var ég búinn að eignast nýtt líf í Jesú Kristi. Lífsstefna mín breyttist. Ég kaus að vera þjónn hans og' ganga inn í hóp þeirra, sem kenna sig við nafn Jesú Krists og vita ekkert ann- að sér til sáluhjálpar en hann og hann krossfestan. Og við hann vil ég halda mér, þótt heimurinn líti smáum augum á lærisveina Jesú. Gunnar Sigurjónsson, siud. theol. 9

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.