Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Blaðsíða 11

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Blaðsíða 11
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ e)líagnus ílndersen sfud. med: Q sfúdenfa- íireyfingin á Díorðurföndum. Kristilega stúdentahreyfingin á Norðurlönduni er ekki ný af nálinni. Það hefir í mörg ár verið til alþjóðasamband kristinna stúdenta, og þetta samband hefir einnig haft sín félög á Norður- löndum, og hafa þau í mörg ár unnið þýðingar- mikið starf til að vinna menntaæskuna fyrir Krist. En eftir að frjálslynda, guðfræðin tók að þrengja sér til Norðurlanda frá Þýzkalandi, breiddist hún smátt og smátt einnig til kristilegu stúdentafélaganna, sérstaklega tók á þessu ad bera eftir stríðið. Þetta gjörði marga af hinum jákvæðu, kristnu stúdentum órólega og kvíðafulla. En það virtist ekki vera unnt að stöðva þessa þróun í frjálslynda átt, og sá félagsskaiDur, sem áður hafði flutt fagnaðarboðskapinn um synd og Magnus Andersen. náð meðal, háskólaborgara, hafði nú að margra áliti alveg brugðist hlutverki sínu, Horrænu stúdentamótin ó biblíu- legum grundvelli. Vorið 1919 var í Oslo skipuð nefnd, sem átti að sjá um dagskrá fyrir sumarmót stúdenta, sem Er kristindómurinn ofurefli? Frli. af 8. síðu. lyft sér til himins. Það er jafn ómögulegt og að lyfta sjálfum sér á hárinu- — Það er þetta, sem hin trúarbrögðin eru að streitast við. En svo skeði það, að Guð sté niður í Jesú Kristi. Og aðeins af því að ha,nn rétti út hendina til vor, getuan við komizt út fyrir sjálfa oss. ★ Kristindómurinn gerir þær kröfur, sem engin önnur trúarbrögð gjöra. En svo gefur hann einn- ig þann kraft, sem engin önnu trúarbrögð geta gefið. Sá, sem ætlar að beygja sig undir kröfur kristidómsins án þess að taka á móti krafti hans, ofreynir sig. Þá er hann ofurefli. Og ég vil enn- fremur bæta við: Þau trúarbrögð, sem ekki ná lengra en afl mannsins, eru þ'tilsvirði; því þau geta ekki leitt oss lengra en til einhvers guðs, sem ekki stendur manninum framiar. Og í því er oss engin hjálp. Fullkomnunarkrafan mer sundur sérhvern ein- lægan mann. Og það er líka tilgangurinn. Á með- an maðurinn berst í eigin krafti án þess að hafa þörf fyrir Krist, á kristindómurinn að vera ofur- efli. Það er tilætlun Guðs. Lögmálið á að vera tyftari vor til Krists (Gal. 3, 24.). En þegar maðurinn í örvæntingu út af sjálfum sér kemur til Krists, þá uppgötvar hann nýja hlið á kristindéminum: Fyrirgefningu. syr.danna. Það er dýpsti leyndardómur kristindómsins. Þessvegna er hægt að vera kristinn, jafnvel þótt maöur verði aldrei fullkominn hér. Án náðar cg fyrirgefningar væri kristindómurinn aðeins hin, æðsta lögmáis- tríi. En fyrirgefningin gjörir hann að kristindómi. Þessvegna er hann ekki ofurefli fyrir endurfædd- an mann heldur aðeins fyrir náttúrlegan mann. Og þegar maðurinn í örvæntingu sinni kemur til Krists, þá er ekki lengur spuyt um mátt vorn. Þá er það máttur Jesú, sem spurt er unr. Og þá getur kristindómurinn aldrei orðið ourelli; því það er hann, sem hefir skapað kristindóminn, það er hann, sem hefir lifað hann inn, í heiminn, já, það er hann, sem er kristindómurinn. Bjarne Hareide. 11

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.