Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Side 10

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Side 10
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ Ég var kominn í golt vinfengi við drengi úr nokkrum fjölskyldum, og fékk ég heimboð frá þeim, og fékk ég ijezlu kynni af íbúunum i Kárnten. Mér vai- Ijoðið að heimsækja fjölskyldu eins af litlu vinunum mínum og verða samferða börnunuin einn eftirmiðdag, þegar skólatíma væri lokið. Það var uppi í sveit lijá stórbónda eða óðalseiganda, og var rúmur klukkutima gangur þangað. Mér var lekið opnum örmum og boðið að koma aftur næsla laugardag og bafa einlivern vin minn með mér. Ég taldi svo góð- an vin minn, Ove Winding tannlækni, á að fara með mér, og böfðum við mikla ánægju af för- inni þangað. Á meðan ég dvaldi i Austurríki, kom gjald- eyris-vandamálið oft nærri' óþægilega við mig. Það var reiknað með geysiliáum upphæðum, vegna þess bve gengi austurriskra peninga var lágt, og ég fann meir til þess þarna en i Þýzka- landi, þar sem gengið var jafnlágt, af því að Jiér var það kallað „krónur“, eins og lijá okk- ur. Fengust 12.000 austurrískar krónur fyrir eina krónu danska. Einn kaffibolli kostaði 5000 krónur, og fremur lítilfjörlegur „miðdegisverð- ur“ 50,000 krónur. I>ella var nærri grátbroslegt. -— Laugardagskvöldið, þegar Ove Winding og ég komum lieim úr för okkar, uppgötvaði ég, að ég liafði enga austurríska peninga, og bank- inn var Jokaður. Um kvöldið sat ég af tilvilj- un inni í veitingasalnum andspænis einum af dönsku vinunum mínum. Ég sagði alveg ófeim- inn við bann: „Heyrið ]iér, getið ]>ér ekki lán- að mér 200,000 krónur þangað til á mánudag?“ — „Jú,“ svaraði bann jafnskjótt og lagði pen- ingana á borðið. Eg Jiakkaði fyrir og stakk þeim i vasann. En, um leið fórum við báðir að hlæja, því að okkur kom þessi hugsun i Jmg (við vor- um skólafélagar frá stúdentsárunum): Ef við befðum lieðið um 5 króna lán á stúdentsárum okkar, Jiefði ]iað ekki gengið svona vel. Dönsltu vinirnir og ég gleymum víst aldrei JijóðJiátíðardeginum (Grundlovsdagen), sem við liéldum hátiðlegan í Pörtsehacli. Danska full- trúanefndin ætlaði að Jialda daginn Jiátíðlegan sameiginlega með kaffi, búnu til á danska visu og Jiafa bollur með. Nefnd var send af stað lil þess að panta bollurnar Jijá bakara og segja Jionum til, hvernig ætti að baka þær. Dönsku konurnar ætluðu að sjá um að Jiúa til kaffið, og islenzku fulitrúanefndinni (þ. e. a. s. undir- rituðum) var Jioðið að taka þáll i liátíðinni. Þegar við voruín komin saman á gistihúsinu, þar sem Jialda álti Jiátíðina, komu tveir vagn- ar frá bakaranum með fjóra stóra kassa fulla af „bollum“. Hver getur lýsl skelfingu okkar, þegar við uppgötvuðum, að það voru tvö þús- und bollur á slærð við tvær samanlagðar und- irskálar! Vegna erfiðleika með lungumálið Iiafði liakarinn misskilið pöntunina og liakað 2000 i slað 200. Þær kostuðu 5 milljón krónur — til allrar hámingju austurrískar. Hvað áttum við að gjöra? Þá var það einliver, sem stakk upp á því, að gæða börnunum í liænum á þeim rúmlega 1800 liollum, sein afgangs urðu, og það var samþykkl með miklum fögnuði. Við áttum yndislega sam- veru á þessum þjóðJiátíðardegi og sendum skeyti lil lians liátignar konungsins. En allra yndislegustu liátíðina átlum við þó daginn eftir. Skólastjórinn Jiafði safnað sainan öllum börnunum í bænum (um 150) úti undir Jieru lofti í dálitlum Jundi. Þar sálu þau í smá- bópum, og við bárum bollurnar á milli. „Svona góðgjörðir liafa ]>essi Jiörn aldrei fengið,“ sagði skólastjórinn. Börnin sungu fjöruga söngva undir stjórn kennarans, og við sungum nokkra danska söngva. Séra Hee Andersen átti að halda ræðu yfir börnunum á þýzku, en liann gat ekki komið slrax, og þannig var einnig ástatt um aðra, sem gátu talað þýzku. En eittlivað varð að segja. Einn af þátttakendunum gerði tilraun: „Kæru börn, Danmörk er lilið land, með mörg- um skógum og vötnum, en engum fjöllum ....“, og þá strandaði liann. Ég átli svo að lala um Island: „Kæru börn, fsland er stór eyja með mörgum fjöllum og vötnum, en engum skóg- um ....“, þá strandaði ég. Én lil allrar bam- ingju kom Hee Andersen í sama liili og béll ræðu sína. Kennarinn talaði einnig og þakkaði fyrir hönd barnana, og var gleðin mikil yfir þessu öllu. Börnin voru í sjöunda himni, stúlk- urnar fylltu svunturnar sínar með bollunum, sem þær gálu ekki etið á staðnum, og drengirn- ir stungu þeim inn undir treyjuna. Sólin skein og fuglarnir kvökuðu i lundinum. Það var nærri Framliald á Jils. 23. ÍO

x

Kristilegt stúdentablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.