Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Síða 12

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Síða 12
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ andi að upplýsa og beina þjóðinni á réttar l)rautir. I þessu vantrúarmyrkri, sem þjóðin er kom- in i, skína þó Ijós, og þau skína skært. Guð liefir ekki enn yfirgefið þjgð vora. Nokkr- ir trúaðir, afturhorfnir prestar eru hér til og starfa ötullega í víngarði Drottins og Ijoða fagn- aðarerindið um Jesúm Krist, hreint og ómeng- að. Guð vekur upp fleiri menn og veitir þeim kraft sinn. Þeir fara um landið og hrópa til fólksins að snúa sér og lifa Guði. Kærleiki Krists knýr þá. Þeir liafa fundið til hátignar Guðs og lieilagleika og um leið til smæðar sinnar og syndar. Þeir liafa hlýtt Guði, er hann kallaði og svarað: „Hér er ég, send mig.“ Fyrir starf þeirra stækkar hópur þeirra, er frelsast lála, þeirra, er vilja afhenda Guði ráð- in yfir lífi sínu nú strax. Því að Kristur kom ekki aðeins lil að frelsa oss frá eilífum afleið- ingum synda vorra, heldur einnig til að endur- nýja oss til þjónustu Drotlins í þessu lífi. Það, að liafa gefizt Kristi, liafa heitið að fylgja honum allt sitt líf, er að liafa gerzt lærisveinn lians. Satan drottnaði áður yfir þessum lærisveini lionum til tortímingar. Nú hefir hann falið sig náð Droltins um tima og eilifð. — Það er un- aðslegt að stíga slíkt skref. Fyrirheitin eru dá- samleg, sem því fylgja, og kærleiki Krists óend- anlegur. En áhyrgðin er mikil. Kröfur Krists strangar. Jesús segir: „Þannig getur þá enginn af yður, er eigi sleppir öllu, sem liann á, verið lærisveinn minn.“ (Lúk. 14, 33). Hann krefst alls. Enginn undandráttur, eng- in málamiðlun. Hann vill fá lykilinn að hjart- anu og vera þar Drottinn og Herra. — Sá, sem ekki vill aflienda Jesú þetta, getur ekki verið lærisveinn hans. Það, sem vér, er viljum vera lærisveinar Krists þurfum að gera, er í fyrsta lagi að afneita oss sjálfum. (Malt. 10, 24). Læra að segja nei við vorn „gainla mann“, en leyfa Kristi að ráða eigin. En náttúrlegar tilhneigingar vorar eru: að láta oss liða sem hezt, dekra sem mest við oss sjálf. Margs konar tilhneigingar eru þar að verki. Slundum er það valdafikn og vér gjör- umst ráðrikir, ágirnd, og vér leilum auðæfa, leit að heiðri í augum heimsins eða trúhneigð vor vill leita svölunar í þeim hlutum, er þókn- ast náttúrlegum tilhneigingum vorum. Þessu og mörgu fleira her oss að afneita. Vér megnum það ekki i eigin krafti. — Jesús sagði: „Yður her að endurfæðasl.“ Og einnig: „Það sem af holdinu er fætt er hold og það sem af and- anum er fætt, er andi.“ í öðru lagi verðum vér að taka Upp vorn daglega kross (Lúk. 9, 23), sem er sérlivað, er stuðlar að ]>ví að afneita oss sjálfum. Vér elsk- um oss sjálf, en viljum helzt hrinda l'rá oss „krossinum". En hann verðum vér að taka og hera, ef vér viljum vera lærisveinar Krists. Krossinn er oss ekki byrði. Jesús sagði: „Takið á yður mitt ok ...“, og enn fremur: „... mitt ok er indælt og hyrði mín er Iétt.“ (Matt. 11, 30). Oss hættir svo oft við að vilja sjálf hera hyrð- ir vorar og áhyggjur, en Drottinn vi 11 bera þær fyrir oss, en vér eigum að taka vorn daglega kross og fylgja lionum. Vér eigum að leila sér- hvers tækifæris til að deyja sjálfum oss, en lifa Guði. í Jóli. 12, 26 segir Jesús: „Hver sem þjón- ar mér fylgi mér eftir og hvar sem eg er, þar skal og þjónn minn vera.“ Að fylgja Kristi er að treysta leiðsögn lians. í samfélaginu við hann opnast oss nýtt sjónar- mið á lífinu. Friður, fegurð og sigur lífs hans töfrar oss. Dauði lians hefir fjaxdægt hverja hindrun fyrir oss. Jesús er vegurinn. Göngum þann veg, þá munumu vér ná þangað, er liann náði, til Föðurins himneska. — Leyfum Krisli að fylla oss krafti sínum og störfum fyrir hann. Beygjum oss fyrir honum, þá mun hann reisa oss upp. Göngum út og boðum ríki kærleikans. Ef sérhver af oss gei’ir skyldu sína og leyfir Drottni að nota sig, þá er eg þess fullviss, að ísland mun liljóma af lof- og þakkarsöng Guði til dýrðar, kirkja íslands rísa að nýju úr svefni deyfðar og vantrúar. Hin íslenzka þjóð mun verða sannkristin og l'relsast frá glölun. — Vök- um og hiðjum i Jesú nafni, þá sigrum vér. Sigurður Guðmundsson stud. theol. Lesln Bibliuna, svo að ]>ú verðir vitur; trúðu lienni, svo að þú verðir hólpinn; hreyttu eftir henni, svo að ])ú helgist. 12

x

Kristilegt stúdentablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.