Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Side 13
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
SVERRIR KR. SVERRISSON, stud. theol.:
Guð hefir talað
„lliminn og jörð munu iiða undir lok, cn mín
orð munu alls ekki undir lok líða.“ Þannig ial-
ar sá, sem valdið hefir, þannig ialar almátl-
ugur Guð, sem hefir gefið oss lífið og viðhald-
ið því. Já, ritningarorðin sýna einmitt máti
Guðs, en vanmátt vorn. Þau sýna, að það er
Guðs orð, sem hefir eilíft gildi, enda er það
eilífur Guð, sem liefir talað, Guð, sem elskar
mennina með sínum eilifa kærleika og þráir,
að þeir öðlist samfélag við sig. Ritningin segir.
að einmitt þess vegna liafi .Tesús Kristur lcom-
ið til vor með hjálpræðisboðskap frá Guði, lioð-
skap um eilift lif og fyrirgefningu syndanna fyr-
ir trúna á Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm
Krist. Þessi hoðskapur hefir því eilift gildi fyr-
ir hvern mann, enda liafa aldrei verið töluð til
mannanna jafn alvöru þrungin orð, sem liafa
svo örlagaríkt gildi, orð, sem Jesús Kristur stað-
festi í lifi sínu og dauða. I krossdauða sínum
opinheraði hann náð Guðs og kærleika, enda
lagði Guð veg inn að hjörtum mannanna ein-
initt mcð kærleika sinum. Þessi vegur kærleik-
ans er Jesúr Kristur, og hann segir sjálfur: „Eng-
inn kennir til föðursins nema fyrir mig.“ „Eg
er vegurinn“. En mennirnir vilja svo oft fara
sínar eigin leiðir, án tillits til vilja Guðs, án
þess að gera sér grein fyrir, hvar þær leið-
ir enda og láta sér litlu eða engu skipta að-
varanir Jesú Ivrists, að það er Guð, sem hefir
síðasta orðið. Þeir reikna oft svo lítið með Guði
og mætti lians. Hann er hreint aukaatriði í lífi
margra. Mennirnir eru oft svo skammsýnir, að
])eir lita aðeins til hins stundlega. Þeim vex
svo oft í augum liinn mannlegi máttur sinn, að
þeir telja sig ekki þurfa á Guðs hjálp að lialda.
Já, þeir telja sig of mikla lil að hlusla á Guðs
orð og breyta eftir því, enda þótt það visi mönn-
unum veginn til liins eilífa lífs. Margir gefa orð-
um Jesú Krists engan gaunx með þeirri afsök-
un og röksemd: Það er aðeins maður, en ekki
Guð, sem liefir talað; lioðskapur Jesú Krists er
ekki orð Guðs. En .Tesús segir einmitt sjálfur:
„Min kenning er ekki min, heldur ])ess, sem
sendi mig. Ef.sá er nokkur, sem vill gjöra vilja
lians, hann mun komast að raun um, hvort
kenningin er frá Guði eða ég tala af sjálfum
mér.“ Og þeir, senx heygja sig undir Guðs vilja,
opna hjarta silt fyrir Guðs anda, þeir fá sann-
arlega að reyna þann sannleika, að boðskapur
Jesii Krists er ekki mannleg hugsmíð, kominn
frá ófullkomnum manni, ófullkomnum manns-
Iieila, licldur frá Guði sjálfum. Þeir fá að sann-
reyna það, að .Tesús Kristur, guðssonurinn, tal-
aði Guðs orð. Þeim verður ljóst, að i .Tesii Krisli
opinberaðist Guð liér í lieimi til þess að veita
mönnunum hjálpræði sitt, sem þeir geta ekki
eftir neinum leiðum áunnið sér sjálfir og alls
ekki er unnt að öðlast fyrir nxannlegan mátt.
Engin leið er mannlegum mætti fær frá synd
til eilífs lífs. Maðurinn getur því ekki hjálpað
sér sjálfur. Ilann verður að viðurkenna van-
mátt sinn og biðja um Guðs lijálp, ef hann vili
öðlast eilift líf i samfélaginu við Guð. Hér er
ekki boðskapur um, að mennirnir í eigin íxiælli
eigi að hæta sig og betra til þess að öðlast ei-
lift líf. Nei, hér er boðskapur xxnx að snúa sér
til Guðs fyrir Jesúxxi Ivrist og biðja hann um
fyrirgefningu og náð, hiðja hann um líf af sínu
lífi, eilíft líf. Kirkjan svíkur því hlutverk silt,
ef hún kennir, að menn verði hólpnir fyrir eigin
vei’ðleika og eigin góðverk, því að í Guðs orði
stendur: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs
dýrð, og þeir réttlælast án verðskuldunar aj'
náð Hans fijrir endurlausnina, sem er i Kristi
Jesú.“ (Róm, 3, 23-24).
Sverrir Kr. Sverrisson stud. theol.
13