Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Side 15

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Side 15
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ af að lofa haun, þakka honum og biðja, — lofa og þakka fyrir Krossinn, sem sýnir þeim, Iivað Kristur er, ekki aðeins, hvað liann hel'ir gjört til þess að hjarga þeim frá glötun, held- ur, livað liann er í fegurð og dýpt kærleika síns, livað hann er sem liinn eingetni frá Föðurnum, hvað hann er í allri sinni fullkomnu lilýðni við Guð. Og bæn þeirra hefir verið að læra að clska Guð af öllu hjarta sínu og náungann eins og sjálfan sig. Og þessir eru þeir, sem nú á dögum eru kallaðir liinir „trúuðu“, og það af öllum fjöldanum, í óvirðingar skyni. En Jesús sagði: „Sælir eruð þér, þá er menn atyrða vð- ur og ofsækja og tala ljúgandi allt illt um vð- ur mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun }rðar eru mikil í himnunum; því að þann- ig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.“ (Matt. 5, 11-12). Hinir „trúuðu“ vita, að þeir eru hin stríðandi Kirkja Ivrists í dag og hopa ekki á liæl fyrir atlögum Satans, því að þeir eru þess fullvissir, að hann missir marks, þar sem þeir vita á Iivern þeir liafa fesl von sína. Og jieir fyrirverða sig ekki fyrir fagnaðar- erindið; því að það er kraftur Guðs til hjálp- ræðis, hverjum þeim, er trúir. Þú stendur álengdar og virðir kristnina fyrir þér aðeins í stórum dráttum. Og niðurstaða þín er, að kristnin er þér lifandi staðreynd, sem þú dáist að og lofar, svo að úndir hennar vængi leitar þú jafnvel athvarfs með því að hera nafnið „kristinn“. 1 því er meiri viður- kenning en þú gerir þér ljóst, viðurkenning, sem fyrst sést í rcttu ljósi, þegar þessi tvö orð standa hlið við hlið: „Kristni“ og „Heiðni“. — Hugleiddu þetta með sjálfum þér. Skyldi nokkuð á vanta, að þú berir nafn með réttu? Og minnstu þess, að þú viðurkennir siðgæðisfágun kristninnar hið ytra. Og hugs- aðu um það, að engin afleiðing er án orsakar. — Hugsaðu um orsakir kristindómsins. Kom þú síðan og skipaðu þér undir merki krossins, — vertu hermaður Krisls, það vantar ennþá þig. í dag minnumst við þjóðar okkar, og við fögnum þessum degi, en við getum ekki lokað augunum fyrirjieirri rotnun innan þjóðfélags- ins, sem etur máttarstoðirnar undan öllu þvi, sem er, — sem okkur Islendingum ætli að vera kærast, og við sjáum, að þjóðin er aðeins krist- §>ijngjum jDzoltní lof / Látum Drottni lofsöng gjalla, er leyst oss hefir daaða frá. Felum honum framtíð alla, fyrir oss hann vel mun sjá. Lofsönys-óma, látum hljóma, Lausnaranum himnum á. Fögnum, bræður, frelsis-degi, færum Guði helgan óð. Göngum djarft á Drottins vegi, dýrð og náð lians boðum þjóð. Þerrar tárin, þungu sárin, þvær og græðir Jesá blóð. Jesús einn iil lífsins leiðir, lífið, það er sjálfur hann. Enginn veginn annar greiðir, inn i himins sælu-rann. Syndir þínar, sem og mínar, son Guðs fyrirgefa kann. .1. Á. S. in að nafninu til. Hún er að sökkva i spillingu heiðindómsins. Hún þarfnast þess afls, sem á hennar meslu lægingartímum varðveitti arf þjóðarinnar. Hún þarfnast sona og dætra, scm hafa snúið sér aftur lil lifandi Guðs, sem hafa eignazt persónulega reynslu af Kristi Jesú, því að þeirri þjóð mun vel vegna. Hverfum aftur að hugleiðingu Guðs orðs, liverfum aftur lil bænarinnar. Islendingar, látum Kross Krists lýsa okkur! Jóhann S. IJIíðar stud. theol. 15

x

Kristilegt stúdentablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.