Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Síða 18

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Síða 18
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ indamann, lækni nokkurn, sem sagt var um: „Þrátt fyrir mikla hæfileika sína og afrek, l>æði sem rithöfundur og vísindamaður, tók hann við Kristi sem frelsara sinum.“ Brewster greip fram í fyrir þeim, sem var að lesa, með hinni dýpstu vanþóknun. „Þrátt fijrir hæfileikasína! Þetla er l.jótt að lieyra!“ sagði hann. „Það ætti að telja hverjum manni til gildis, að beygja skynsemi sína fyrir krossinum! Auðvitað! Því livað geta hinar háleitustu gáfur á jörðunni gert annað en að beygja sig þakksamlega fyrir orði Guðs og hugsun.“ í annað skipti talaði hann um sam- ræður, sem liann hafði átt við mann, er var það, sem kallað er víðsýnn í kirkjumálum. Augu hans voru társtokkin, er hann sagði: „Ó, er það ekki raunalegt, að allir skuli ekki vera ánægðir með hinn yndislega og einfalda hjálpræðisveg Guðs, — Jesúm Krist einan, sem hefur allt fyrir okk- ur gert.“ Um friðþæginguna sagði liann við vin sinn: „Hún er mér allt. Hún fellur saman við skyn- semi mína og fullnægir samvizku minni, hún fyllir hjarta mitt.“ Hann fullnaði skeið sitl 1868, 87 ára að aldri. Sir James Y. Simpson. Hann var læknir í Edinhorg og var sá, er fann upp cliloroform sem svæfingarlyf og var einn færasti læknir, sem uppi hefur verið. Hann skrif- ar á þessa leið: Þegar cg var drengur í skóla, sá ég sjón, sem ég get ekki gleymt, — það var maður, sem bundinn var aftan í lieslvagn og dreginn um göturnar í fæðingarhæ mínum fyrir augum almennings með bakið sundurflakandi eftir svipuna. Það var svívirðileg og ómannúð- leg refsing. Fyrir mörg afhrot? Nei, fyrir eitt. Bauðst nokkur horgara hans lil að taka á sig nokkuð af svipuhöggunum? Nei, hann, sem framdi afbrotið har refsinguna einn. Það var refsing samkvæmt hverfandi mannlegum lögum, jiví að jiað var i síðasta skiptið, sem þcssari refs- ingu var beitt. Þegar ég var stúdent við liáskól- ann, sá ég aðra sjón, sem ég aldrei gleymi, — mann, sem leiddur var til aftöku. Hendur hans voru hlekkjaðar og andlit hans var þegar orðið náfölt. Þúsundir af ákefðarlegum augum störðu á hann, þegar hann var leiddur út úr fangels- inu. Bað nokkur um að fá að deyja í hans stað? Kom nokkur vinur lians til að losa reypið af liálsi haris og segja: „Setjið það um háls mér, ég ætla að deyja fyrir hann. Nei, hann gekk undir dóm laganna. Fyrir mörg afhrot? Nei, fyr- ir eitt afbrot. Hann hal'ði stolið peningaböggli úr póstvagni. Hann hraut lögin í einu atriði og lét lifið fyrir. Það var líka í þetta skipti refs- ing samkvæmt hverfandi mannlegum lögum. Það var í síðasta skiptið, sem dauðarefsing var látin koma fyrir jiess konar afhort. Ég sá aðra sjón, — það gildir einu hvenær, — ég sá sjálfan mig sem syndara standa á barmi glötunar og verð- skulda ekkerl, nema Helvíti. Fyrir eina synd? Nei, fyrir margar syndir, sem ég liafði drýgt gegn óumhreytanlegu lögmáli Guðs. En ég leit á ný og sá Jesúm, staðgengil minn, kraminn vegna mín og deyjandi á krossi fyrir mig. Ég leit og grét og hlaut fyrirgefningu. Og mér fannsl það skylda mín að segja þér af þeim frelsara til þess að vila, hvort þú vildir ekki líka „líta og lialda lífi“. Gal. 2,15. — En Kristur er ákveðið enginn löggjafi, lield- ur friðþægjari og frelsari.---------Eftir að vér höfum kennt þannig trúna á Krist, kennum vér einnig um góð verk. Þar eð þú hefur tekið við Kristi í trú og ert réttlátur fyrir hann, skallu nú fara að gjöra gott, elska Guð og náungann, ákalla, þakka, prédika, lofa, játa Guð, gera ná- unganum gott og þjóna lionum, gjöra skyldu þina. Þetla eru sannarlega góð verk, sem koma af þessari trú og gleði hjartans, sem fengin cr, að vér höfum fyrirgefning syndanna fyrir Krist ókeypis. Lúther. I.cstu Biblíuna! Þar fyrirhittirðu bezlu menn, seni lif- að hafa. Þú kynnist niildi Móse, sérð þolinmæði Jobs, trú Abrahams og djörfung Daníels lil að breyta rétt. Þar kynnlistu brennandi vandlætingu Jesaja spámanns gegn þeim, er illl gera. Þú stendur við hlið Páls og hrifsl með af ákafa lians, — og þú stendur frammi fyrir Kristi og finnur kærleika hans. Þekking Biblíunnar án liáskólanáms er dýrmætari en háskólanám án Biblíunnar. 18

x

Kristilegt stúdentablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.