Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Qupperneq 27

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Qupperneq 27
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ skammt frá Osló, og er öflugur lögregluvörður um bústaðinn. Siðastliðið vor gáfu Quislingar út tilskipun um skylduvinnu um land allt í þágu landvarn- anna. Var þetta í raun og veru dulbúin her- væðing til aðstoðar setuliði Þjóðverja i Noregi. Prófessor Hallesby, sem verið hafði aðalmaður kirkjustjórnarinnar eftir liandtöku Berggravs biskups, reit þá til ráðherra, ásamt Hope, og mótmælti einarðlega þessari tilskipan, þar eð hún væri hreint brot á alþjóðalögum um rétt borgara í herteknu landi og bryti þar að auki freklega i l)ága við samvizkufrelsi kristinna manna. Svarið við bréfi þessu var það, að þeir fé- lagar voru báðir liandteknir og settir í fanga- búðirnar við Grini, skammt frá Osló. Hafa þeir dvalið þar síðan. Fangabúðir ])essar eru ill- ræmdar vegna meðferðarinnar, sem fangar sæta þar. Ludvig Hope er aldraður maður, komiun yfir sjötugt. Prófessor Hallesby er sexlíu og sex ára gamall. llefir hann þjáðst af gallsteinum. Eru þeir þvi hvorugur líklegur til þess að þola Jiarða fangavist. En Drottinn er með sínum. „Norsk Tidend“, sem ríkisstjórn Noregs gef- ur út i London, birti þá i'regn, að koma Halles- by og Hope í fangabúðirnar hafi orðið mörgum fanganna til mikillar andlegrar blessunar. Ann- ars liafa litlar fregnir l)orizt af þeim félögum, nema þær, að þeir reki mikið sálgæzlu slarf, eftir því sem við verður lcomið. FRÁ DANMÖRKU. ' Atökin í kirkjulífi Dana bafa ekki orðið líkt þvi eins liörð og í Noregi, enda hafa kringum- stæður verið ólíkar. Danskir prestar hafa ])ó lekið einarða afstöðu og standa fast í barátt- unni íyrir rétli kirkjunnar, Guðs laga og sam- vizkufrelsi manna. Eftir að Þjóðverjar lýstu Danmörku í hernaðarástandi, liafa ýmsir dansk- ir kirkjunnar menn verið fangelsaðir. Danski presturinn Kaj Munk er frægastur þeirra. Hafði liann talað einarðlega gegn hvers konar ofbeldi og lögleysum og lalið kjark í landa sina, að rísa nú upp og sýna af sér karlmennsku og þor. Ræður hans, sem eru snilld að allra dómi, liafa liaft geysileg áhrif. Nokkrar þeirra hafa birzt í islenzkum blöðum. Auk Kaj Munk er vitað, að einn af guðfræði- kennurum við Hafnarháskóla hafði verið hand- tekinn og fleiri kunnir danskir kennimenn, þar á meðal Gunnar Engberg, sem um mörg ár var aðalframkvæmdarstjóri K.F.U.M. Loks hafa lausafregnir l)orizt um það nýlega og birzt í „Norsk Tidend“, að Fuglsang-Damgaard, Kaup- mannahafnarbiskupi hafi verið liandtekinn, en ekki er fullvíst enn, að sú frétt sé rétt. ER ÞETTA ÞJÓÐERNISLEGT ? Sú raust hefir látið til sin heyra, að barátta norsku kirkjunnar og þá einnig binnar dönsku, sé af stjórnmála- og þjóðernislegum toga spunn- in. Því ber ekki að neita, að kirkjunnar menn munu liafa engu minni þjóðernistilfinningu og ættjarðarást til að bera en aðrir. Barátta þeirra hefir þó ekki byggzt á því og rök þeirra öll miðazt við annað. Kirkjunnar menn hafa hald- ið baráttunni á kirkjulegum grundvelli. Þeir hafa ávallt vísað lil Ritningarinnar og játning- arrita kirkjunnar máli sínu til stuðnings og ■skoðað sig bundna af því. Þptta hefir gefið kirkjunum feslu og styrk i baráttunni, sem hef- ir komið valdböfunum illa. Kirkjumálaráðherra Norðmanna hélt nýlega ræðu í tilefni af 75 ára afmæli norsku sjómannakirkjunnar í Leith. Ræðan fjallaði um baráttu kirkjunnar. Ráðlierr- ann sagði jneðal annars: „Vér verðum ávallt að skilja það og gera oss ljóst, að barátta kirkjunnar heima liefir verið og er hreinlega kirkjuleg barátta og það hefir verið henni mikill styrkur í baráttunni. Af þeim orsökum liefir verið svo erfitt að ráðast á liana og þess vegna hefir verið jafn erfitt og raun er á orðin að sigrast á leiðtogunum. Valdhafarnir hafa margoft reynt, bæði með samningum og brögðum, að flækja kirkjudeilurnar í stjörn- mál. Þegar þeir buðu sættir í kirkjudeilunum, kröfðust þeir þess, að leiðtogar kirkjunnar við- urkenndu núvprandi valdhafa. Kirkjan svaraði þeirri jspurningu hvorki játandi eða neitandi. Hún visaði henni á bug með þeim forsendum, að kirkjan skipti sér ekki af stjórnmáladeil- um. Kirkjan hefir staðið óhagganlega á þessum grundvelli og það hefir verið mjög þýðingar- mikið.“ 27

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.