Morgunblaðið - 19.12.2008, Síða 1
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
TEITUR Örlygsson var í gær ráð-
inn nýr þjálfari úrvalsdeildarliðs
Stjörnunnar og tekur hann við
starfi Braga Magnússonar sem á
dögunum var sagt upp hjá Garða-
bæjarliðinu. Teitur, sem stýrði liði
Njarðvíkur á síðustu leiktíð, var
mættur til að fylgjast með læri-
sveinum sínum í Garðabænum í gær
og sá þá leggja FSu að velli. Teitur
stjórnaði ekki liðinu í gær en var þó
engu að síður beðinn um að vera á
varamannabekknum og segja má að
reynslan hafi lekið af bekk Garðbæ-
inga því Jón Kr. Gíslason var við
inn að undirbúa strákana vel fyrir
leikinn og maður sá það greinilega,“
sagði Teitur við Morgunblaðið í
gær.
Teitur segist afar spenntur að
hella sér út í þjálfun á nýjan leik en
þessi margreyndi landsliðsmaður og
leikmaður Njarðvíkur stýrir liðinu í
fyrsta sinn á laugardaginn þegar
Stjarnan mætir ÍBV í bikarnum.
,,Þetta verkefni leggst bara ágæt-
lega í mig og enn betur eftir að hafa
séð liðið spila. Ég hafði ekkert séð
það spila í vetur. Auðvitað eru
nokkrir hlutir sem hægt er að laga
en mér fannst strákarnir gera
margt mjög gott í þessum leik og ég
hlakka til að vinna með þeim. Ég tel
að liðið eigi mikið inni en ég sá að
það skortir sjálfstraust en það kem-
ur. Maður sá að þeir voru hræddir
við að tapa en þeir náðu að snúa
leiknum sér í hag og vinna mjög
mikilvægan sigur. Það eru margir
góðir leikmenn í liðinu og ég ætla að
vona að strákarnir hafi ekki bara
verið að sýna mér í þessum eina leik
hvað í þá er spunnið,“ sagði Teitur.
Teitur segist ekki hafa þurft að
hugsa sig lengi um þegar for-
ráðamenn Stjörnunnar settu sig í
samband við hann. ,,Ég gat ekki
neitað þessu. Það er erfitt að slíta
sig frá körfuboltanum og ég held að
ég hafi gott af því að komast í nýtt
umhverfi,“ sagði Teitur.
Teitur aftur í slaginn
Er tekinn við liði Stjörnunnar Þurfti ekki að hugsa mig lengi um sagði Teitur
stjórnvölinn. ,,Ég ætlaði að vera
meðal áhorfenda en þeir vildu hafa
mig á bekknum og þar með komst
ég enn betur inn í leik liðsins. Ég
lagði aðeins í púkkið með nokkrum
góðum ráðleggingum en Jón var bú-
Teitur Örlygsson Jón Kr. Gíslason
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
íþróttir
Karfan Sigurganga KR-inga í Iceland Express-deild karla heldur áfram. Nú voru leikmenn
Þórs engin fyrirstaða. Stjarnan náði að leggja FSu í framlengdum leik í Garðabæ 4
Íþróttir
mbl.is
ÞÓRUNN Helga
Jónsdóttir, knatt-
spyrnukona úr
KR, varð í fyrra-
kvöld bikarmeist-
ari í Brasilíu, en
þar hefur hún
leikið síðustu vik-
urnar með San-
tos. Þórunn og
félagar sigruðu
3:0 í síðari leik
liðsins við Sport Recife og unnu því
samtals 6:1 því þær unnu fyrri leik-
inn 3:1 á útivelli síðasta sunnudag.
Santos var 2:0 yfir í hálfleik í fyrra-
kvöld og hafði góð tök á leiknum.
Þórunn Helga lék allan leikinn og
var á miðjunni að þessu sinni en hún
hefur ýmist leikið á miðjunni hjá lið-
inu eða í vörninni.
Þetta er annar bikarmeistaratit-
illinn sem Þórunn Helga fagnar á
þessu ári því hún var í liði KR sem
varð bikarmeistari hér heima í
haust þegar liðið lagði Val 4:0 í úr-
slitaleik.
Þórunn Helga, sem er 24 ára, var
fengin til liðs við Santos þegar sjö
leikmenn liðsins þurftu að taka þátt
í HM liða 21 árs leikmanna og yngri
sem fram fór í Chile. Eftir að leik-
mennirnir komu til baka vildi þjálf-
arinn halda henni og var ákveðið að
hún héldi áfram með liðinu fram yf-
ir bikarúrslitin, en hún hélt heim-
leiðis frá Brasilíu í gær.
skuli@mbl.is
Þórunn
bikarmeistari
í Brasilíu
Þórunn Helga
Jónsdóttir
GUÐJÓN Þórð-
arson er enn inni
í myndinni sem
næsti knatt-
spyrnustjóri
enska 2. deild-
arliðsins Crewe
Alexandra. Að
því er heimildir
BBC herma
koma tveir þjálf-
ara til greina í
starfið – Guðjón Þórðarson og John
Ward.
Þeir Guðjón og Ward eiga það
sameiginlegt að hafa fengið reisu-
passann á þessu ári. Guðjón var
rekinn úr starfi sem þjálfari úrvals-
deildarliðs ÍA á miðju sumri og
Ward fékk að taka poka sinn hjá
Carlisle í síðasta mánuði.
Stjórn Crewe hefur rætt við þá
báða og mun á næstu dögum gera
upp hug sinn hver verður fyrir val-
inu en Dario Gradi hefur stýrt lið-
inu tímabundið eftir að Steve Hol-
land var sagt upp.
Hvort sem það verður Guðjón
eða Ward sem tekur við liði Crewe
bíður þeirra erfitt starf. Liðið situr
á botni 2. deildarinnar og hefur að-
eins náð að innbyrða 12 stig í 20
leikjum. gummih@mbl.is
Guðjón er inni
í myndinni
Guðjón
Þórðarson
Reuters
Dýrmætt Sampdoria tryggði sér sæti 32-liða úrslitum UEFA bikarsins í knattspyrnu í gærkvöldi með því að vinna Sveilla, 1:0, á Luigi Ferraris leikvangi í
Genoa. Jonathan Bottinelli skoraði eina markið og er það í uppsiglingu á myndinni hér að ofan. Leikmenn Sevilla sitja eftir með sárt ennið, eru úr leik.