Morgunblaðið - 19.12.2008, Qupperneq 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
KNATTSPYRNA
UEFA-bikarinn
A-RIÐILL:
París SG – Twente.....................................4:0
Racing Santander – Manch.City .............3:1
Lokastaðan:
Manch.City 4 2 1 1 6:5 7
Twente 4 2 0 2 5:8 6
París SG 4 1 2 1 7:5 5
Santander 4 1 2 1 6:5 5
Schalke 4 1 1 2 5:6 4
Manchester City, Twente og París SG
áfram.
B-RIÐILL:
Benfica – Metalist Kharkiv ......................0:1
Olympiacos – Hertha Berlín ....................4:0
Lokastaðan:
Metalist 4 3 1 0 3:0 10
Galatasaray 4 3 0 1 4:1 9
Olympiacos 4 2 0 2 9:3 6
Hertha B. 4 0 2 2 1:6 2
Benfica 4 0 1 3 2:9 1
Galatasaray, Metalist og Olympiacos
áfram.
C-RIÐILL:
Sampdoria – Sevilla ..................................1:0
Stuttgart – Standard Liege......................3:0
Lokastaðan:
Standard 4 3 0 1 5:3 9
Stuttgart 4 2 1 1 6:3 7
Sampdoria 4 2 1 1 4:5 7
Sevilla 4 2 0 2 5:2 6
Partizan B. 4 0 0 4 1:8 0
Standard Liege, Stuttgart og Sampdoria
áfram.
D-RIÐILL:
Nijmegen – Udinese .................................2:0
Tottenham – Spartak Moskva .................2:2
Lokastaðan:
Udinese 4 3 0 1 6:4 9
Tottenham 4 2 1 1 7:4 7
Nijmegen 4 2 0 2 6:5 6
Spartak M. 4 1 1 2 5:6 4
Din.Zagreb 4 1 0 3 4:9 3
Udinese, Tottenham og Nijmegen áfram.
E-RIÐILL:
AC Milan – Wolfsburg ............................. 2:2
Portsmouth – Heerenveen ...................... 3:0
Lokastaðan:
Wolfsburg 4 3 1 0 13:7 10
AC Milan 4 2 2 0 8:5 8
Braga 4 2 0 2 7:5 6
Heerenveen 4 0 0 4 3:13 0
Wolfsburg, AC Milan og Braga áfram.
F-RIÐILL:
Ajax – Slavia Prag.................................... 2:2
Hamburger SV – Aston Villa .................. 3:1
Lokastaðan:
Hamburger 4 3 0 1 7:3 9
Ajax 4 2 1 1 5:4 7
Aston Villa 4 2 0 2 5:6 6
Zilina 4 1 1 2 3:4 4
Slavia Prag 4 0 2 2 2:5 2
Hamburger SV, Ajax og Aston Villa
áfram.
G-RIÐILL:
Club Brugge – FC Köbenhavn ............... 0:1
St. Etienne – Valencia.............................. 2:2
Lokastaðan:
St. Etienne 4 2 2 0 9:4 8
Valencia 4 1 3 0 8:4 6
Köbenhavn 4 1 2 1 4:5 5
Club Brugge 4 0 3 1 2:3 3
Rosenborg 4 0 2 2 1:8 2
St. Etienne, Valencia og FC Köbenhavn
áfram.
H-RIÐILL:
Deportivo La Coruna – Nancy................ 1:0
Feyenoord – Lech Poznan....................... 0:1
Lokastaðan:
CSKA Moskva 4 4 0 0 12:5 12
Dep. La Coruna 4 2 1 1 5:4 7
Lech Poznan 4 1 2 1 5:5 5
Nancy 4 1 1 2 8:7 4
Feyenoord 4 0 0 4 1:10 0
CSKA Moskva, Deportivo La Coruna og
Lech Poznan áfram.
Heimsbikar félagsliða
Undanúrslit í Tókýó:
Manchester United – Gamba Osaka...... 5:3
Wayne Rooney 75., 79., Nemanja Vidic 28.,
Cristiano Ronaldo 45., Darren Fletcher 78.
– Masato Yamazaki 74., Yasuhito Endo 85.
(víti), Hideo Hashimoto 90.
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Atlanta – Boston................................... 85:88
Indiana – Golden State .................... 127:120
Philadelphia – Milwaukee.................... 93:88
Toronto – Dallas ................................... 86:96
Detroit – Washington .......................... 88:74
New Jersey – Utah............................. 92:103
Minnesota – Cleveland......................... 70:93
Chicago – LA Clippers..................... 115:109
Eftir framlengingu.
New Orleans – San Antonio ................ 90:83
í kvöld
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Iceland Express:
Borgarnes: Skallagrímur – Keflavík .. 19.15
Grindavík: Grindavík – ÍR................... 19.15
Sauðárkr.: Tindastóll – Breiðablik ..... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, N1-deildin:
Víkin: Víkingur – Fram........................ 19.30
SKÍÐI
Dagnýjarmótið, alþjóðlegt FIS-mót í svigi:
Keppt í Hlíðarfjalli við Akureyri, fyrri ferð
karla og kvenna kl. 17, síðari ferð kl. 19.
ÞAÐ verða Manchester United og Deportivo Quito frá Ekvador
sem leika til úrslita um heimsbikar félagsliða í knattspyrnu í
Tókíó á sunnudaginn. Evrópumeistarar United lögðu japönsku
Asíumeistarana Gamba Osaka, 5:3, í fjörugum leik í gær og
freista þess því að endurtaka afrekið frá 1999 þegar United
lagði Palmeiras frá Brasilíu, 1:0, og tryggði sér heimsbikarinn í
fyrsta og eina skiptið til þessa.
Wayne Rooney kom inná sem varamaður á 74. mínútu og
skoraði tvívegis á næstu fimm mínútum, en á þeim kafla breytt-
ist staðan úr 2:0 í 5:1. Nemanja Vidic og Cristiano Ronaldo
höfðu komið ensku meisturunum í góða stöðu í fyrri hálfleik og
það var Darren Fletcher sem skoraði fjórða markið.
„Þetta var frábær leikur og mörkin hefðu getað orðið enn
fleiri. Edwin van der Sar varði nokkrum sinnum vel og við feng-
um fjölda færa sem ekki nýttust. Ég er afar ánægður með að við
skulum vera komnir í úrslitaleikinn en þar fáum við harðvítugan
andstæðing því Deportiva Quito er mjög
sterkt varnarlið. Það er aldrei auðvelt að spila
við lið frá Suður-Ameríku,“ sagði Alex Fergu-
son, knattspyrnustjóri Manchester United,
við fréttamenn eftir leikinn.
„Við spiluðum mjög vel og stjórnuðum
leiknum á köflum. Því miður fengum við á
okkur tvö mjög ódýr mörk á slæmum augna-
blikum, vegna þess að við vorum ekki nógu
einbeittir í ákveðnum atriðum,“ sagði Akria
Nishino, þjálfari Gamba.
Manchester United er eina enska liðið sem hefur unnið
heimsbikarinn en Liverpool hefur þrívegis tapað úrslitaleik um
hann og United, Nottingham Forest og Aston Villa einu sinni
hvert félag. Forest nýtti sér ekki keppnisréttinn í fyrra skiptið
sem félagið varð Evrópumeistari. trausti@mbl.is
Rooney gerði útslagið gegn Gamba
Wayne Rooney
Það er ólíklegt að Woods mæti til leiks
á Mastersmótið án þess að hafa leikið á
einu til tveimur mótum áður. Og er tal-
ið að hann ætli sér að taka þátt í Arnold
Palmer-boðsmótinu sem fram fer
tveimur vikum fyrir Mastersmótið á
Bay Hill-vellinum.
„Óvissan er það sem er erfiðast að
eiga við. Ég veit ekki hvernig hnéð
mun bregðast við auknu æfingaálagi,
en fram til þessa hefur allt gengið eins
og í sögu. Ég hef aðeins slegið stutt
högg og vippað, en ég mun byrja að slá
full högg í janúar,“ sagði Woods á fundi
með fréttamönnum í gær.
Woods styður Williams
Kylfingurinn hefur á undanförnum
dögum þurft að svara fyrir orð sem
kylfusveinn hans, Steve Williams, lét
falla á góðgerðasamkomu í Nýja-
Sjálandi á dögunum. Þar lét Williams
ýmislegt flakka um Phil Mickelson og
kallaði hann Mickelson m.a. asna sem
hann hataði. Woods sagði í gær að
Williams væri leiður yfir því hvernig
málum væri háttað. Woods hefur rætt
við Mickelson um málið og virðast þeir
hafa náð sáttum.
„Ég hef rætt við Steve um þetta og
honum líður illa yfir því sem gerðist.
Enginn okkar vildi að staðan yrði
þessi. Við erum búnir að afgreiða þetta
mál og ætlum ekki að ræða þetta oft-
ar,“ sagði Woods.
Mickelson svaraði Williams fullum
hálsi og var hann ekki sáttur við að
vera kallaður „asni“ sem flestir kylf-
ingar á PGA-mótaröðinni hötuðu.
„Eftir að hafa lesið ummæli Williams
þá tel ég mig vera heppinn að vera með
kylfusvein í vinnu sem er heilsteyptur
einstaklingur,“ sagði Mickelson.
Woods gaf það út í gær að Williams
yrði ekki sagt upp störfum vegna at-
viksins en Williams hefur 13 sinnum
fagnað sigri á stórmóti með Woods, af
þeim 14 sem hann hefur unnið á ferl-
inum. Aðeins Jack Nicklaus hefur sigr-
að á fleiri stórmótum, alls 18.
seth@mbl.is
Reuters
Meistari Tiger Woods sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu eftir bráðabana gegn Rocco Mediate. Hér fagnar Tiger
fugli á lokaholu mótsins og þar með jafnaði hann við Mediate. Woods hefur ekkert keppt eftir sigurinn.
TIGER Woods ræddi í gær við frétta-
menn um endurkomu sína á PGA-
mótaröðina í golfi en hann hefur verið
frá vegna meiðsla í hálft ár. Woods fór í
aðgerð á hné eftir sigurinn á Opna
bandaríska meistaramótinu en hann
reyndist vera með slitið krossband. Á
fundinum í gær sagði Woods að hann
ætti langt í land í endurhæfingunni en
hann stefnir að því að vera á meðal
keppenda á Mastersmótinu á Augusta-
vellinum sem fram fer 9.-12. apríl á
næsta ári. Það mót er fyrsta stórmótið
af alls fjórum sem fram fara árlega.
Sá besti mætir
á Mastersmótið
Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á nýju ári Kylfusveinn-
inn Steve Williams sér eftir því að kalla Phil Mickelson „asna“
VESELIN Vujovic, hinn kunn
skytta hjá Barcelona og júgó
eins árs keppnisbann af evró
hann sektaður um 3.000 evru
Vujovic, sem nú þjálfar Va
dómurum eftir Evrópuleik ge
ember. Í dómsorðinu segir að
urunum, með orðum og athöf
Nachrichten segir að Vujovic
meitt hann.
Vujovic, sem er 47 ára gam
vel kunnur á níunda áratug s
skytta í ólympíumeistaraliði J
Íslendingum, hér á landi og á
inn besti handknattleiksmaðu
Serbíu um skeið. vs@mbl.is
Vujovic í ein
HERMANN Hreiðarsson fékk mikið
lof hjá knattspyrnustjóranum Tony
Adams fyrir frammistöðu sína gegn
hollenska liðinu Heerenveen í UEFA-
bikarnum í fyrrakvöld. Hermann
fékk tækifæri í fyrsta sinn frá því
Adams tók við liðinu af Harry Redk-
napp. Eyjamaðurinn lék allan tímann
í stöðu miðvarðar en Portsmouth
sigraði, 3:0, og skoraði Hermann síð-
asta markið með kollspyrnu á loka-
mínútu leiksins.
,,Hermann var stórkostlegur í
leiknum,“ sagði Tony Adams við stað-
arblaðið í Porstmouth.
Adams gerði sex breytingar á liði
sínu og meðal þeirra sem komu inn í
liðið voru Hermann, Noe Parmarot,
Richard Hughes og Kanu. ,,Þeir tóku
mig á orðinu. Ég bað þá að gefa sig
alla í leikinn og þeir gerðu það svo
sannarlega. Þeir börðust hetjulega og
viðhorf þeirra var til fyrirmyndar,“
sagði Adams. gummih@mbl.is
Tony Adams: Hermann var stórkostlegur
ÞRÁTT fyrir að margar íslenskar
knattspyrnukonur séu gengnar til
liðs við sænsk úrvalsdeildarlið
verður enginn „Íslendingaslagur“ í
fyrstu umferð deildarinnar sem
áætlað er að verði leikin þann 1.
apríl. Nema þá fleiri bætist í hópinn
áður en tímabilið hefst.
Elísabet Gunnarsdóttir byrjar
þjálfaraferilinn í Svíþjóð með því
að fara með lið Kristianstad lengst
norður í land þar sem leikið er við
nýliðana Piteå. Með Kristianstad
leika Erla Steina Arnardóttir,
Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðný
Björk Óðinsdóttir.
Linköping, með Margréti Láru
Viðarsdóttur innanborðs, leikur
gegn Sunnanå á útivelli.
Edda Garðarsdóttir og Ólína G.
Viðarsdóttir fá mikla eldskírn með
Örebro, sem mætir meisturum
Umeå á útivelli í fyrstu umferðinni.
Djurgården, með Guðbjörgu
Gunnarsdóttur í markinu, leikur
við nýliða Stattena á útivelli.
Dóra Stefánsdóttir og samherjar
hennar í LdB Malmö leika við
Kopparbergs/Göteborg á útivelli.
Tímabilið í Svíþjóð verður það
lengsta frá upphafi en vegna EM í
Finnlandi lýkur því ekki fyrr en 8.
nóvember. Sextán umferðir verða
leiknar til júlíloka en þá verður frí
fram í september og sex síðustu
umferðirnar leiknar eftir það.
vs@mbl.is
Enginn Ís-
lendingaslag-
ur í fyrstu
umferðinni
EYJÓLFUR Sverrisson, fyrrum
landsliðsþjálfari, var í gær ráðinn
þjálfari U21 árs landsliðs karla í
knattspyrnu og tekur hann við starfi
Lúkasar Kostic. Eyjólfur hefur áður
stýrt U21 ára liðinu hann þjálfaði
liðið á árunum 2003-2005. Eftir það
var hann með A-landsliðið um
tveggja ára skeið.
Stjórn KSÍ fundaði í gær og gekk
frá þjálfaramálum fyrir landsliðin í
karla- og kvennaflokki. Bæði var um
endurráðningar að ræða og eins
samningar við nýja þjálfara.
Ólafur Jóhannesson þjálfari A
landsliðs karla á eitt ár eftir af
samningi sem og Ólafur Guðbjörns-
son þjálfari U19 ára liðs kvenna.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var
endurráðinn þjálfari kvennalands-
liðsins og hans aðstoðarmaður
Guðni Kjartansson. Gunnar Guð-
mundsson, fyrrum þjálfari HK, var
ráðinn þjálfari U17 ára liðs karla í
stað Lúkasar Kostic og Þorlákur
Árnason var ráðinn þjálfari U17 ára
liðs kvenna í stað Kristrúnar Lilju
Daðadóttur. Kristinn R. Jónsson var
endurráðinn þjálfari U19 ára karla-
landsliðsins og Freyr Sverrisson
verður áfram við stjórnvölinn sem
þjálfari U16 ára landsliðsins.
gummih@mbl.is
Eyjólfur tekur
aftur við U21