Morgunblaðið - 20.12.2008, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2008
íþróttir
Á toppnum Framarar unnu nauman sigur á Víkingi í síðasta leik N1-deildarinnar á þessu ári.
Sigurinn nægði hins vegar til þess að tryggja Fram efsta sæti deildarinnar 2
Íþróttir
mbl.is
FIFA hefur stað-
fest dómaralista
dómaranefndar
KSÍ. Á listanum
eru tveir nýir að-
stoðardómarar,
þau Frosti Viðar
Gunnarsson og
Bryndís Sigurð-
ardóttir, en
Bryndís er fyrsta
íslenska konan
sem kemst á listann.
Tveir aðstoðardómarar fara af
listanum; Einar Sigurðsson og
Gunnar Gylfason. Einar sökum ald-
urs en Gunnar er hættur. Á listan-
um eru: Garðar Örn Hinriksson, Jó-
hannes Valgeirsson, Kristinn
Jakobsson, Magnús Þórisson. Að-
stoðardómarar: Áskell Þór Gísla-
son, Bryndís, Frosti Viðar, Jóhann
G. Guðmundsson, Oddbergur Ei-
ríksson, Ólafur Ingvar Guðfinnsson
og Sigurður Óli Þorleifsson.
Bryndís fyrst
á FIFA-lista
Bryndís
Sigurðardóttir
VEIGAR Páll
Gunnarsson
skrifaði í gær
undir samning
við franska
knattspyrnuliðið
Nancy. Samn-
ingurinn er til
þriggja og hálfs
árs en frá hon-
um var formlega
gengið eftir að
Veigar Páll stóðst læknisskoðun hjá
félaginu.
Samningur Veigars tekur gildi
hinn 1. janúar næstkomandi. Veig-
ar hyggst ljúka leyfi sínu á Flórída
áður en hann flytur sig frá Noregi
til Frakklands. iben@mbl.is
Veigar Páll
skrifaði undir
Veigar Páll
Gunnarsson
AP
Tilþrif Það gengur oft mikið á þegar bestu skíðamenn heims takast á við skíðabrekkurnar á heimsbikarmótum í alpagreinum. Slóveninn Alex Glebov lenti í
töluverðum vandræðum í risasviginu í gær í Val Gardena á Ítalíu en tilþrifin voru flott, þrátt fyrir að Glebov hafi ekki lokið keppni.
„ÞETTA er svona jólamót sem
þeir halda og liðið sem sér um
mótið bauð mér að koma og spila
með því,“ sagði Haukur Pálsson,
körfuknattleiksmaður úr Fjölni, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Haukur fer á milli hátíðanna til
Rómar á Ítalíu þar sem hann leik-
ur með heimamönnum í svokall-
aðri Junior Euroleague. Þar mæta
liðin sem keppa í Euroleague með
unglingalið sín og var Hauki boðið
að leika með Stella Azzurra frá
Róm, sem sér um mótið að þessu
sinni.
„Það var Ítali sem sá mig á
Evrópumótinu og hann hafði sam-
band og bauðmér síðan að koma
og spila með þeim í þessu móti,“
sagði Haukur.
Hann fer út annan í jólum.
„Ég fer út annan í jólum, síðan
er spilað 27., 28. og 29. og síðan
kem ég heim 30. desember,“ sagði
Haukur sem hefur vakið athygli
víða enda þar á ferðinni einn allra
efnilegasti leikmaður landsins.
Á Evrópumótinu hjá 16 ára og
yngri í sumar var hann með 20,1
stig að meðaltali í leik, tók 11,2
fráköst, stal 2,7 boltum að með-
altali og varði 1,1 skot.
Haukur er sextán ára síðan í
maí, 196 sentimetra bakvörður
sem hefur gert 8,7 stig að með-
altali með Fjölni í 1. deildinni í ár.
Keppnisfyrirkomulag mótsins er
með þeim hætti að leikið er í fjór-
um þriggja liða riðlum. Haukur og
liðsfélagar hans leika með Alba
Berlín frá Þýskalandi og Zalgiris
Kaunas frá Litháen í c-riðli
keppninnar.
Mörg af sterkustu liðum Evrópu
senda unglingalið sín á þetta mót.
Má þar nefna ítalska meistaraliðið
Montepaschi Siena sem sigraði
Jón Arnór Stefánsson og félaga
hans úr Lottomatica Roma í úr-
slitum ítölsku deildarinnar í júní.
Virtus Bologna, Benetton Bas-
ket, Cibona Zagreb og Union
Olimpija eru með lið á mótinu í
Róm. skuli@mbl.is
Stórlið sýna Hauki áhuga
Góður Haukur Pálsson úr Fjölni.
Unglingalandsliðsmaðurinn Haukur Pálsson leikur með Stella Azzurra
Fjölnismaðurinn sýnir hvað í honum býr á Evrópumóti sem fram fer í Róm
EFTIR sigur
Fram á Víkingi í
N1 deild karla í
handknattleik í
gærkvöldi er
ljóst að læri-
sveinar Viggós
Sigurðssonar hjá
Fram mæta HK í
deildabik-
arkeppni N1 og
HSÍ sem fram fer 27. og 28. desem-
ber í Laugardalshöll. Í hinum leik
undanúrslitanna leiða leikmenn
Vals og Íslandsmeistara Hauka
saman hesta sína. Sigurliðin úr
þessum viðureignum tveimur mæt-
ast síðan í úrslitaleik. Fram hefur
titil að verja í þessari keppni en það
lagði Hauka í úrslitaleik deildabik-
arsins í fyrra.
Hjá konunum mætast Haukar og
Fram annars vegar og Stjarnan og
Valur hins vegar. iben@mbl.is
Fram og HK
mætast
Viggó Sigurðsson