Morgunblaðið - 20.12.2008, Page 2

Morgunblaðið - 20.12.2008, Page 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2008 HANDKNATTLEIKUR N1-deild karla Víkingur – Fram ...................................25:26 Staðan: Fram 11 7 2 2 307:292 16 Valur 11 6 3 2 307:263 15 Haukar 11 7 0 4 319:287 14 HK 11 5 2 4 292:299 12 Akureyri 11 6 0 5 288:299 12 FH 11 5 2 4 322:322 12 Stjarnan 11 2 2 7 274:295 6 Víkingur R. 11 0 1 10 282:334 1 Markahæstir: Valdimar Þórsson, HK ............................. 98 Aron Pálmarsson, FH .............................. 87 Rúnar Kárason, Fram .............................. 80 Arnór Þór Gunnarsson, Val ..................... 70 Sverrir Hermannsson, Víkingi ................ 68 Ólafur Guðmundsson, FH........................ 63 Sigurbergur Sveinsson, Haukum............ 61 Jónatan Magnússon, Akureyri ................ 60 Andri Berg Haraldsson, Fram ................ 58 Árni Þór Sigtryggsson, Akureyri............ 54 Baldvin Þorsteinsson, Val ........................ 54 Fannar Þór Friðgeirsson, Stjörnunni..... 50 Andri Snær Stefánsson, Akureyri........... 48 Andri Stefan, Haukum ............................. 44 KNATTSPYRNA England 2. deild: Hartlepool – Southend .............................3:0 Staða efstu liða: Staðan: Leicester 20 13 5 2 36:17 44 Millwall 20 13 3 4 32:24 42 MK Dons 20 13 1 6 41:21 40 Peterborough 20 10 7 3 38:23 37 Scunthorpe 20 11 4 5 39:28 37 Oldham 20 10 6 4 37:25 36 Stockport 20 9 7 4 29:19 34 Leeds 20 10 2 8 34:26 32 Tranmere 20 9 3 8 28:26 30 Hartlepool 21 8 5 8 33:31 29 Huddersfield 20 8 5 7 28:31 29 Walsall 20 8 3 9 31:32 27 Southend 21 7 6 8 28:35 27 Bristol R. 20 6 7 7 38:33 25 Northampton 20 6 7 7 30:29 25 Colchester 20 7 3 10 32:35 24 Carlisle 20 6 3 11 26:34 21 Orient 20 5 6 9 16:25 21 Swindon 20 4 8 8 30:36 20 Brighton 20 4 8 8 24:31 20 Yeovil 20 4 7 9 17:29 19 Cheltenham 20 5 3 12 22:42 18 Hereford 20 4 4 12 14:30 16 Crewe 20 3 3 14 22:43 12 Holland AZ Alkmaar – Utrecht .............................2:0  AZ Alkmaar er á toppnum með 38 stig, Ajax er með 32 stig og Twente 30 stig. Belgía Anderlecht – Genk ....................................2:0  Anderlecht er á toppnum með 38 stig, Standard Liege er með 31, Club Brugge 31 og Genk 30 stig. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Orlando – San Antonio ........................ 90:78 Portland – Phoenix........................... 124:119 Staðan í Austurdeild: Boston Celtics 26 24 2 92,3% Cleveland Cavs 25 21 4 84,0% Orlando Magic 26 20 6 76,9% Detroit Pistons 23 14 9 60,9% Atlanta Hawks 25 15 10 60,0% Miami Heat 24 12 12 50,0% New Jersey Nets 24 12 12 50,0% Chicago Bulls 25 12 13 48,0% Philadelphia 76ers 25 11 14 44,0% New York Knicks 25 11 14 44,0% Milwaukee Bucks 27 11 16 40,7% Toronto Raptors 25 10 15 40,0% Indiana Pacers 25 9 16 36,0% Charlotte Bobcats 26 8 18 30,8% Washington Wizards 23 4 19 17,4% Staðan í Vesturdeild: Los Angeles Lakers 24 21 3 87,5% New Orl. Hornets 22 15 7 68,2% Denver Nuggets 25 17 8 68,0% Houston Rockets 25 16 9 64,0% Portland T-Blazers 27 17 10 63,0% San Antonio Spurs 25 15 10 60,0% Utah Jazz 27 16 11 59,3% Dallas Mavericks 24 14 10 58,3% Phoenix Suns 26 15 11 57,7% Memphis Grizzlies 25 9 16 36,0% Los Angeles Clippers 25 7 18 28,0% Sacramento Kings 26 7 19 26,9% Golden St. Warriors 26 7 19 26,9% Minnesota T’wolves 25 4 21 16,0% Oklahoma Thunder 26 2 24 7,7% Um helgina KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Bikarkeppni karla, Subwaybikarinn: Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan ........... 13 SKÍÐI Dagnýjarmótið, alþjóðlegt FIS-mót í svigi: Keppt er í Hlíðarfjalli í dag kl. 11.30, fyrri ferð, og 13.30, síðari ferð, og á morgun kl. 10.30, fyrri ferð, og kl. 12.30, síðari ferð. SKVASS Átta sterkustu skvassarar landsins mætast í Veggsporti við Stórhöfða í dag og keppa um titilinn „stigameistari ársins“. Keppni hefst kl. 11. DREGIÐ var í 32 og 16 liða úrslit í UEFA-bikarnum í í knattspyrnu Nyon í Sviss í gær. Meðal helstu leikja má nefna að ítölsku risarnir í AC Milan mæta þýska liðinu Werder Bremen, en Milanliðið verður að teljast ansi sig- urstranglegt í keppninni. Bjarni Þór Viðarsson og félagar í Twente eiga verðugt verkefni fyrir höndum, en þeir fara til Frakklands og spila gegn Mar- seille. Manchester City fer til Dan- merkur og spilar gegn FC Köbenhavn, Aston Villa fær erfiðan heimaleik gegn CSKA Moskvu og Tottenham fer til Úkraínu og spilar gegn Shakhtar Do- netsk. Aðrar áhugaverðar rimmur eru Fiorentina gegn Ajax og Dinamo Kiev gegn Valencia, en núverandi meist- arar í Zenit frá Sankti Pétursborg fá Stuttgart í heimsókn. Þá tekur Bordeaux á móti Galatasaray, AaB fær Depor- tivo La Coruna í heimsókn, Olympiacos spilar gegn St. Etienne, Udinese fer til Lech í Póllandi, Braga tekur á móti Standard Liege, Sampdoria fær Metalist í heimsókn, Nijmegen tekur á móti Hamburger SV og París St. Germain tekur á móti Wolfsburg. Leikið er heima og heiman. Dregið var til 16-liða úrslita í leiðinni og þar má nefna að Aston Villa gæti mætt Tottenham, Manchester City gæti mætt Deportivo La Coruna og sigurliðið í viðureign AC Milan og Bremen leikur við Olympiacos eða St. Etienne. Fyrri leikirnir fara fram 18. og 19. febrúar en 16-liða úr- slitin hefjast 12. mars. Sjálfur úrslitaleikurinn fer síðan fram á Sükrü Saracoglu leikvanginum í Istanbúl í Tyrk- landi, þann 20. maí næstkomandi. trausti@mbl.is Aston Villa gæti mætt Tottenham Bjarni Þór Viðarsson Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Leikur Víkings og Fram í Víkinni í gær var aldrei mikið fyrir augað. Fyrstu mínúturnar einkenndust af mistökum beggja liða í sókninni. Það lagaðist þó eftir um tíu mínútna leik og Framarar tóku forystuna í leikn- um. Hafði Fram tveggja til þriggja marka forystu þar til um miðjan síð- ari hálfleik þegar Víkingar jöfnuðu metin í 20:20. Var spennan því geysileg og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútunni þegar Halldór Jóhann Sigfússon skoraði gríðarlega mikilvægt mark fyrir Fram og breytti stöðunni í 24:26. Halldór skoraði mest allra hjá Fram, alls 9 mörk, þar af 4 mörk úr vítum. „Það er auðvitað frábært að vera á toppi deildarinnar fyrir jólafrí. Sér- staklega í ljósi þess að það átti eng- inn von á því að það yrði. Flestir reiknuðu með FH, Akureyri eða Val í þessari stöðu þegar törnin fyrir ára- mót var um það bil hálfnuð. Við höfum síðan verið óheppnir með meiðsli og oft þunnskipaðir. Þannig að það er ótrúlegt að vera á toppnum. Hins vegar breytir það svo sem ekki öllu, því við viljum heldur enda tímabilið á toppnum. Þetta gild- ir ekkert,“ sagði Halldór við Morg- unblaðið eftir leikinn í gærkvöldi. „Þetta var erfiður leikur og við hefðum átt að standa mun betur í vörninni og nýta okkar færi betur,“ sagði Halldór ennfremur. Styttist í fyrsta sigurinn Róbert Sighvatsson, þjálfari Vík- ings, var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tapið. „Við vorum óheppnir að fá ekkert stig úr þessum leik. Það er mikil stígandi í leik liðsins og þetta er allt að koma hjá okkur. Ég hef fulla trú á því að við munum vinna sigra á næsta ári. Það styttist í fyrsta sigurleikinn hjá okkur,“ sagði Róbert. Dómararnir úti á túni Eins og áður segir var leikurinn sjálfur ekki sérlega mikið fyrir aug- að, jafnvel þótt spennan hafi verið mikil. Þeir menn sem mest voru í sviðsljósinu í Víkinni í gær voru ekki leikmenn liðanna heldur fyrst og fremst dómarar leiksins. Gerðu þeir hver mistökin á fætur öðrum og virt- ist ekki heil brú í dómgæslunni, leik- mönnum, þjálfurum og stuðnings- mönnum liðanna til mikils ama. Seint í fyrri hálfleik varð mikil rekistefna við ritaraborðið sem tók alltof langan tíma og hefði verið leyst mun fyrr hefði eftirlitsdómari verið á leiknum. Verður að teljast mjög furðulegt að HSÍ lagði ekki til eft- irlitsmann á leikinn, þar sem enginn annar leikur var í gangi þetta kvöld. Þetta var alls ekki besta frammistaða dómara leiksins og létu leikmenn og þjálfarar það fara alltof mikið í taug- arnar á sér, sem skemmdi leikinn enn frekar. En hvað sem því líður þá er Fram komið í efsta sætið með 16 stig eftir ellefu umferðir. Víkingur situr hins vegar á botninum með 1 stig. Morgunblaðið/Ómar Erfiður Rúnar Kárason kominn í skotstöðu. Hann reyndist leikmönnum Víkings erfiður í gær og skoraði m.a. átta mörk ÞAÐ var nokkuð skemmtilegt að síð- asti deildarleikur ársins í N1-deild karla í handknattleik skyldi vera við- ureign Víkings og Fram, sem fagna bæði 100 ára afmæli á þessu ári. Það voru þó Framarar sem fögnuðu sigri í lok leiks og unnu 26:25, eftir æsi- spennandi lokamínútur. Með sigri Fram komst liðið á topp deildarinnar og hef- ur þar 16 stig. Framarar á toppnum  Fram hafði betur gegn Víkingi  Framarar ljúka því 100 ára afmælisári sínu á toppi N1-deildarinnar  Víkingar enn án sigurs á botni deildarinnar BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfi úr GKG, lék annan hringinn á Opna suðu íska meistaramótinu í golfi á pari. Fyrsta hringinn lék hann á einu höggi undir par komst hann með þessu áfram í mótinu og ur þriðja hringinn í dag og þann fjórða o asta á sunnudaginn. Alls komust 76 kylfi áfram, eða allir þeir sem léku undir pari Það má alveg geta þess að Birgir Leifu góðum hópi þeirra þrettán kylfinga sem leik á einu höggi undir pari og sluppu þa með áfram í mótinu. Meðal þeirra sem þa gerðu er Justin Rose frá Englandi. Birgi Rose verða þrátt fyrir það ekki saman í r hóp á þriðja keppnisdegi. Birgir leikur m Christiaan Basson frá Suður-Afríku og h Birgir Leifur ko Sundsamband Íslands hefur út-nefnt Örn Arnarson úr Sund- félagi Hafnarfjarðar og Ragn- heiði Ragnarsdóttur úr KR sund- mann og sund- konu ársins 2008. Örn setti tvö Norð- urlandamet á árinu, í 50 metra baksundi, og auk þess eitt Ís- landsmet. Ragnheiður setti Ís- landsmet í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking þar sem hún hafnaði í 36. sæti, en hún varð í 35. sæti í 100 metra skrið- sundi á leikunum.    Fernando Torres verður ekkimeð Liverpool gegn Arsenal á Emirates Stadium á morgun í stórleik umferðarinnar í ensku úr- valsdeildinni. Spænski framherj- inn er ekki búinn að jafna sig af meiðslum í læri en hann tognaði enn og aftur í síðasta mánuði. „Hann er byrjaður að æfa og far- inn að hlaupa en hann er ekki klár í slaginn á móti Arsenal. Við vilj- um að hann verði búinn að ná sér alveg 100% áður en hann snýr til baka inn á völlinn,“ segir Sammy Lee, aðstoðarstjóri Liverpool, á vef félagsins. Fólk sport@mbl.is Víkingur – Fram 25:26 Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 3:4, 4:7, 6:7, 7:10, 9:11, 11:11, 11:13, 12:13, 13:14, 13:17, 15:17, 18:19, 20:20, 22:22, 24:24, 24:26, 25:26. Mörk Víkings: Sverrir Hermannsson 9/3, Einar Örn Guðmundsson 6, Hreiðar Har- aldsson 4, Þröstur Þráinsson 3, Davíð Georgsson 1, Sigurður Örn Karlsson 1, Hjálmar Þór Arnarson 1. Varin skot: Árni Gíslason 5 (þar af 1 aftur til mótherja), Björn Viðar Björnsson 2. Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Fram: Halldór Jóhann Sigfússon 9/4, Rúnar Kárason 8, Guðjón Finnur Drengsson 3, Haraldur Þorvarðarson 2, Brjánn Guðni Bjarnason 1, Andri Berg Haraldsson 1, Magnús Einarsson 1, Jóhann Gunnar Ein- arsson 1. Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (þar af 5 aftur til mótherja), Davíð Hlíðdal Svansson 3 (þar af 1 aftur til mótherja). Utan vallar: 14 mínútur (þar af fékk Brjánn Guðni Bjarnason að líta rauða spjaldið á 48. mínútu). Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson höfðu aldrei nein tök á leiknum og áttu virkilega dapran leik. Áhorfendur: Um 250.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.