Morgunblaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2008 Werner Heelfrá Ítalíu sigraði í risasvigi á heimsbikarmóti karla sem fram fór í Val Gardena á Ítalíu í gær. Þetta er besti ár- angur Heel frá upphafi í grein- inni en hann kom í mark á 1.35,04 mín. Heel er 26 ára og hefur hann einu sinni áður sigrað á heimsbik- armóti en það var í bruni í Kvitfjell í Noregi. Didier Defago frá Sviss varð annar, 0,43 sekúndum á eftir Heel og Patrik Järbyn frá Svíþjóð varð þriðji en hann er 39 ára og elsti verðlaunahafi frá upphafi á heims- bikarmóti. Hermann Maier frá Austurríki endaði í 9. sæti en hann er efstur í samanlögðum árangri í greininni á heimsbikarmótum tíma- bilsins.    Anja Pärsonfrá Svíþjóð sigraði í alpatví- keppni á heims- bikarmóti sem fram fór St. Mo- ritz í Sviss í gær. Anja var með besta tímann í risasviginu og tími hennar í sviginu var 44,03 sek- úndur. Samanlagður tími hennar var 1.41,87 mín. Nicole Hosp frá Aust- urríki varð í 17. sæti eftir risasvigið en hún náði að koma sér upp í 2. sæt- ið eftir svigkeppnina og var hún 1,12 sekúndum á eftir Pärson. Fabienne Suter frá Sviss varð þriðja. Lindsey Vonn frá Bandaríkjunum féll úr keppni í sviginu en hún heldur efsta sætinu í samanlögðum árangri á heimsbikarmótum vetrarins. Vonn er með 438 stig að loknum 9 mótum og er hún 38 stigum á undan Tanja Poutiainen frá Finnlandi.    Ramon Calde-ron forseti spænska liðsins Real Madrid er ekki sáttur við þau ummæli sem Alex Ferguson lét falla í Japan í fyrradag. Fergu- son var ómyrkur í máli í garð Real Madrid þegar fréttamenn spurðu hann út í fregn- irnar af því að spænsku meistararnir væru búnir að tryggja sér Cristiano Ronaldo og semja við Manchester United um kaup á honum næsta sumar. „Haldið þið virkilega að ég myndi semja við þennan lýð? Jesús Kristur, ekki til í dæminu. Ég myndi ekki selja þeim vírus!“ sagði Fergu- son þegar málið bar á góma. „Þetta þýðir nei,“ bætti hann við til að árétta orð sín. Calderon segir að Ferguson hafi farið yfir strikið. Það sé hefð hjá Real Madrid að bera virðingu fyrir mótherjunum.    Brandon Roy er ekki þekktastileikmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik en hann hefur nánast verið óstöðvandi í síðustu leikjum Portland Trailblazers. Í fyrrinótt skoraði hann 52 stig í 124:119-sigri liðsins gegn Phoenix Suns. Hann hefur aldrei skorað jafnmörg stig á ferlinum í deildinni og aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig fyrir Portland í einum leik. Þetta er fyrsti sigur Portland gegn Phoenix í tvö ár.    Norskir knattspyrnudómararhafa samið um launahækkun fyrir næsta tímabil og er óhætt að segja að þeir séu með fín laun. Að- aldómari leiksins fær 12.000 nkr. í sinn hlut fyrir hvern leik en það eru tæplega 210.000 ísl. krónur. Aðstoð- ardómararnir fá tæplega 140.000 kr. hvor um sig og fjórði dómarinn fær um 70.000. Kostnaður verður um 560.000 kr. fyrir hvern leik. Fólk sport@mbl.is „ÉG er fullur eftirvæntingar að mæta Jose [Mourinho] á nýjan leik. Hann er einstakur perónuleiki sem mér hefur alltaf líkað vel við,“ sagði Sir Alex Fergsuon, knattspyrnustjóri Evrópumeistara Manchester United, eftir að í ljós kom að lið hans dróst á móti lærisveinum Jose Mourinho í Inter Mílanó í 16 liða úrslitum meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu. Ferguson og Mourinho elduðu oft grátt silfur á þeim tíma sem Mour- inho var knattspyrnustjóri Chelsea. „Mourinho sló okkur í Manchester United úr keppni vorið 2004 þegar hann var við stjórnvölinn hjá Porto. Nú vonast ég til að hlutverkaskipti verði og að við stöðvum Mourinho og lærisveina,“ sagði Ferguson, en fyrri viðureignin verður á Ítalíu. „Ég er ánægður með niðurstöðu dráttarins. Ég vildi mæta þeim bestu og nú liggur það fyrir að við mætum Evrópumeisturunum og því má segja að ósk okkar hafi ræst,“ sagði Mour- inho í gær. „Ég er spenntur að koma á Old Trafford á nýjan leik. Það hefur ver- ið rifjað upp að mér hafi vegnað vel gegn Fergsuon en það var á þeim tíma sem ég var með Chelsea-liðið. Nú eru aðrir tímar,“ sagði Mourinho ennfremur. Juande Ramos, sem stýrði Totten- ham þar til fyrir skömmu, fer með sína nýju lærisveina í Real Madrid til Liverpool. Þá mun reyna mjög á Rafael Benítez, knatt- spyrnustjóra Liver- pool, sem er Real Ma- drid-maður í hjarta sínu eftir að hafa ver- ið tengdur félaginu um margra ára skeið. Steve McManaman, sem lék á sínum tíma bæði með Liverpool og Real Madrid, seg- ist veðja á að Liver- pool hafi betur í tveimur hörkuleikjum. Liverpool og Real Madrid hafa ekki mæst í stórkeppni í knatt- spyrnu í 27 ár eða frá því að Liver- pool vann, 1:0, í úrslitaleik Evr- ópukeppninnar í París á vordögum 1981. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagðist vera sáttur við and- stæðing síns liðs sem mætir Roma. „Við eigum sömu möguleika á að vinna keppnina og önnur lið sem komin eru í 16 liða úrslit. Keppnin er hins vegar enn erfiðari en ella þegar komið er í 16 liða úrslitin því þá mega menn ekki missa einbeitingu í nokkrar mínútur í leikj- unum tveimur. Þá get- ur fjandinn verið laus.“ Claudio Ranieri, fyrr- verandi knatt- spyrnustjóri Chelsea og núvernandi stjóri Ju- ventus, fer á sinn heimavöll í 16 liða úr- slitum keppninnar. Ranieri var vinsæll á Stamford Bridge í þau tæpu fjögur ár sem hann var þar við stjórn- völinn, fram á sumrið 2004. „Við munum gera okkar besta til þess að koma í veg fyrir að Chelsea geri draum Romans Abramovich að veruleika,“ sagði Ranieri. „Þetta verður mikil áskorun fyrir okkur en það væri synd að segja að ég hafi átt mér þá ósk að mæta Chelsea. Ég hefði fremur vilj- að komast hjá því að mæta Chelsea,“ sagði Ranieri ennfremur. Eiður Smári Guðjohnsen og fé- lagar í Barcelona mæta franska meistaraliðinu Lyon. Það var sam- dóma álit enskra knattspyrnu- sérfræðinga í gær að forráðamenn ensku liðanna væru ánægðir með að sleppa við Katalóníuliðið í þessari umferð. iben@mbl.is MEISTARADEILDIN 16. LIÐA ÚRSLIT Heimild: UEFA Fyrri leikur: 24. og 25. febrúar, 2009 Síðari leikur: 10. og 11. mars, 2009 Barcelona Spáni Man. United Englandi Olympique Lyon Frakklandi Liverpool Englandi Inter Mílanó Ítalíu AS Roma Ítalíu Real Madrid Spáni Arsenal Englandi Chelsea Englandi Porto Portúgal Juventus Ítalíu Villarreal Spáni Panathinaikos Grikklandii Bayern München Þýskaland Atlético Madrid Spáni Sporting Portúgal Spenntur Sir Alex Fergu- son er ánægður að mæta Jose Mourinho á ný. Nær Ferguson fram hefndum? ingur urafr- a ri og g leik- og síð- ingar inu. ur er í m luku ar að ir og rás- með hefja þeir leik kl. 5.26 að íslenskum tíma. Frakkinn Michael Lorenzo-Vera er efstur eftir tvo hringi en hann er á 132 höggum samtals, eða 12 höggum undir pari vallarins. Ernie Els kemur næstur á 10 undir ásamt Damien McGrane, Charl Schwartzel og Lee Westwo- od. Svíinn Oskar Henningsson, sem var með forystu eftir fyrsta dag, náði sér ekki á strik í gær og lék á 74 höggum, eða tveimur högg- um yfir pari, en hann var á 65 höggum fyrsta daginn. Hann hrapaði niður í 27. sæti við þetta. Bestum leik í gær náðu þeir McGrane frá Írlandi og heimamaðurinn Thomas Aiken, en þeir léku báðir á 64 höggum eða átta höggum undir pari. skuli@mbl.is omst áfram á pari VONBRIGÐI ríkja hjá Handknattleikssambandi Evrópu (EHF) með aðsókn á leiki í nýafstaðinni Evrópukeppni í handknattleik kvenna í Makedón- íu. Leikið var í höfuðborginni, Skopje, og í bæn- um Ohrid þar sem talið var að mikill áhugi væri fyrir hendi. Flestir leikirnir fóru fram fyrir hálftómum hús- um nema þegar lið heimamanna spilaði, þá var ævinlega fullt út úr dyrum. Keppnishöllin í Skopje rúmaði 6.000 áhorf- endur en á mörgum leikjanna sem fram fóru í henni voru áhorfendur á milli 800 og 1.000. Þegar ákveðið var að halda keppnina í Make- dóníu vonuðust forráðamenn EHF eftir að leik- irnir yrðu vel sóttir þar sem mikill áhugi er á handknattleik í landinu. En eins og víða annars staðar þá er sá áhugi eingöngu bundinn við heimaliðið. Margir telja að hátt miðaverð, 30 evrur, hafi hrakið fólk frá. Fyrir 30 evrur getur fjögurra manna fjölskylda borðað veislumat, drukkið glas af víni eða gosi með á veitingastað í Skopje. „Verðlagning og miðasala var í höndum heima- manna. Ljóst er hins vegar að við verðum að fylgjast með verðlagningu og öðru slíku í framtíð- inni,“ sagði Michael Wiederer, framkvæmdastjóri EHF, við TV2 í Danmörku. „Í okkar augum skiptir höfuðmáli að aðsókn á alla leiki í keppni sem þessari sé góð, bæði til þess að tryggja fjár- hagslega útkomu mótanna og eins að þau veki sem mesta athygli.“ iben@mbl.is Vonbrigði með aðsókn á leiki EM Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Það eru Hollendingar sem fara upp- fyrir Íslendinga og eru í 17.-18. sæti ásamt Finnum. Holland vann alla fjóra leiki sína síðan listinn kom síð- ast út, m.a. Spán tvívegis í umspilinu fyrir EM og lagði síðan Frakkland í vináttulandsleik á útivelli. Ísland mætir einmitt Hollandi í vin- áttulandsleik í Kórnum í Kópavogi þann 23. apríl. Íslenska liðið tapaði fyrir Frakk- landi, 2:1, í síðasta leik riðlakeppni EM, gerði jafntefli við Íra, 1:1, í fyrri leik umspilsins og vann þá síð- an, 3:0, á Laugardalsvellinum. Þjóðirnar tólf sem leika til úrslita í Evrópukeppninni raða sér í efstu tólf sæti Evrópuþjóða á listanum og Ís- land er neðst þeirra. Litlar breyt- ingar eru á listanum, Hollendingar hækka sig mest, Danir fara uppfyrir Frakka og í 7. sætið, Englendingar uppfyrir Kanada og í 10. sætið og Ítalir uppfyrir Kínverja og í 12. sæt- ið. Bandaríkin, Þýskaland, Brasilía, Svíþjóð, Norður-Kórea og Noregur sitja í sex efstu sætum listans eins og áður. 149 þjóðir á listanum Síðan koma Danmörk, Frakkland, Japan, England, Kanada, Ítalía, Kína, Ástralía, Rússland, Úkraína, Holland, Finnland og Ísland. Alls eru 149 þjóðir á heimslist- anum, þar af 47 úr Evrópu. Listinn er gefinn út á þriggja mánaða fresti og kemur næst í lok mars. Morgunblaðið/Golli Loftbardagi Dóra Stefánsdóttir er lykilmaður í kvennalandsliðinu.  Númer 19 hjá FIFA  Tólfta í Evrópu ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knatt- spyrnu byrjar stærsta ár sitt í sögunni sem lægst skrifaða liðið af þeim tólf sem leika til úrslita um Evrópumeist- aratitilinn í Finnlandi síðsumars. Ís- land er í 19. sæti á nýjum heimslista FIFA sem birtur var í gær og hefur fall- ið um eitt sæti frá því hann var síðast birtur, í september. Ísland lægst skrifaða liðið á EM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.