Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 9

Pöntunarfélagsblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 9
9 ) handa föstum viðskiftamönnum, en þó ekki nema tekið sé talsvert í einu. Tilgangur P. V. var lieldur ekki sá að keppa eingöngu við kaupmenn þessa, enda búðin ekki stofnuð með það fyrir augum, að hafa alla verzlun fé- lagsmanna. Sá þáttur verzlunarinnar, sem er aðal kostur við félagið fyrir meðlimina, er pöntunarstarfsemin. Þar er selt á heildsöluverði, og aðeins lagt á fyrir nauðsynlegum kostnaði, svo sem vinnulaunum, húsnæði, sundur- vigt o. fl. Reynsla er fengin fyrir því, að nauðsynleg álagning, til þess að hera þennan kostnað, er 5°/0 í viðhót við hluta af heildsöluágóðanum, sem félagið er nauðbeigt til þess að taka til sín, hinn helmingur, álagningarinn- ar, eða 5°/0, hefir verið endurgreiddur félagsmönnum, sem arður af pöntunar- viðskiptum. Þá vil ég skýra mismun þessa tvenns- konar verðlags, sem hér liefir verið drepið á. Taki maður pöntunarlista, reikni út með pöntunarverði, miðað við eina einingu af hverri tegund, verður það alls kr. 72,04. Síðan leggst á þetta 5%, sem er hin raunverulega álagning, og verður þá upphæðiu kr. 75,64. Þetta er pöntunarverðið. — Reikni maður aftur á inóti sömu vöru út með búðarverðinu, miðað eins og áður við eina einingu af hverri tegund, verður útkoman kr. 93,86. Mismunur þá kr. 18,22 eða 24,% sem er hreinn ágóði fyrir þann, sem pant- ar, fram ylir þann, sem kaupir á al- mennu búðarverði, en félagsmaður, sem fær 10% afslátt, borgar kr. 8,84 eða 12% meira en liann myndi horga fvrir sömu vöru í pöntun. Sá, sem verzlar við Pöntunarafgreiðsl- una greiðir kr. 75,64 fyrir sönu vöru og hann kaupir af kaupmanni fyrir kr. 93,86, en þær kosta í búð P. Y. kr. 84,48 fyrir félagsmenn. A sumum vörutegundum er þó meiri mismunur (frá búðarverðinu) heldur en á öðrum. T. d. er mismun- ur á hveiti 14 aurar, en á kaffipakk- anum 10 aurar. Algengt er að keypt er meira af hveiti eða korntegundum en af krffi eða annari slíkri vöru, t. d. maður, sem kaupir 10 kg. hveiti og 1 kg. kaffi, hann hagnast meira en sá sem kaupir 10 kg. af kaffi og 1 kg. af hveiti. Þarna kemur þá fram ágóði sem ekki er tekinn til greina í út- reikningnum, því þar er aðeins mið- að við eina einingu af liverri tegund. — En það verður líka að athugast, að mismunurinn er ekki alltaf sá sami, því verðlagið er breytilegt, einkum heildsöluverðið en eins og verðið er nú, er mismunurinn eins og áður segir. Með öðrum orðnm, þegar meðlimur í P. Y. hefir verzlað fyrir 100 kr. gegnum Pöntunarafgreiðsluna, þá hefir hann innunnið sér fyrir kostnaðinum við að ganga í félagið, sem er kr. 5,00 inntökugjald og kr. 10,00 vaxtahréf eða kr. 15,00 í allt, og þar að auki að ininnsta kosti kr. 10,00, auk afsláttar, sem félagið veitir honum í öðrum verzlunum. Teljum svo að einn heimilisfaðir verzli fyrir kr. 600,00 yfir árið eða kr. 50,00 á mánuði við Pöntunaraf- greiðslu P. V., þá hefir liann fengið í Ifreinan ágóða kr. 150,00 af aðeins eins árs verzlun, því að sömu vörur

x

Pöntunarfélagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pöntunarfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.