1. maí - Akureyri - 01.05.1929, Blaðsíða 3
1. MAÍ
3
•--•
megi öruggir stefna á. Það má
ekki bregðast því trausti, sem
allir sannir jafnaðarmenn í flokki
vorum hafa á því. Það má ekki
verða í framtíðinni flöktandi
hrævareldur, sem hverfur þeim
sjónum, þegar minst varir, sem
hefir sett traust sitt á það og haft
það að leiðarljósi. Þá væri betur
farið að það hefði aldrei verið
stofnað.
En vjer þurfum ekkert a'ð ótt-
ast, fjelag vort stendur á tfaust-
um grundvelli og andi samheldn-
innar ríkir innan vjebanda þess.
Engar árásir megna að rjufa
þá skjaldborg, sem vjer höfum
slegið um hugsjóriir vorar. Það
vorar í náttúrunni og það vorar
líka í þjóðlífi voru. Fjelag vort er
einn voi'boðinn, sem flytur ilm-
blæ nýrra hugsjóna yfir þjóðina,
eins og vorið flytur gróðurþrung-
inn vorblæ úr suðri yfir landið.
Eins og virki hins kaldlynda vetr-
ar hrynja fyrir vorvindunumeins
munu í framtíðinni virki aftur-
haldsins og musteri mammons-
dýrkunarinnar hrynja til grunna
fyrir renningum jafnaðarstefn-
unnar.
Þið ungu menn og ungu konur,
sem ennþá hafið ekki tekið neina
fasta afstöðu til stjórnmála. At-
hugið það að engin stjórnmála-
stefna hefur farið svo stórkost-
lega sigurför um heiminn á eins
skörrimum tíma eins og jafnaðar-
stefnan. Hvers vegria? spyrjið
þið. Svarið er einkunnarorð jafri-
aðarmanna: frelsi, jafnrjetti,
bræðralag, og hver vill ekki berj-
ast undir merki, sem ber slík ein-
kunnarorð?
Það þjóðskipúlag sem nú ríkir
getur ekki átt sjer langan aldur.
Alt, sem er jafnmörgum mein-
semdum hlaðið, hlýtur að vera á
vegi til grafar.
Einmitt í dag ættuð þið að setja
ykkur í spor þeirra, sem mest og
best hafa unnið fyrir þessa
bræðralagshugsjón. Þeirra, sem
hneptir hafa verið í fjötra og lát-
ið hafa lífið fyrir þann sannleika,
að engum bæri meira en öðrum af
þessa heims gæðum. Sárt ,er til
þess að vita, að enn þann dag í
dag skuli vera til meðal verklýðs-
stjettarinnar þeir menn og þær
konur, sem fylgja auðvaldinu að
málum og ef til vill þeir, sem
mest verða á sig að leggja, til
þess að geta framfleytt sjer og
sínum.
Hve lengi á það að ganga?
Undir niðri svíður þeim hversu
mikils þeir fara á mis, vegna fá-
tæktar og erfiðis, en þá vantar
kjark til þess að slíta af sjer
hlekkina. Fyr eða síðar kemur
stundin »að hin kúgaða stjett
hristir klafann og sjer hún er
voldug og sterk«.
O ■ -- N
V ö K u d r a u m u r.
Kaldan vetrardag sat jeg úti við
glUggann minn og virti fyrir mjer borg-
arlífið á götunni fyrir neðan mig.
Margt bar fyrir augu mjer. Jeg sá auð-
menn aka skrautbúna í bifreiðum sín-
um; jeg sá tötrum klædda öreiga bera
þungar byrðar á herðum sjer. Jeg sá
unga, glaða og' ljettlynda menn, sem
litu vonglöðum augum á lífið framund-
an, sem fól hamingjuna í skauti sjer;
og jeg sá einnig hruma öldunga, sem
aðeins vírtust eiga eftir örfá spor til
gi-afai-bakkans. Alt þetta benti mjer á
hina misskiftu, dutlungafullu og hverf-
ulú lífsgæfu. Auðui-inn og örbirgðin
bentu mjer á órjettlæti hennar, æskan,
lífið, ellin og’ dauðinn á hverfulleik
hennar. Ér jeg var að hugleiða þétta,
beindist athygli mín skyndilega að öðru,
betlari nokkur kom haltrandi eftir göt-
unni og staðnæmdist í'jett niður undan
glugga mínum. Hann hallaðist fram á
hækjur sínar skjálfandi af kulda. Hann
bar það með sjer, að hann hafði ekki
altaf átt sjö dagana sæla. Erfiði, veik-
indi og hungur höfðu greinilega rist
hinar átakanlegu rúnir sínar á andlit
hans. Eg opnaði gluggann til þess að
virða nánar fyrir mjer þetta olnboga-
B y 11 i n g.
Nú fátækir stynja í hörðustu höftum,
og höfðingjablóðsugur lifa á þeim.
Þegar fjötrarnir bresta af fastbundnum
kröftum
mun friðurinn hverfa úrmannannaheim,
því haturs er eldur £ alþýðu sál,
og áður en varir þá geysist fram bál,
sem breytir í öskubing auðkýfings-höll.
Þá vamirnar auðvaldsins afli því mótí
þær eyðast og brotna sem grautfúið
sprek,
og hrekjast á brautu í hjörvanna róti
sem hrísla í brimróti fari á rek.
Og jöfnúður byggir þá hug og heim
og hnýttur er lárviðarsveigur þeim,
sem gáfu sitt blóð fyrir bágstaddraheill.
bam þjóðfjelagsins, Þá sá jeg að hann
rendi augunum til himins og bað: líkn-
sami Guð! Lít þú til allra bágstaddra.
Ejett í því kemur velbúinn maður eft-
ir götunni. Það var kaupmaður sem
auðsjáanlega hafði aidrei snert við öðm
um dagana, en að telja peninga. Betl-
arinn rjetti fram hendina um leið og
hann gekk fram hjá honum. Kaupmað-
urinn leit á hann fyrirlitningaraugum
og sagði: »Sá, sem ekki vill vinna, á
ekki heldur mat að fá; það er enginn
gustuk að ala slíka letingja sem þig,
sem aldrei nenna að taka ærlegt hand-
tak, heldur lifa sem sníkjudýr á þeim,
sem vinna sig áfram með ráðdeild og
dugnaði. Síðan-gengur hann leiðar sinn-
ar. Jeg leit á eftir honum og hugsaði:
»Illmenni! Hvenær hefir þú unnið ær-
legt handtak? Hefir þú ekki sýnt mest-
an dugnaðinn sem sníkjudýr á þeim,
sem vinna«. Litlu síðar kemur prestur
nokkur somu leið. Þegar hann sjer betl-
arann rjetta fram höndina, lítur hann
á hann með kennimannlegum vandlæt-
ingarsvip og segir: »Safna ekki jarð-
neskum auðæfum, sem mölur og ryð fær
grandað, heldur safná fjársjóðum á
himnum. Þjóna Di-ottni en ekki mamm-
oni«. Jeg leit á prestinn og hugsaði:
»Hræsnari! Gef þú aleigu þína fátæk-
og sýndu með því, að þú þjónir ekkí
mammoni. Innrættu mönnum kenning-