Aldan - 19.03.1926, Blaðsíða 3

Aldan - 19.03.1926, Blaðsíða 3
ALDAN 8 ALDAN: Blað íslenskra sjómanna kemur út hvem föstudag og oftar ef ástœður leyfa. Ritsjóri og ábyrgðarmaður Jónas Jónasson, cand phil. Sími 643. Túngötu 2. Reykjavík. Árgangurinn kostar 6 kr. — Greiðist fyrir 1. júlí. Prentsmiðjan Acta. Verkfallíð. -tr •<r ~ir -ir ------------- 011 heimili á íslandi ættu að nota Jiinar alþektu nauðsynjavörur frá cand. pharm VIBE HASTRUPS Kemiske Fabriker Kaupmannahöfn. Verkaikvennafjelagið Framsókn hefui’ auglýst kauptexta 85 aura um tímann. Vinnuveitendur vilja ekki greiða nema 80 aura, mis- munurinn er 5 aurar um tímann eða 50 aurar á dag með 10 tíma vinnu er gerir 3 krónur yfir vikuna. Samúðarverkfall er nú hafið af mönnum, sem vinna að uppskip- un á fiski úr skipum, er koma með afla að landi og fæst nú ekki fiskurinn losaður úr skipunum. Ef verkfallið helst í eina viiku og verkfallskonur fá að þeim tíma liðum kröfum sínum fullnægt eru þær 16 vikur að vinna upp stöðv- unina, sem þessi eina vika igerir. Auk þess er kaup þeirra tnanna, sem vinna að afgreiðslu togar- anna þessa einu viku. það er ekki gott að reikna hvað sú vinna nemur miklu. Ef gert er ráð fyr- ir, að 3 togarar verði afgreiddir að meðaltali á dag yfir besta hiuta vertíðarinnar, er það sama og stöðva vinnu við afgreiðslu 18 skipa yfir 6 virku daga vikunnar. Afgreiðsla eins togara, sem kemur með góðan afla — 80—100 tunn- ur lifrar — kostar um 3000 krón- ur í vinnulaun. Vinnutap verka- manna við stöðvun á afgreiðslu 18 togara nemur því 54000 krónum. það tekur 10 vikur fyrir 1800 stúlkur að vinna upp það tap með 5 aura hækkuninni um tímann. Langbesti tíminn fyrir fiskimenn- ina á togurunum er vertíðin, að því leyti að þá innvinna þeir sjer mesta peninga. Með meðalafla mun lifrarhlutur háseta nema um 15 krónum á dag yfir vertíðina. þeir ekki tíma til þess sjálfir, að úthluta eða skifta á því af aflanum, sem þeir notuðu ekki til eigin þarfa, en vildu láta aðra verða aðnjótandi. Til þess að ann- ast það fengu þeir aðra menn, verslunarmennina. Frá fyrstu tím- um hefur það því verið eðlilegt og órjúfanlagt náttúrulögmál, samstarfið milli fiskimannastjett- arinnar og verslunarmannastjett- arinnar. þær stjettir eru svo ná- tengdar hvor annari og eiga svo mikið sameiginlegt, að góð sam- vinna þeirra í millum er líftaug, sem aldrei má slitna eða getur slitnað án þess af hljótist þjóðar- ógæfa. ' Sumar mestu menningarþjóðir heimsins, 1 sem stundað hafa veiðiskap frá ómunatíð, viður- kenna, að fiskiveiðamar sje gmndvöllurinn undir menningu þeirra og því valdi, sem þær hafa Gerduft með Cítróndropa Vanilledropa Möndludropa Piparmyntur Cardemommer Fægilög Ávaxtaliti Taubláma Soyer Gúmmístígvjelaáburð og án vanille, Skósvertu Skógulu Hárvötn Brilliantine Tannpinumeðöl Bonevax Saumavjelaolíu Vaseline Leðuráburð á aktýgi og reiðtygi Sendið pantanir yðar eða biðjið um verðlista annað- hvort beint frá verksmiðjunni eða frá einkaumboðsmanni hennar fyrir Island C. B. Eyjólfsson Reybjavík. jf. jf. j(. jf. j(. j(. j(. j(. j(. j(. j(. j(. j(. j(. j(. jf. jj. jf. jf. jf. jf. jf. jf. jf. jf. Meðan verkíallið er, tapa sjómenn þeim peningum sem lifrarhlutur þeirra nemur ef þeir væru að veið- um. það er illa farið. 1 haust áttu hásetar á togur- unum í deilum út af kaupgjaldi við útgerðarmenn. Nú þegar sá timi er kominn að líkur eru til, að þeir innvinni sjer sæmilegt kaup, er vinna þeirra stöðvuð af verka- konum og verkamönnum í landi. Slík er meðferðin á íslenskum fiskimönnum á landi hjer. Mönn- unum, sem mest og best unnu að því, að koma íslensku þjóðinni og fjárhag ísler.ska ríkisins úr náð á heiminum. Enda hafa þjóð- ir eins og t. d. þjóðverjar, Hol- lendingar og Englendingar, lagt mikla rækt við það, að auka fiski- veiðar sínar og gera aflann fjöl- breyttann og verðmætan. Er nú svo komið hjá þessum þjóðum, að allur fiskur og fiskúrgangur er hirtur og notaður á ýmsan hátt. þessar þjóðir hafa tekið höfuð- skepnumar, loft, jörð, eld og vatn í þjónustu sína við geymslu og meðferð aflans. það, sem ekki er selt nýtt, er saltað, kælt, fryst, reykt eða soðið niður o. s. frv. Allur úrgangur, svo sem lifur, hrogn, roð og innýfli, er með verksmiðjuvinslu notað til matar, meðala, iðnaðar, skepnufóðurs, áburðar á akra og engi o. s. frv. Framh. ----o----- því fjármálaöngþveiti, sem það var komið í um áramótin 1923 og 1924. þetta er samúðin og skilningurinn, sem þeir mæta hjá verkakonunum, er þeir vinna fyr- ir með aflabrögðum sínum, en það er grundvöllurinn undir fiski- vinnu verkakvennanna í landi. Al- þýðublaðið og foringjar Alþýðu- flokksins hafa haldið fram hækk- un íslensku krónunnar í „pari“. Eina skynsamlega leiðin til þess er að framleiðsla sjávarútvegsins haldi uppihaldslaust áfram yfir besta tímann. Með verkfallinu er komið í veg fyrir það, og hafa þá foringjar Alþýðuflokksins með því að stuðla að verkfallinu, bein- línis unnið móti verðhækkun krónunnar og þar með að dýr- tíðin minki og kaup óbeinlínis hækki. Er ekki annars kominn tími til þess fyrir ykkur fiski- menn góðir að athuga hvers kon- ar foringjar það eru, sem þið hafið ? Nú þegar blaðið er að fara í pressuna, hefur Fjelag íslenskra botnvöi'puskipaeigenda gefið út tilkynningu um einskonar „Lock out“ frá vinnu við útskipun á kol- irm og salti er þeir ráða yfir. Með þessu er málið komið inn á nýjan grundvöll og nýja stefnu, er sýnir það og sannar, að at- vinnuveitendur, í þessu máli, eru, þótt sorglegt sje, jafn skammsýn- ir og verkakonurnar, sem hlýta forsjá sjer lakari og skammsýnni manna, Með þessu skrefi hafa at- vinnuveitendur sýnt það, að þeir, Allskonar sjótryggingar °g brunatryggingar Hringið i sfma 542 eða 254 þá er yður borgið. vegna auðvirðilegra smámuna, skeyta litlu — jafnvel engu — um velferð þeirra manna, sem vixma á skipum þeirra og leggja líf og limi í sölumar til þess að atvinnu- vegurinn geti haldið áfram og borið eigendunum arð. Með þessu stigi er það sýnt, að landfólkið, þ. e. atvinnuveitendumir, verka- konur og forsprakkar þeirra, kæra sig kollótta, þótt sjómenn tapi hluta af atvinnu á miðri vertíð og þótt við stöðvunina komi fram eðlilegt vantraust erlendis á Is- landi og íslenskum atvinnuvegum, vegna sífeldra verkfalla hjer heima fyrir. það er gott og blessað að geta sett hnefann í borðið þegar ástæða er til. En þegar báðir aðilar í þessu verkfallsmáli gera sig jafn- hlægilega og nauðasmásmuglega og raun ber vitni, þá getur maður ekki annað en ráðlagt báðum að- ilum í fullri alvöm að sættast — segjum upp á 82^/2 eyri á klst., ef það gæti fyrirbygt vandræði frekar en orðin eru. Annars mun mála sannast, að fáir viðkom- andi forsprakkar kæri sig um að krónan standi í stað, hvað þá að að hún stigi, á það bendir ótví- ræð framkoma alþýðuforsprakk- anna og því miður skammsýni atvinnuveitendanna. ----o----- Slysfarir. Fyrir skömmu fórust í lend- ingu í Grindavík 8 menn. Voru á skipinu, er fórst, alls 11 menn; náðust þrír lifandi, en einn ljest skömmu eftir að hann náðist. Með þessum sorglega mannskaða eru alls komnir í sjóinn 29 ís- lenskir sjómenn á tiltölulega skömmum tíma og virðist eigi ótímabært, að landsmenn hefjist handa meir en verið hefur til að fyrirbyggja eftir föngum hin tíðu slys, er verða á sjó hjer við land. Að því miðar sú hreyfing, sem nú er að risa og kalla ætti „Björgunarfélag íslands". þetta nauðsynjamál þjóðarinnar er eitt af aðalmálum blaðsins, og ættu því

x

Aldan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aldan
https://timarit.is/publication/746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.