Ísland - 26.03.1927, Síða 1

Ísland - 26.03.1927, Síða 1
LAND BLAÐ FRJÁLSLYNDRA MANNA 1. árg. Laugardaginn 26. mars 1927. 1. tbl. Vér stöndum á grundvelli frjálslyndu stefnunnar. Brunatry g- gingar — Sími 254. S j ó vát ry g gin g ar Sími 542. - Alinnlent fyrirtæki. - Útg'erðarmenn! Höfum fyrirliggjandi og útvegum: IPorskanet, Síldarnet, Silunganet, Kolanet, ILaxanet, Trawlnet, i Snurrevaader, i og alt, sem að þessum veiðiskap lýtur. ^jQÍéarfœravsrzL ^&iaysir". Vér sem stöndum að þessu blaði mununi skýrt og óhikað segja til bver aðstaða vor er í stjórnmálum. Frjálslynda stefn- an er grundvallarstefnan er vér fylgjum. Vér munum hiklaust berjast gegn afturhaldinu i hvaða flokksmynd, sem það birtist. Afturhaldið hefir náð of mikl- um tökum á þjóðinni, meiri tökum en nokkurn hafði grun- að. Vér sjáum þess ljós merki í þinginu nú. Ákvæði í stjórn- arskrárfrumv. stjórnarinnar nú, að hafa þing annaðhvort ár er ótvirætt afturhaldsspor. Með því er valdið dregið að mun úr höndum kjósenda og lagt í hendur stjórnarinnar. Á timum þeim er vér lifum á, þegar alt er orðið svo margþætt og hvirfil- vindar stjórnmálanna rykkja i grundvöllinn, sem þjóðskipu- lagið hvílir á, er óverjandi að draga úr valdi þingsins, sem er aðalkjölfestan á óróatimunum. Þá eru auðsæ afturhalds- merki á litilsvirðingu þeirri, er gildandi stjórnarskrá landsins er sýnd. Má sjá þetta ótvírætt á bankafrumv. stjórnarinnar, þar sem bankastjórum er bann- að að sitja á þingi, þrátt fyrir það þó rjettur þessi til þingsetu sje lögfestur í stjórnarskránni. Samskonar lítilsvirðing fyrir grundvallaratriðunum koin fram, er landið eftir lát Jóns Magnús- sonar var stjórnlaust í nokkra daga. Slík litilsvirðing á grund- vallaratriðunum eru ljós merki um yfirgang ihaldsins í landinu. Pó hefir þótt kasta tólfunum, þegar berserksgangurinn kom á ihaldsmanninn, Sigurð E*órðar- son, sem i æði sínu formælti þjóðinni og var á eftir borinn á gullstól ihaldsinsins, sbr. greinina í Verði, sem var þrung- in af guðmóði hins unga rit- stjóra afturhaldsins. Hér er að- eins minst á örfá dæmi, er sýna að ihaldið er samt við sig, bæði hér og annarsstaðar. Fyrir frjálslyndi er mikið verk að vinna hér með þjóð vorri. ekki síst fyrir það að flokkurinn, sem kallar sig fram- sóknarflokk, er einnig hart leik- inn af anda afturhaldsins og ósjeð hvort hægt verði að reka þann anda út. Stefnuskrá frjálslyndra manna er birt hér í blaðinu. Höfuðmal- in verða rædd ýtarlega jafnóðum og þau koma á dagskrá þjóðar- innar. En að einu meginatriði þykir þó rétt að víkja nú þegar i þessari grein. Vér lítum svo á, að meginstoðirnar undir fram- tíð þjóðarinnar sje fjarhagslegt sjálfstæði hennar. Því er það nauðsynlegt að þjóðin fái sem glöggasta skýrslu um alla fjár- hagsaðstöðuna. En á þessu hefir stundum verið allmikill misbrestur. Stjórnmálabrellur hafa stundum lagst eins og þoka yfir sannleikann í fjár- málunum. þannig hafa blöð ihaldsstjórnarinnar, svo að segja strax eftir að fiokkurinn kom til valda, raupað mjög yfir að hafa bjargað fjárhag þjóöar- innar. Þetta íburðarmikla raup varð til þess að skapa of mikla bjartsýni bæði hjá þjóð og þingi. Ráðist var í margt í því trausti að vér stæðum á traust- ari grundvelli en raun var á. Nú mun öllum ljóst hvers virði digurmælin voru um björgun fjárhagsins. Nú erum vér á hörðum Urepputimum, og drjúg- an þátt i örðugleikunum á gengispólitík stjórnarinnar. En nú dugir ekki að blína á þetta. Hitt skiftir mestu að horfa í augun á ástandinu eins og það er og reyna að leiða þjóðina út úr þeim fjárhagslegu ógöng- um, sem hún er komin f. Hins- vegar ætti flokkur stjórnarinnar að láta sjer vítin að varnaði verða og vera sparari á digur- mælin en verið hefir. Saga þjóðarinnar og saga allra þjóða, sýnir oss, hve mikla yfir- burði frjálslynda stefnan hefir yfir ihaldsstefnuna. þessir yfir- burðir eru enn hinir sömu. Frjálslynda stefnan hefir svo að segja altaf haft forustuna er stórvirkin hafa verið unnin. lhaldið, eða afturhaldsstefnan hefir aftur, er sigrarnir voru unnir, lygnt augunum og reynt að tileinka sér þá. Athugið hver aðstaða núverandi foringja í- haidsins var í sjálfstæðismálum vorum. Og þjer munuð sjá hvað mikil festa er í lögmáli aftur- baldsins á öllum timum. Blað þetta á að gefa skýrar og sannar myndir af þeim við- burðum, sem gerast í stjórn- málunum, svo þjóöin geti sem bezt fylgst með því sem er að gerast. En mjög er nú kvartað yfir því, hvað óáreiðanlegar fregnir þær séu, sem blöðin flytja. Fyrsta skilyrðið til þess að dómar þjóðarinnar geti orð- ið réttir i stjórnmálunum, er að viðburðirnir sjálfir séu ekki rang- færðir. Það felst í þeirri grund- vallarstefnu, sem blaðið fylgir, að vér munum berjast hart gegn þeim stéttarrfg, sem meir og meir ber á, ár frá ári. Vér röð- um ekki mönnum niður eftir stéttum, heldur eftir skoðunum. Vér höfum óbilandi traust á því, að þess betur sem frjáls- lynda stefnan skýrist fyrir þjóð- inni, því fleiri fylgismenn mun hún vinna. Oss finst það liggja í hlutarins eðli, að andans menn í landinu muni fylla vorn flokk, enda hafa margir þeirra lofað oss aðstoð sinni við biaðið. I5að er óþarfi að taka það fram, það nægir í því efni að vísa til stefnuskrárinnar, að vjer mun- um leitast við að styðja báða atvinnuvegina af alefli og að sjálfsögðu stöndum vér fast með frjálsri verslun. í stjórnmálun- um, sem annarsstaðar er það víðsýnin, sem mestu fær áorkað. Víðsýnin hefir og jafnan verið skoðuð sem einkenni frjálslyndu flokkanna. Á víðsýninni þarf hvergi meira að halda en í blaða- heiminum. — þegar vér nú hefj- um þessa nýju starfsemi vora, þá er það með þeim einlæga hug, að leitast við að koma ekki inn í skuggahverfi blaðamenskunn- ar, heldur stefna hærra þangað, sem »viðsýnið skín«. Vér treystum þvi, að frjáls- lyndir menn i þessu landi muni fylkja sér um blað vort og stefnu vora. Þjóðernis- tilíinningin. Sambandsþjóð vor Danir er vakandi í þjóðernismálum sin- um. Ljósasta dæmið eru þjóðar- samskotin, þegar á því þótli bóla að þýskt fjármagn væri að draga danskar fjáreignir yfir á þýskar hendur. Áhuginn i því máli var Dönum til mikils sóma. Ef vér nú litum í vorn eigin barm, mundum vér þá getað fagnað því að þjóðernistilfinn- ingin væri eins vakandi bjá oss eins og sambandsþjóð vorri. Ný- lega gat Sigurður Eggerz þess i ræðu, fullveldisdaginn 1. des. Að vér mundum að sjálfsögðu 1943 nota uppsagnarákvæði sam- bandslagasamningsins. Benti á að þjóðin yrði að vera vakandi svo mistök yrðu ekki á atkvæða- greiðslunni, og að nauðsyn bæri til þess að vér yrðum sem best undir það búnir að taka öll málin í vorar hendur. Engum mundi nú hafa getað dottið í í hug að þessi sjálfsögðu um- mæli vektu óióa. En hvað skeð- ur. Ýms dönsku blöðin virðast steinhissa á þessum ummælum. Dr, Valtýr Guðmundsson, og annar Islendingur, sem að dómi Berlings er merkur maður, en þorir þó ekki að láta nafn sins getið, reynir að friða blöðin með því að undirstrika áhrifaleysi Sigurðar Eggerz og fullvissa um að hann muni standa nokkuð einn um þetta. Magnús Guð- mundsson ráðherra segir, að ekki sje kominn tími til að hugsa um þetta enn þá. Er nú allur þessi vesaldómur ekki ljós vottur þess að þjóðernistilflnningin er ekki nógu vakandi hjá oss, þar sem ekki eru nú nema 16 ár þang- að til atkvæðagreiðslan fer fram, því skildum vér þá ekki nú þegar, í jafn miklu máli, gera oss alla aðstöðu vora ljósa og ihuga allan þann undirbún- ing, sem nauðsyn er á. Sam- bandslögin hefðu aldrei verið samþykt af íslands hálfu ef upp- sagnarákvæðið hefði ekki staðið í þeim, það var kjarna atriðið. Sannleikurinn mun nú áuðvitað sá, að þó að gera eigi Sigurði Eggerz þann greiða að einangra hann í þessu máli, þá mun þaðf- sýna sig að mikill meiri hluti þjóðarinnar mun líta eins á málið og hann. Við síðustu kosningar í Dalasýslu lýstu auk Sig. Eggerz |bæði frambjóðandi ihalds og framsóknarflokksins því yfir að þeir vildu 1943 nota uppsagnarákvæði samningsins. Fróðlegt verður nú að heyra hvort þeir hafi verið í ósam- ræmi við flokka sína um þetta mjög mikilvæga atriði. En ef það væri nú rjett að mikill meiri hluti þjóðarinnar væri á sömu skoðun og Sig. Eggerz og aðrir frjálslyndir menn um þetta mál sbr. stefnuskrá frjálslynda flokksins, hvernig stendur þá á því að Danir mega ekki fá að heyra þetta. Uppsagnarákvæðið er komið inn í samninginn með samþykki Dana. Og þvi er svo langt frá þvf, að vér með uppsögninni gerum á hlut þeirra, þeir sem ekki treystast til að ssgja Dönum einarðlega frá þessu eiga þá eitthvað af gömlu undirokununni ennþá í blóðinu. Ef vér viljum halda trausti og virðingu sambandsþjóðar vorrar en það teljum vér sem að þessu blaði stöndum skifta miklu, þá verðum vér að sýna þeim að vér eigum lifandi þjóðernistil- finningu eins og þeir. Eins og þeir vilja ekki sleppa einum þumlungi af danskri jörð yfir á aðrar hendur, eins viljum vér ekki sleppa einni einustu agnar- ögn af þeim rjetti, sem vér eigum að guðs og manna lögum. Ef vér ekki notuðum upp- sagnarákvæðið 1943, þá mund- um vér áreiðanlega hljóta af því ekki aðeins óvirðingu sambands- þjóðar vorrar heldur og einnig annara þjóða, sem fylgjast með allri sögu vorri að fornu og nýju. Vér viljum vænta þess að þjóðin skifti sér ekki í flokka um þessi mál, en standi að þeim með einum hug. Ef þjóðernistilfinningin sljógv- ast, þá sljógvast fleira. Næm þjóðernistilfinning er vottur um vakandi þjóð. Og ekki er smá- þjóðunum sfzt nauðsyn á því að vaka. Því ef vér ekki vökum sjálfir, hver vakir þá fyrir oss.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.