Ísland - 04.06.1927, Blaðsíða 1
1. árg.
Laugardaginn 4 júní 1927.
BLAÐ FRIÁLSLYNRDA MANNA
Myndir
en ekki mál.
í síðasta blaði „Tíiuans“.
blaðinu, þar sem framboðum
al hálfu flokksins er lýst,
skyldi maðiir hafa ætlað, að
einhver greinargerð kæmi frá
flokknum um það fyrir hverju
hann ætlaði að berjast við kosn-
íngarnar. En því var ekki að
heilsa; annað kom, sem ef til
vill er meira virði fyrir kjós-
endurna, fluttar voru myndir
af frambjóðendunum og ættar-
■tölur þeirra.
Myndirnar voru áreiðanlega
til hins mesta sóina fyrir
niyndasmiðinn, sem starfaði að
þessu framsóknaryerlti, og ætt-
artölurnar sýndu ýmsa svo á-
gæta fo,-feður, að ætla hefði
mátt, að synir þeirra hefðu
farið inn í annan flokk en
i ramsóknarflokkinn.
En hvorki af myndunum
né ættartölunum, sést hvað
það var sem flokkurinn ætlaði
að berjast fyrir í framtíðinni.
Enginn stafur sýndi hvað
kosningarnar ættu að snúast
uin. Er þetta ekki sú allra
hesta Ijósmynd, sem hægt er að
sýna af stjórnmálunum á ís-
kindi undir ægisskildi þeirra,
sein nú ráða? Fyrir mál eru
kjósendunum boðnar mvndir.
En því tefla þeir ekki afrek-
«num l'ram?
Af þvi þau eru engin.
Framsóknarflokkurinn á eng-
in afrek að baki sér. Saga hans
er stult, en saga hans er ekki
saga afrekanna.
Og eltki varpar síðasta þing-
saga flykksins neinni birtu yf-
lr braut hans Andstaða hans
a þinginu varð ekki til þess
að koma hinu hreina lofti
hugsjónaflokksins inn í þing-
salinn — þvi flokkinn vantaði
hugsjónirnar. —
Hugsjón flokksins hefur að-
eins verið að stækka.
Hann hcfur reynt með als-
konar brögðum að viða að sér
nýju liði — og þegar liðið er
komið lil hans, þá undir eins,
bó hann hafi barist áður gegn
hvi, þá koma myndirnar og
^ttartölurnar.
Flokkur með hugsjónum
V,H stækka vegna afrek-
anr>a sem hann hefur unnið
eða aitlar að vinna. — Hvað
ætlar framsóknarflokkurinn að
vinna? Hann segist ætla að
starfa að viðreisn landbúnað-
arins. íhaldsflokkurinn segist
einnig ætla að starfa að við-
reisn landbúnaðarins. En
hvernig reiddi þessu viðreisn-
arstarfi af á síðasta þingi. Hve
mikla þýðingu hefir ekki nægi-
legt fjármagn til landbúnaðar-
ins fyrir viðreisn hans?
En hvað gerist á siðasta
þingi? Á siðasta þingi var kveð-
inn niður, með eindreginni að-
stoð framsóknar, höfuðvon
landlninaðarins,, rikisveðbank-
inn. Þegar Sig. Eggerz barðist
fyrir því máli, þá fékk hann
eindregið lof framsóknar og
Jónasar. En hvað nú? —- Nú
leggja þeir þessa fraintíðarvon
landbúnaðarins í gröfina. Og
þessi flokkur hefur sérstaklega
tekið landbúnaðinn að sér. • —
Og hvar eru hin afrekin úr síð-
ustu þingsögu flokksins. Það
er Titan.
Hve prýðilega stóðst ekki Jón-
as frá Hriflu Tilan-eldraun-
ina! Hann talar gegn Titan,
en greiddi atkvæði með Titan.
Inn á stefnuskrá Framsóknar-
flokksins er nú búið að draga
glæfralega sérleyfispólitik. Of
mikið hefir Jónas frá Hriflu
talað um spekúlantana — til
þess nú að setjast á brúðar-
bekkinn með þeim — með smá-
peðin í kringum sig. Öðru
vísi blés áður úr Dölum, er
Bjarni frá Vogi þrumaði gegn
þeirri hættu, að fela erlendu
gulli framtíð þjóðarinnar. Þá
var alt af spurt, er sjálfstæðis-
málin voru á ferðinni, hvað
segir Bjarni frá Vogi, en hver
spyr nú um meiningu þing-
manns Dalamanna? Hver hlust-
ar á litla bergmálið hans Jónas-
ar frá Hriflu?
En á hitt mun verða hlust-
að, að til þess hefir verið bar-
ist af bestu mönnum þjóð-
arinnar að þjóð vor mætti
cign sjálfa sig, að vér lét-
um ekki það sem unnið er
og það sem vinna á, verða er-
lendu gulli að bráð. Enginn má
ætla sér þá dul að sá vesal-
dómur verði Umborinn af
bestu mönnum þjóðarinnar, að
sleikjuskapur lingerðra Dana-
snobba megi verða til þess að
sigri þeim sem vér unnum 1918
verði stofnað í hættu.
En í live mikilli hætlu er
hann ekki fyrir Titan-gullinu
og í hve mikilli hættu er hann
ekki fyrir þeim veiklunduðu
rapnnum, sem nú eru ekki enn
búnir að átta sig á því, að
þeir vilja byggja Dönum út ár-
ið 1943. — Hve mikilsvirði er
ekki ábúðarréttur Dana á Is-
landi?
Ef Danir gerðu alvöru af
Síðan um aldamót hafa
Orgel og Píanó
frá hinni frægu sænsku verksmiðju
Ostlind og Almquist, Arvika,
þótt skara langt fram úr öllum öðrum. Seljast
nú , með mjög hagkvæmum greiðsluskilmálum
(l1/2—2 ár) og eru mjög ódýr.
Biðjið um
myndaskrá
og verðlista.
Einkaum-
boðsmenn:
BRÆÐ-
URNIR
ESPHOLÍN
REYK]AVÍK
því, að nota þennan rétt í rík-
um mæli, þá mundum vér sjá
hvers \árði hann er. —
Hve samviskulaust er það
ekki, að þingmenn þjóðarinnar
skuli ekki vera búnir að átta
sig enn á því, sem er svo að
segja inndrukkið með móður-
mjólkinni hjá hverjum heil-
brigðum manni, að hann vill,
að sú þjóð, sem er hans eigin
þjóð, megi eiga sitt eigið land,
og þegar böndin, sem á þjóð-
inni hvíal, eru þannig löguð, að
vér aðeins með því að greiða at-
kv. vort gegn þeim, getum létt
þeim af oss, hver skilur þá
undirlægjuhátt þeirra manna,
sem ekki þora að segja hvað
þeir ætla að gera. Væri ekki
rétt að málin, afrekin og sigr-
arnir kæmu fyrst. Og svo kæmu
myndirnar af þeim á eftir, sem
sigrana hefðu unnið.
Framsókn hefir myndirnar,
en hana vantar niálin, afrekin
og sigrana.
Svefninn.
Ihaldið mikla — framsóknar-
flokkurinn og íhaldsflokkurinn
— eru sammála uin inargt og
mikið, eins og aftur og aftur
hefir verið sýnt fram á hér í
blaðinu. — Báðir þessir aumu
flokkar eru sammála um að
þegja sjálfstæðis- og þjóðernis-
málin í hel, þau málin, sem á-
valt eiga að vera mál mál-
anna. Vér höfum spurt þá,
hvað þeir ætluðu að gera 1943;
hvort þeir vildu framlengja rétt
Dana til þess að búa í tvíbýli
við íslendinga á Islandi eða
ekki. Vér höfum óskað þess,
að þeir gerðu grein fyrir af-
stöðu sinni til þessa máls, af
því vér vildum halda því fyr-
ir utan allar flokkadeilur. —
En þeir þegja. Þeir vilja ekki
svara, þeir þora ekki að svara,
eða þeir geta ekki svarað. —
Þessa þögn þeirra er ekki hægt
að skilja neína á einn veg.
Þeim er ekki treystandi í sjálf-
stæðismálunum. Aiinað hvort
eru þeir of hálfvolgir til þess
að hugsa alvarlega um þessi
mál, eða svo miklir danadindl-
ar, að þeir ætla að verða á móti
íslendingum en með Dönum
1943.
Afstaða þeirra til þjóðernis-
málanna er sú saina og til
sjálfstæðismálanna. Þeir hreyfa
hvorki legg né lið, þótt þeir
sjái, að þjóðernið íslenska er
í hættu statt, þótt þeir sjái, að
þjóðin er að þvo af sér mörg
af þeim séreinkennum, sem
hún má ekki glata.
Erlend ömenning, tískutild-
ur og hégómaskapur flæðir með
eykjum að landi voru. íslensk-
ir siðir og venjur hverfa, og
þjóðin dubbar sig meira og
meira „upp á útlenda visu“.
Þeir fáu, sem hafa þorað
að rísa gegn þessari hættu-
legu stefnu, sem hafa þor-
að að sýna það í orði og verki,
að þeir væru íslendingar, hafa
verið nagaðir og bakbitnir
af höggormstönnum óþjóðlegu
flokkanna. Þeim hefir verið
brugðið um þjóðardramb og
þjóðernishroka. — En hinum
hefir verið hossað hátt, mönn-
unum, sem óþjóðlegastir hafa
verið, bæði í orðum og verk-
um! — Auðvitað er óþarfi að
taka sér það nærri, þótt bestu
íslendingunum sé brugðið um
þjóðernisrembjng, af því að
hann er ekki til hér á landi og
getur aldrei orðið til. — Eng-
um lifandi manni dettur i hug
að loka landinu fyrir öllum er-
lendum áhrifum, og því síður
dettur neinum manni í hug að
fara í ófrið við aðrar þjóðir. —
En þar sem engum dettur þetta
í hug, þá er það líka hrein og
bein heimska að bregða mönn-
um um þjóðernishroka.
Bestu íslendingarnir hafá oft
á tiðum verið kallaðir þjóð-
rembingsmenn. Þetta uppnefni
sýnir manni greinilega, hugs-
unarhátt, heimsku og strák-
skap óþjóðlegu mannanna. —
Þeir eru í vandræðum með að
finna orðuin sínum stað. Þeir
geta ekki sannfært nokkurn
mann um það, að þeir fari
með rétt mál. — Þegar þeir
eru komnir í rakaþrot, þegar
þeir eru komnir í vandræði, þá
grípa þeir lil sömu úrræðana
og gotustrákarnir, þá uppnefna
þcir andstæðinga sína. — Það
sannast á þeim, sem skáldið
segir: „Eitt er að finna orðuin
stað, Annað að belgja gúla“.
Ef íslendingar ætla sér að
halda áfram að vera íslending-
ar en ekki óþjóðlegir aumingj-
ar, sem engan sérkennileik
hafa, sem ekkert þjóðerni eiga,
sem hvergi eiga heima nema í
ruslakistunni, þar sem úrkast
allra þjóða er saman komið,
þá verða þeir að rísa gegn ó-
þjóðlegu mönnunum, hvað sem
þeir heita og í hverri stöðu
sem þeir eru. Þeir eiga að sýna
þeim það,' að þeir vilji ekkert
hafa sgman við þá að sælda,
að þeir fyrirliti þá.
Kjósendur! Við næstu kosn-
ingar verðið þér að hefjast
lianda og fella alla óþjóðlega
menn, alla þá menn, sem ekki
eru vakandi í sjálfstæðis- og
þjóðernismálunum. — Þér eig-
ið fyrst og fremst að vera ís-
lendingar og greiða þeim at-
kvæði, sem eru íslendingar. —
Slítið af yður flokksböndin, lát-
ið ekki stjórnmálaklíkurnar og
klíkuforkólfana ráða atkvæðum
yðar á kjördegi. — Verið fyrst
og fremst íslendingar. Það er
skylda yðar, bæði við sjálfa yð-
ur og þjóð yðar.
Hver höndin
á móti annari.
Sagt er að mjög liafi verið
heitt á nýafstöðnum fundi i-
haldsins hér i Reykjavík, hver
höndina á móti annari. Er þetta
mjög eðlilegt, þvi innan flokks-
ins eru svo gjörólíkir menn.
Sumir svo afturhaldssamir að
þeir mundu sæma sér þótt þeir
væru færðir nokkur hunrduð
ár aftur i tímann, en aðrir í
raun og veru frjálslyndir, en
hafa ekki getað varpað af sér
okinu. Eins er ástatt í fram-
sóknarflokknum, þar eru ýms-
ir frjálslyndir rnenn, en svo
eru hinsvegar aðrir þrungnir af
afturhaldi. Það sem ekki er