Ísland - 04.06.1927, Blaðsíða 3
1 S L A N D
3
ráð um í'járhag þjóðarinnar.
Hún getur gert hvert axarskaft-
ið öðru verra, jafnvel eyðilagt
fjárhag þjóðarinnar, án þess að
þingið geti nein afskifti haft
af því. — Menn hafa viljað
halda því fuam, að mikill
sþarnaður mundi verða af því,
að þing vœri að eins annað-
hvort ár. Þetta er hin mesta
blekking. Sparnaðurinn verður
enginn, þótt stjórnarskrárbreyt-
ingin nái fram að ganga. Venju-
lega verður kallað saman auka-
þing það árið, sem reglulegt
þing kemur ekki saman. — Og
ef það verður ekki gert, þá
situr þingið miklu lengur held-
ur en það gerir nú. •— En það
er víst ástæðulaust að óttast,
að stjórnarskrárbreytingin verði
samþykt. Allir flokkar eru ó-
ánægðir með hana. Og það hef-
ir verið haft eftir sæmilega
kunnugum mönnum, að flokk-
urnir séu ráðnir i því að drepa
hana á næsta þingi, þótt hún
verði samþykt af þjóðinni. —•
Blessaðir þingmennirnir héldú,
að það væri gott kosningaagn,
að slá þannig á sparnaðar-
strengina. — Ef þetta er rétt,
er stjórnarskrárbreytingin ekk-
ert annað en svívirðileg bleklc-
ing, gerð til þe^s eins að sníkja
sér kosningafylgi. — Einstak-
lingar þeir og flokkar, sem gera
sig seka í slíku athæfi, hafa
fyrirgert öllum rétti til þess að
taka þátt í íslenskum stjórn-
málum.
— Þessi þrjú mál, sem hér
hafa verið talin, eru stærstu
málin, sem lágu fyrir síðasta
Alþingi. Öll þessi mál bera vott
um það, að þeir menn, sem
stuðluðu að því, að þau kom-
ust í gegn, eiga ekki að fá sæti
á Alþingi framar. — Alþingi
hið síðasta hefir farið á hunda-
vaði yfir flest, sem fyrir því
hefir legið, en mest ber þó á
hundavaðsmeðferðinni á stóru
málunum.
Pegar Ihalds-
menn rökræöa.
fhaldið er kampakátt yfir
því, að það hafi fengið fylgi
mikið í landi hér. — Auðvitað
er fylgið ekki eins mikið og
ihaldsblöðin láta í veðri vaka,
en um það munum vér ekki
deila liér. — En hitt er víst, að
fylgi þess er meira en það á
skilið.
Það er aðallega tvent, sem
skapað hefir fylgi íhaldsflokks-
ins, annarsvegar óttinn við jafn-
aðarmenn og liinsvegar trúin á
fjárinálavit Jóns Þorlákssonar.
Hér verður athugað, hvort
þessar stoðir íhaldsins séu
styrkar, hvort líklegt sé, að
þær geti lengi staðið.
Fjármálastjórnin.
íhaldið tók við völdum þegar
góðu árin komu. Það lagði á
þjóðina þunga skatta og tolla,
sem gengu mjög nærri atvinnu-
vegunum. Tekjurnar voru mikl-
ar og nokkrar af skuldum rík-
issjóðs voru greiddar. Þetta lík-
aði mönnum auðvitað ósköp
vel. Menn vissu það af eigin
reynslu, að það er gott að
losna við skuldirnar. En að
hinu gættu menn ekki, að það
stendur ekki á sama, hvaða ráð
menn nota, til þess að losna
úr skuldasúpunni. — Vér skul-
um taka dæmi. Bóndi einn uppi
í sveit er stórskuldugur. Hann
vill losna við nokkuð af skuld-
unum og honum tekst það á
fáum árum. — En til þess að
losna við þær, seldi hann ung-
viðið, lömbin sín og vetur-
urgamla féð í mörg ár. Hann
losnaði við skuldirnar, en hann
eyðilagði bústofninn. — Þegar
hann var kominn úr skulda-
súpunni, átti hann engar skepn-
ur eftir nema aflóga gamalær,
sem engin eign var i. — Nú
varð hann að byrja á nýjan
leik, safna skuldum af nýju til
þess að geta keypt unga féð
til þess að geta fengið bústofn-
inn. — Alt það, sem hann
hafði lagt á sig var árangurs-
laust. Hann hafði unnið fyrir
gíg. — Allir munu vera sam-
mála um það, að bóndi þessi
fór heimskulega að ráði sínu,
en íhaldið hefir beitt nákvæm-
lega sömu aðferðinni og bónd-
inn i dæminu hér á undan. —
Skattarnir og tollarnir voru svo
háir, að atvinnurekendur, fram-
leiðendurnir í landinu, töpuðu
stórfé. Og ofan á drápsldyfjar
skatta og tolla bættis svo geng-
ishækkunin. Afleiðingarnar af
þessu háttalagi fjármálastjórn-
arinnar urðu svo þær, að fram-
leiðendurnir urðu að draga
saman seglin. Þeir hættu að
borga jafn mikið i ríkissjóð-
inn og þeir höfðu áður gert.
Fólkið varð atvinnulaust, gat
hvorki séð fyrir sér né sínum,
og auðvitað gat það alls ekki
borgað nema lítið eitt í rikis-
sjóðinn. Ivreppan, sem nú er
að byrja, er þvi bein afleiðing
af heimskulegri fjármálastjórn,
fjármálastjórn, sein hugsaði um
það eitt að fé væri í ríkishirsl-
unni, en hirti minna um það,
þótl féð væri tekið undan blóð-
ugum nöglum þjóðarinnar, svo
að hún hefir ekki borið barr
sitt síðan og mun ekki gera
það að sinni.
Þótt einkennilegt sé, þá hefir
stjófnin unnið sér fylgi með því
að fremja þessi glapræði. Verstu
verk hennar hafa orðið til þess
að halda henni upp úr. — Það
er auðvitað nauðsynlegt, að
ekki sé tekjuhalli á fjárlögun-
um, en óeðlilegur tekjuafgangur
er tvieggjað sverð, — er á síð-
ustu árum hefir orðið hinn
mesti þrándur í götu fyrir eðli-
legri framþróun þjóðarinnar.—
Þjóðin reisti sér hurðarás um
öxl. — Hún borgaði meira en
hún gat.
Óttinn við jafnaðarmenn.
Önnur ástæðan, sem orðið
hefir lil þess að auka fylgi
íhaldsmanna, er sú, að þeir
liafa talið mönnum trú um, að
flokkatnir ættu að eins að vera
tveir, íhaldsflokkur og Jafnað-
armannaflokkur. Þeir hafa
einnig reynt að sanna mönnum,
að flokkarnir væru ekki nema
tveir. Þegar þeir héldu að þessi
vitleysa væri komin inn í höf-
uðið á kjósendunum, þá sögðu
þeir: Ef þér viljið eklci vera
jafnaðarmenn, þá verðið þér að
gerast íhaldsmenn. Það var
ekki verið að spyrja að því,
hvort kjósendur væru i eðli
sinu íhaldsmenn. Það var ekki
verið að spyrja um, hver sann-
færing þeirra væri. Það var
heldur ekki verið að spyrja að
því, hvort þeir væru ánægðir
með ílialdið. Nei. Það var talað
til þeirra á þessa leið:
Ef þér getið ekki fallist á
kenningar jafnaðarmanna, þá
eruð þér ihaldsmenn. Þér eigið
ekki að hafa neina skoðun,
nfema þá, sein óttinn við jafn-
aðarmenn skapaf hjá yður. —
Hugsjónir yðar eiga að deyja,
vonir yðar um bætta framtíð
fyrir þjóðina eiga einnig að
deyja. Þér eigið eingöngu að
láta leiðast af óttanum við jafn-
aðarmenn.
Þessi röksemdafærsla, þótt
hún sé einhver sú lúalegasta
og jal'nframt sú heimskulegasta,
sem vér hföurn heyrt, hefir
blindað augu margra. — Menn
hafa ekki gefið því gaum, að
þessi röksemdafærsla ihalds-
manna hlýtur einmitt að efla
gengi jafnaðarstefnunnar.
Et' stjórnmálaflokkarnir væru
að eins tveir, Jafnaðarmanna-
flokkur og íhaldsflokkur, þá
gæti auðvitað ekki hjá því far-
ið, að jafnaðarmenn kæmust
með tíð og tíma í meiri hluta.
Það er nefnilega augljóst af
reynslu allra þjóða, að ef tveir
flokkar berjast um völdin, þá
er það algerlega óhugsandi að
sami ílokkurinn verði ávalt við
stjórnartaumana. En jafnskjótt
sem jafnaðarmenn komast til
valda, mundu þeir auðvitað
þegar i stað reyna til þess að
koma þjóðnýtingarhugsjónum
sínum í framkvæmd — þeir
mundu þegar í stað breyta
þjóðskipulaginu. En ef flokk-
arnir eru þrír eða fleiri, er fyr-
irsjáanlegt, að það liða mörg ár,
að minsta kosti, þangað til jafn-
aðarmenn komast til valda. —
Þar sem íhaldsmenn eru að
reyna að koma því inn í höf-
uðið á mönnum, að flokkarnir
eigi að eins að vera tveir, þá
stuðla þeir hreint og beint að
því, að jafnaðarmenn nái sem
fyrst völdum i þjóðfélaginu.
Og hvað gei'a ihaldsmenn til
þess að reyna að stemma stigu
fyrir úlbreiðslu kenninga jafn-
aðarmanna? — Ekki nokkurn
skapaðan hlut. Þeir skamma þá
og beita við þá ranglæti. En slíkt
framferði verður auðvitað til
þess að gefa jafnaðarmönnum
byr undir háða vængi. Því að
hvenær sein ranglæti er beitt
við jafnaðarmenn eða þá, sem
standa þeim nærri í skoðunum,
verða þeir fleiri og fleiri, sem
fá samúð með þeim og ganga í
ílokk þeirra.
StjórnmáSaskoðanir manna
fara eftir því, hvernig þeir eru
skapi farnir, og hvernig þeir
hugsa. — En hugsunarháttur-
inn mótast nokkuð af því,
hvernig þeir eru settir i þjóð-
félaginu. Það er hætt við, að
þeir, sem vinna fyrir kaupi,
hallist að jafnaðarstefnunni, en
þeir, sem verða að greiða öðr-
um kaup, verði í andstöðu við
hana. Vitanlega er það óeðli-
legt, að þetta ráði stjórnmála-
skoðunum manna, en það verð-
ur að gera við því sem gr. —
Þeir, sein vilja berjast gegn við-
gangi jafnaðarstefnunnar, verða
því að móta hugsunarhátt
Borgin New Orleans stendur
við mynni Missisippi-fljótsins.
— Óttuðust menn, að vatna-
manna, helst á meðan þeir eru
á unga aldri, vekja þjóðfélags-
hneigð í brjóstum þeirra og
þjóðarmetnað. Einnig'verða þeir
að koma atvinnuvegunum i það
horf, að sem flestir verði sjálf-
stæðir atvinnurekendur eða hafi
sæmilegt til þess að sjá fyrir
sér og sínum. — •— Ef
þetta væri gert, og réttlætið
væri látið ráða meira í þjóðfé-
lagi voru heldur en nú er,
mundi vegur jafnaðarmanna
fara minkandi.
Beitir íhaldið þessum meðöl-
um í baráttunni gegn jafnaðar-
stefnunni? Nei. — Vopnin, sem
það notar, eru stóryrði, glam-
uryrði og ranglæti. Þessi vopn
snúast áreiðanlega í höndum
ihaldsmanna og særa þá sjálfa.
— Og ekki nóg með það. —
Þau verða einnig til þess að
eyðileggja hina, sem að vísu
eru á móti jafnaðarmönnum, en
geta þó ekki gengið götur í-
lialdsins, — þvi að jafnaðar-
menn komast til valda fyrr en
varir, ef þannig er haldið á-
fram að berjast. — Þetta hljóta
ihaldsmenn að sjá, að kenning-
in um fiokkana tvo og bardaga-
aðferðin, sem notuð er gegn
jafnaðarmönnum, verður til
þess að flýta fyrir því, að þeir
komist til valda. — Ihaldsmenn
hugga sig við það, að nútíðar-
kynslóðin sleppi, að þeir sleppi,
sem nú lifa. — En það er væg-
ast sagt pólitisk ltiílmenska
að hugga sig við það. íhalds-
menn haga sér því nákvæmlega
eins og Lúðvik Frakkakonung-
ur. Hann sá, að stjórnarbylt-
ingin mikla var í aðsigi, en
hann hreyfði hvorki legg né lið
lil þess að varna þvi, að hún
brytist út. Hann huggaði sig
með því, að syndaflóðið kæmi
ekki fyrr en hann væri dauður.
Sex kjördæmi.
ísafold segir, að Sigurður
Eggerz hafi verið að leita fyr-
ir sér um kosningu í G kjör-
dæmum. — En sannleikurinn
er sá, að úr tveimur kjördæm-
uin, auk Dalasýslu, hafa kom-
ið mjög eindregnar áskoranir á
hann um að gefa kost á sér.
Virðist það benda til þess, að
fylgi Sigurðar sé mjög á annan
veg en ísaforld óskar. .
vextirnir í fljótinu mundu eyði-
leggja borgina. — Á myndinni
sést aðalgata borgarinnar.
Tíminn og Titan.
Framsóknarforkólfarnir hafa
oft látið i veðri vaka, að flokk-
ur þeirra væri þjóðlegri í hugs-
unarhætti heldur en hinir flokk-
arnir. — En þeir hafa ekki lát-
ið staðar numið við hugsunar-
háttinn einan. Þeir hafa einnig
stært sig af þvi, að framkvæmd-
irnar og afrekin samsvöruðu
hugsunarhættinum. — Ef til
vill hefir þeim tekist að telja
einhverjum trú um þetta, en
trúgjarnir hafa þeir verið, sem
trúðu. — Ekki þarf annað en
líta á afstöðu framsóknarmanna
til opingáttarstefnunnar og sér-
leyfaveitinganna, til þess að
sjá, að þeir hafa verið ærið
loðnir í þjóðernis- og sjálfstæð-
ismálunum.
Þegar opingáttarpostularnir
göluðu hæst hér á árunum,
vissu framsóknarmenn ógjörla
i hvorn fótinn þeir áttu að
stíga. Þeir vildu vera beggja
vinir og báðum trúir — þeir
voru í hálfa gátt. Klemens var
þá ekki framsóknarmaður, held-
ur eitthvað annað. Hann var þá
starfsmaður hjá hinu mikla
Titan og skrifaði greinar um
Mainmon og þjóðernið. — Það
er auðvitað óþarfi að taka það
fram, að hann taldi Mammon
mörgum sinnum. ágætari heldur
en þjóðernið. Nú er Klemens
kominn í framsókn og reiðir
nú sérleyfin í stórum tunnu-
sekkjum, bæði inn í þingið og
út úr því.
Á þvi herrans ári 1919 héldu
framsóknarmenn fund einn
mikinn á Þingvöllum. — Á þann
fund komu framsóknarmenn af
öllu landinu. Þar voru kosnar
nefndir, svo margar og fjöl-
mennar, að vér kunnum ekki
upp að telja. Ein nefndin var
kölluð fossanefnd. Formaður
hennar var Jónas Jónsson frá
Hriflu, núverandi þingmaður,
samvinnuskólastjóri og banka-
ráðsmaður við ráðstjórnarhank-
ann nýja o. fl. Þegar nefndin
hafði lokið störfum sinum reis
Jónas upp og talaði af fjálg-
leik miklum um hættuna miklu,
sem það myndi hafa í för með
sér fyrir land og þjóð, ef er-
lendar þjóðir eða erlend félög
næðu auðsuppsprettum vorum
í sínar hendur. Vildi hann koma
því til leiðar, að sérleyfi yrðu
ekki veitt nema tvö þing sam-