Ísland - 04.06.1927, Side 4
4
1 S L A N D
« f S L A N D
KEMUR ÚT Á LAUGARDÖGUM
Árgangurinn kostar 8 kr.
Gjalddagi 1. júlL
Einstök blöö kosta 20 aur.
Ritstjóri og ábyrgðarmaSur:
Guðmundur Benediktsson,
Talsimi: 1875.
Afgreiðslumaður:
Bergur Rósenkranzson,
LÞórsgötu 21. — Talsimi: 916.
þyktu veitinguna og að kosn-
ingar færu fram á milli þeirra.
Þá vildi hann og, að þegar eitt
félag hefði fengið sérleyfi, þá
yrði látið staðar numið þar til
sýnt væri hverjar afleiðingar
sérleyfisnotkunin hefði fyrir
iand og lýð.
Á Alþingi 1927 var þetta lið-
ið úr minni J. J. — í fyrsta
skiftið, sem hann mintist á Ti-
tan-sérleyfið i Tímanum, skrif-
ar hann að eins örfáar línur
um það. — En þar kemur
hann þó hvergi nærri málinu
sjálfu. Nei, hann skrifar mest
um Þórarinn á Hjalabakka.
Fræðír lesendur Tímans á þvi,
að þessi maður hafi verið vara-
maður Jóns Þorlákssonar við
síðasta landskjör, og að hann
hafi talað gegn sérleyfisveit-
ingunni, af því að hann hafi
séð eftir tveimur miljónum kr.
til þess að bæta samgöngur við
Suðurlandsundirlendið. — Þetta
er aðalfróðleikurinn um Titan-
sérleyfið sem Jónas gefur les-
endum Tímans í því blaði. — I
næsta thl. er aftur getið um
Titan. Þar er enn þá minna
rúmi varið til þess að ræða um
þetta mái. — Þar er að eins
sagt, að það sé merkilegt með
Þórarinn á Hjaltabakka. Hann
hafi verið gallharður járnbraut-
armaður fyrir nokkrum árum,
en nú sé hann orðinn á móti
járnbraut. í næsta blaði þar á
eftir er enn þá minst á Titan.
Þar er gefið í skyn, að Ólafur
Thors muni hafa verið á móti
Titan, af því að hafm og faðir
hans mundu ekki græða jafn-
mikið á mjólkursölu eins og
þeir gera nú, ef járnbrautin
kæmist austur. — Með þessu er
gefið í skyn, að sérleyfið sé
aukaatriði, járnbrautin sé aðal-
atriðið.
Jónas Jónsson talaði á móti
frumvarpinu, en greiddi at-
kvæði með því.
Þannig hefir ,1. J. hringsnú-
ist í þessu máli og gengið í lið
með þeim, er síður skyldi.
Þegar kjósendur ganga að
kjörhorðinu 9. júlí, þá eiga þeir
meðal annars að skera úr því,
hvort rétt sé að gefa. eignalaus-
um erlendum félögum auðsupp-
sprettur íslands.
Ef þeir taka af skarið og
fella alla þá menn, sem greiddu
Titan-sérleyfinu atkvæði, þá má
ætla, að félagið fái aldrei leyf-
ið, að stjórnin þori ekki að
gera þann afsalssamning, sem
þingið gaf henni heimild til
þess að gera. — Og enn frem-
ur má búast við því, að sér-
leyfaöldin gangi þá ekki yfir
land vort i framtíðinni. En
hitt er víst, að ef þjóðin lætur
ekki alla sérleyfispostula falla
við næstu kosningar, þá má
húast við, að þingið haldi áfram
að gefa einhverjum lítt þekt-
um braskarafélögum auðsupp-
sprettur landsins.
Ef þjóðin bregst skyldu sinni,
eiga þeir sökina, sem ráða yfir
hlöðum stóru flokkanna. Þau
hafa ekki frætt þjóðina neitt
um þetta voðamál, sem getur
orðið til þess að eyðileggja alla
framtíð hennar. — Hér á undan
hefir verið skýrt frá því, hvern-
ig Tíminn hefir hagað sér, eða
réttara sagt Jónas Jónsson. —
Hann hefir yfirgefið sinar fyrri
skoðanir. Hann hefir falið málið
undir lítt sæmandi aðdróttunum
í garð andstæðinganna.
Fjármálaráðherrann
og fjárlögin.
íhaldsblöðin og hinir ein-
földustu af lesendum þeirra
hafa dáðst mjög að fjármála-
speki Jóns Þorlákssonar. —
Þessir dáendur fjármáalráð-
herrans tala um hann sem
bjargvætt þjóðarinnar, er hafi
komið fram á f jármálasviðið
þegar neyðin var stærst — al-
veg eins og engill af himnum
sendur.
Þegar dáendunum er bent á
axarsköft íhaldsins í fjármála-
stjórninni, þá gera þeir eitt af
þrennu: Þegja við ákærunum,
fara að tala um eitthvað annað,
eða kenna þinginu um alt, sem
aflaga hefir farið. — Auðvitað
eru sumir af dáendunum of ó-
skynsamir til þess að grípa til
þessara úrræða. Þeir segja að
alt sé lýgi og fara að skammast.
— En um þessa menn ætlum
vér ekki að ræða hér, af því að
þeir eru andlegir aumingjar,
sem enginn tekur alvarlega. —
En um hina ætlum vér að tala,
mennina, sem reyna að afsaka
stjórnina.
Þeir, sem þegja eða fara að
tala uin eitthvað annað, þegar
þeir komast i vandræði, eru
skynsamastir. Þeir vita og
finna, að fjármálastjórn íhalds-
ins er óverjandi. — En hinir
eru öllu verri viðfangs, sem
kenna þinginu um öll axar-
sköftin. Þeir viðurkenna að
vísu, að fjárlögin séu ekki vel
úr garði gerð. Og þeir viður-
kenna einnig, að dýrtiðin á fjár-
lögunum sé mikils til of mikil,
og að sparnaðarins hafi ekki
verið gætt. En þeir segja, að
þingið eigi að skakka leikinn.
Það eigi að ganga á undan með
góðu eftirdæmi. — Stjórnin geti
ekki gert annað eða meira en
farið eftir vilja þingsins.
En þegar þessuin mönnum
er sagt, að stjórninni beri
skylda til þess að segja af sér,
ef þingið gerir eitthvað, sem
stjórninni geðjast ekki að, t. d.
ef það afgreiðir fjárlög, sem
hún telur illa úr garði gerð, þá
er eins og hnífur sé rekinn í þá.
Þeir hrópa upp af móði mikl-
um: „Stjórnin segi af sér! Nei,
aldrei að eilífu!“ Með öðrum
orðum, hvaða axarsköft, sem í-
haldsstjórnin geri, þá eigi hún
samt sem áður að sitja við
völd.
Þeir hugsa á þessa leið. Þótt
fjármálastjórnin hafi ekki verið
eins og hún hefði átt að vera,
þá er fjármálaráðherrann samt
svo glöggur á f járhaginn, að vér
raeguin ekki missa hann.
En einnig þessar vornir hafa
brugðist.
í þingbyrjun á stjórnin að
leggja fjárlögin fyrir þingið.
Það er og eðlilegást, að hún
leggi öll sín frumvörp fyrir
þingið, þegar það er komið
saman, sérstaklega er þetta
nauðsynlegt um þau lög, sem
fjárlögin byggjast á. ■— En þetta
vanræktai stjórnin á síðasta
þingi. — Lögin um gengisvið-
aukann voru fallin úr gildi, en
þó voru tekjur af honum áætl-
aðar 600 þúsund krónur á fjár-
lögunum. — Þegar langt var
liðið af þingtímanum, lagði
stjórnin frumvarp til laga um
Um engan mann er nú meira
talað í heiminum en sænsk-
ameríska flugmanninn C. A.
Lindberg, sem flaug frá New
York til Parísar á 33% klukku-
stund.
Foreldrar Lindbergs eru
sænsk, en fluttu li) Ameríku
fyrir mörgum árum. Móðir
hans er nú kenslukona við
gagnfræðaskóía i Detroit. Lind-
berg er 25 ára að aldri — en
er þó fyrir löngu orðinn fræg-
ur á meðal flugmanna fyrir
dirfstu og leikni.
Lindberg leggur af stað.
Alla rak i rogastans, þegar
þeir heyrðu, að Lindberg væri
að leggja af stað. — Menn
höfðu ekki búist við því, þar
sem úrkoma var allmikil, enda
hafði hann engum sagt frá fyr-
irætlunum sinum, ekki einu
sinni móður sinni. — En þegar
menn sáu, að hann lét fullan
farm af bensípi og olíu í vélina,
hafði með sér björgunartæki og
var nestaður, þá skildu menn,
hvað var í efni. Fregnin flaug
eins og eldur í sinu út um
borgina.
Margar þúsundir manna hóp-
uðust þangað, sem flugvélin
var, »en mikill þorri þeirra kom
of seint.
Hann var heppinn ineð veð-
ur, að öðru leyti en því, að
gengisviðauka fyrir þingið. —
Ekkert ætlum vér um það að
segja, hvort stjórnin uppgötv-
aði þetta stóra gat á fjárlögun-
um eða hvort aðrir bentu henni
á það, enda skiftir það engu
máli. — Aðalatriðið er þetta:
Stjórnin bygði tekjur fjárlag-
anna á lögum, sem ekki voru
til.
En ekki er alt talið enn þá.
Stjórnin áætlaði gjöldin sam-
kvæmt jarðræktarlögunum 100
þúsund krónum of lágt. Efri
deild vildi að vísu færa þessa
áætlun dálitið niður, en viður-
kendi þó, að áætlun stjórnar-
innar hefði verið vitlaus.
Ef fjárlögin hefðu verið sam-
þykt eins og stjórnin gekk frá
þeim, þá hefði tekjuhallinn á
næsta ári orðið nálægt 700 þús-
und krónur.
regn var állmikið um tímá.
Stundum flaug hann í fimm
metra hæð frá yfirborði hafs-
ins, en stundum í tiu þúsund
metra hæð, en ekki gat hann
þó koinist í loftslag, sem hann
óskaði eftir.
Allmikil þoka varð á leið
hans, en hann losnaði við liana
með því að færa sig hærra í
loftinu.
Þegar, hann var á miðju At-
lantshafinu var kuldinn svo
mikill, að snjór og ís Jögðust á
stefni og vængi skipsins. Varð
hann hálfsmeikur yfir þessu,
enda hefði hann verið í hættu
staddur, ef kuldinn hefði ver-
ið meiri.
Lindberg í París.
Þegar það fréttist til Parísar,
að Lindberg væri lagður af stað,
var mikið að gera. Menn biðu
með hinni mestu óþreyju eftir
fregnum af honum, og þegar
menn fóru að vonast eftir hon-
um, þyrptust þeir saman ná-
lægt lendingarstaðnum. Troðn-
ingar og pústar var miklir, því
að allir vildu sjá hann, þegar
hann lenti, ef hann kæmi heill
á húfi.
Þegar hann var lentur, tók
bifreið hann þegar í stað, og
flutti liann til bústaðar sendi-
herra Bandaríkjanna í París.
Sofnaði hann þegar hann kom
inn í bifreiðina. — Þegar ko«-
um hafði verið vísað á herbergi,
sem hann átti að búa í hjá
sendiherranum, fleygði hann
sér niður í rúmið í öllum föt-
unum og sofnaði aflur. -—
Sendiherrann var auðv. stadd-
ur á lendingarstaðnum, en ekki
gat hann komist inn í París
fyrr en kl. 3 um nóttina, svo
miklir voru troðningarnir. Þeg-
ar hann kom til hallarinnar,
gekk hann þegar inn í her-
bergi Lindbergs og vakti hann.
Þegar Lindberg vaknaði og
koma auga á sendiherrann, þá
mælti hann hálf vandræðalega:
„Það er rétt, ég hefi meðmæla-
bréf til yðar. Eg þekki nefni-
lega engan í París“. — Hann
hefir ekki gert sér það Ijóst,
að frægðin er fljót að afla
inönnum kunningsskapar. —
Þegar hann vaknaði næsta
morgun var þreytan horfin,
en blómin, hamingjuóskirnar,
heiinboðin og tilboðin þyrpt-
ust að úr öllum áltum. ——
Lindberg talaði þegar í stað til
móður sinnar. — Ekki virðist
hana vanta hugrekkið fremur
en son hennar. Þegar henni
var sagt, að Lindberg væri flog-
inn af stað, hafði hún mælt á
þessa leið: Jæja. Það er ágætt.
Hann kemst heilu og höldnu til
Parísar. Ef fleiri en einn hefðu
getað verið i vélinni, þá hefði
ég orðið með.
Lindberg kvað hafa nóg að
gera. Hann kemst ekki yfir að
lesa öll heillaskeytin, sem hon-
um berast, konungar, forsetar,
vísindamenn og stjórnmála-
menn hafa sent honum heilla-
skeyti, og auk þess margir,
margir aðrir. Þessir herrar
heimsækja hann líka, en auk
þess hlýtur hann að heimsækja
flesta þeirra.
Þegar fregnin barst til New
York, að Lindberg væri lenlur
heilu og höldnu í París, réðu
menn sér ekki fyrir ánægju.
Öllum kirkjuklukkum Banda-
ríkjanna var hringt.
Að meðaltali kváðu Lindberg
berast 1000 símskeyti og næst-
um því iens mikið af bréfum á
hverjum degi. — Bréfin og
símskeytin kváðu aðallega vera
l'rá ungu stúlkunum, en ekki
kvað hann vera neitt „spent-
ur“ yfir því. — Hann kvað
segja: ég er ekki giftur og ég
er ekki trúlofaður, og kæri mig
ekkert um að vera það.
Gullinu hefir rignt yfir Lind-
berg. Þýsk frú sendi honum
150 þúsyundir franka, og lil-
boðin sem hann fær, gera hann
brátt að miljónamæringi.
Fjarlægðin á milli New York
og Parísar eru tæpir sex þús-
und kílómetrar. — Alla þessa
leið flaug Lindberg á 33% klst.
eins og áður er sagt. — Allir
eru hrifnir yfir þessu þrekvirki.
— Sérfræðingar dáðst mest að
því, hve ferð hans hafi stað-
ið nákvæmlega heima við áæll-
anirnar, þrátt fyrir það, þótt
hann hafi að eins haft einfald-
an áttavita til þess að fara
eftir.
Enginn veit sína æfina fyr en
öll er. Trygðu þig í tíma!
(„Andvaka").
Prentsmiðjan Cutenberg.