Ísland


Ísland - 21.04.1928, Blaðsíða 2

Ísland - 21.04.1928, Blaðsíða 2
2 1 S L A N D Kaupmannahafnarblaðanna við- vikjandi þessari (norður-jósku) hreyfingu — er varla um það að efast, að hér sé eitthvað meira en litið á ferðum“. „Tingakrossur“ hvetja Fær- cyinga til þess að haga sér eins og Vendilbúar: kaupa vörur sínar sjálfir en láta Dani ekki hafa fyrir því, og koma upp vá- tryggingarstofnun, svo að vá- tryggingargjöldin verði kyr í Iandinu, en fari ekki í vasa danskra vátryggingarstofnana. Það er ástæða fyrir oss ts- lendinga að athuga þetta vel og rækilega. Að vísu er nú svo komið, að íslenska verslunin er að færast meira og meira úr höndum Dana, og er það gleðilegt — ekki vegna þess að hér er um Dani að ræða, heldur vegna þess, að vér eigum að kaupa állar vörur beint frá fram- leiðslulönduiiuin, en ekki mcð tilstijrk danskra milliliða. Og cf ekki er hægt að kaupa vör- una milliliðalaust, þá á að kosta kapps um það, að milliliðirnir verði scm allra fæstir. Það cr skilyrði fyrir því, að hægt sé að selja vöruna við vægu verði á landi hcr. Innlendur i ðnaður . Ýmiss iðnaðarfyrirtæki hafa verið sett á fót á landi hér á síðari árum. Flest þeirra hafa átt erfitt uppdráttar. Það opin- bera hefir lítið gert til þess að styðja þau og fjöldinn hefir ekki skilið tilgang þeirra held- ur. Það er eins og menn vilji fremur kaupa það útlenda held- ur en það innlenda, þótt það síðar nefnda sé ekki dýrara og standi því erlenda algerlega á sporði að gæðum. Vér væntum þess þó, að þetta stafi ekki aðallega af hégóma- skap og smekkleysi, heldur af hugsunarleysi. En hver svo sem ástæðan er, þá verður þetta að breytast í hetra horf. — Ála- borgarmenn vilja nota þær vör- ur, sem framleiddar eru í borg- inni sjálfri, bæði til þess, að peningar flytjist ekki að ástæðu lausu til annara landshluta og einnig til að draga úr atvinnu- leysinu. Álaborgarmenn gætu orðið oss til fyrirmyndar í þessu. Ef vér hlynnum að ís- lenskuin iðnaði, þá styðjum vér að því, að meiri atvinna verði i landinu. En með þvi styðjum vér einnig að því, að peningarnir fenni ekki að á- stæðulausu í vasa útlendinga. — Vér fáum oft á tíðum hetri vörur — sein hetur eiga við ís- lenskt loftslag og islenska stað- háttu — fyrir ininna verð. Vér eigum að keppa að því að fram- leiða þær vörur sjálfir, sem vér þurfum á að halda. Allir ís- lendingar verða að skilja þetta og haga sér í samræmi við það. Vátryggingarfélög. Hamingjan iná vita, hve mörg vátryggingarfélög starfa á íslandi. Öll eru þau útlend nema eitt. Og flest þeirra er- lendu eru dönsk. Þegar Sjóvátryggingarfélag ís- lands var stofnað, litu ýmsir svo á, að þar væri í of mikið ráðist. Danir héldu þetta auð- vitað — eða létust halda það — og íslenskir afturhaldsseggir voru þeim auðvitað sammála. En það sýndi sig hér sem oftar, að afturhaldseggir ættu aldrei að gerast spámenn og Danir ættu að hætta að hugsa fyrir íslendinga, þeim hefir hingað til tekist það illa. Enda veitir þeim satt að segja ekki af því að hugsa um sjálfa sig. Sjóvátryggingarfélaginu hefir farnast vel, þótt íslendingar hafi ekki sint því félagi sem skýldi. Þær eru margar, íslensku krónurnar, sem fara í vasa er- lendra vátryggingarstofnana. Þetta er skaðlegt og skamm- arlegt fyrir alla íslensku þjóð- ina. Það er skaðlegt, vegna þess, að vátryggingargjöldin fara út úr landinu: þjóðin tapar þeim. Og það er skammarlegt, að láta peningana streyma í vasa útlendinga, en styðja ekki heldur alinnlent félag, sem verður mjög að treysta á skiln- ing íslcndinga. Ef vátryggingar- gjöldin renna í vasa íslensks fé- lags, getur það veitt íslending- um betri kjör, en þeir gætu fengið annarsstaðar. Hérað eitt í Danmörku Vend- ilsýslur, ætla að setja upp vá- tryggingarstofnanir fyrir sig. í- húar þeirra vilja ekki láta pen- inga sína fara út úr héraðinu og í vasa danskra vátrygging- arstofnana. En íslendingar kæra sig kollótta um þetta. Þeir þykjast víst hafa efni á því að Iáta peninga sína fara í vasa þeirra útlendu. Olíumálin Hver er sekastur. i. Fyrir ófriðinn var D. D. P. A. (Det danske Petroleum Ak- tieselskab) orðið svo voldugt að til vandræða horfði. — Það hafði náð undir sig mestallri olíuverslun á íslandi og var alt annað en mjúkhent á Islend- inguin. Þegar svona var komið, var gripið til þeirra óyndisúrræða, að lögleiða einkasölu á steinol- iu. Og í þessu tilfelli var einka- salan bæði sjálfsögð og eðlileg. 1. jan. 1926 yar einkasalan afnumin. Og var þá kunnugt, að félag það, sein selt hafði Landsversluninni olíu, British Petroleuin, ætlaði að setja hér upp olíugeyma. Héðinn Valdi- inarsson flutti leyfisbeiðni félags þessa í bæjarstjórn- inni og fékk það sam- þykt þar, að olíugeymarnir yrðu bygðir við Reykjavíkur- höfn. Seinna var sótt um leyfi til ríkisstjórnarinnar og var það einnig veitt. En áður en ríkis- stjórnin veitti þetta leyfi, var annað félag, Shellfélagið, kom- ið til sögunnar. Og féklr það leyfi til þess að byggja geyma við Skerjafjörð. II. Út af þessuin olíufélögum hafa orðið miklar deilur, bæði á Alþingi og í blöðunum. Hafa „stóru“ flokkarnir brígslað hver öðrum um leppmensku og föðurlandssvik og' fullyrt, að þessir olíuhringar geti stofnað hlutleysi íslands í voða. Margar sögur hafa verið sagð- ar um hina harðsnúnu baráttu, sem nú er á milli stórvéldanna, um yfirráðin yfir olíunni. Þessar sögur eru ekki ýktar. Olían er orðin eitthvert mesta keppikefli stórveldanna, enda er það eðlilegt. Herskipaflotar sumra þjóða nota nú orðið olíu í stað kola. Og það þarf enga spádómsgáfu til þess að sjá, að á næstu áratugum muni flest skip kynda olíu. Olíunotkunin vex því stórkostlega með hverju árinu, sem líður. Og af þessum ástæðum er kapphlaupið um ol- íuna skiljanlegt og jafnvel eðli- legt. En þvi virðist ekki hafa ver- ið gaumur gefinn í blaðadeilun- urn hér um þessi mál, að þetta ægilega kapphlaup stórveld- anna um olíuna hefir eingöngu stefnt að því, að ná yfirráðum yfir þeiin löndum, sem olíulind- ir eru i, eða þeim, sem nauðsyn- legt er að ráða yfir, til þess að koma olíunni til hafna. En stórþjóðirnar hafa ekki skift sér af sainkepni olíuhring- anna um sölu á olíu. Enda er sumum hringum þannig háttað, að auðmenn ýmsra landa eiga hluti í þeim. Það er ekkert leyndarmál, að olíukongarnir hafa oft á tíðum farið illa að' ráði sínu. Þeir hafa beitt mútum og ýmsum klækjum lil þess að koma ár sinni fyi'ir borð. En þessi ó- þokkabrögð snerta sjaldan eða aldrei sjálfa oliusöluna, lieldur yfirráðin yfir olíulindunum. Sögurnar um hrekkjabrögð olíuhringanna eiga því yfirleitt ekki að hafa áhrif á það, hvern- ig vér skipum olíumálum vor- um í framtíðinni. — Hér eru engar olíulindir og ekkert ríki þarf að flytja oliu yfir ísland. Og af þessum ástæðum horfa þessi mál nokkuð öðruvísi við íslendingum en mörguin öðr- um þjóðum. III. Eins og áður er sagt, hefir tveimur félögum verið leyft að byggja olíugeyma hér á landi, Shell og Anglo Persian. Og er því rétt að athuga, hvort. rétt hafi verið að veita þessi leyfi. Það er vitanlegt, að olían hlýtur að verða ódýrari, ef margir aðiljar keppa um sölu á henni. Og þar sem einu félagi var leyft að setja hér upp olíu- geyma, þá var sjálfsagt að veita fleiri félögum sainskonar rétt- indi. Og geymarnir hafa vafa- laust þau áhrif, að félögin geta selt olíuna við vægara verði. Þau þurfa að flytja hana í ol- íuskipum frá framleiðslulönd- unum til sölustaðanna, til þess að standa sem best að vígi í sölusamkepninni. Frá sjónarmiði olíukaupenda var það því hyggilega gert að sjá svo um, að fleiri félög en eitt verslaði með olíu á íslandi. Og frá þessu sjönarmiði var það einnig hyggilega gert að leyfa félögunum að byggja hér olíugeyina. — Samkepnin þarf að vera. Hún skapar Iágt verð á olíunni. En þetta er ekki nema ein lilið á oliumálunum, eins og þau hafa verið túlkuð á Alþingi og í blöðunum. IV. í deilunum um þessi mál hefir því verið haldið fram, að svo gæti farið, að erlendar þjóðir notuðu ísland fyrir sel- stöð, geymdu hér olíu, til þess að grípa til, ef þau lentu í ó- friði og þyrftu á henni að halda. Þetta er hugsanlegt og veit- ir því sannarlega ekki af því, að Islendingar fari varlega í þessum efnum. Og cr því rétt að athuga þessi félög', hvort út af fyrir sig, með tillili til þessarar hættu. Shellfélagið (Skelfélagið) sem reist hefir olíugeymana við Skerjafjörð, er stórt og voldugt félag. Á ófriðarárunum komst það að einhverju leyti undir ensk yfirráð. Og suinir fullyrða, að enska ríkið hat'i einhver itölc í stjórn félagsins. Geymarnir, sem þaö hefir reist við Skerjafjörð, eru þrír og nokkuð stórft'. 1. Steinoliugeymir. Hann tek- ur 4000 smálestir. 2. Hráolíugeymir. Hann tekur 1500 smálestir. 3. Benzíngeymir. Hann tekur 2500 smálestir. - Menn vita ekki gjörla, hve mikil olíueyðsla er á landi hér. En ýmsir fullyrða, að sú olía, sem geymar þessir taka, sé nú nægur ársforði handa íslending- um. Mörgum finst þetta óeðlilegt og jafnvel tortryggilegt. En það þarf alls ekki að vera. Það er vitanlegt, að olíuhringarnir keppa með það fyrir augum að útiloka alla aðra olíuhringi. Og ef tillit er tekið til þessa, þá ætlar Shell sér vafalaust að drepa hin oliuféíögin í sain- kepninni, ná undir sig allri ol- íuverslun hér á landi. Og þeg- ar svo er tekið tillit til þess, að olíunotkun hlýtur að vaxa mjög, þegar skip fara hér al- inent að kynda olíu, og þar sem það borgar sig best, að þurfa sem sjaldnast að senda hingað olíuskip, þá getum vér ekki séð að olíugeymarnir við Skerjafjörð séu óeðlilega stórir. En nú kvað félagið vera að byggja geyina út um land, en ekki vitum vér um tölu þeirra eða stærð, og þess vegna verð- ur ekki rætt uin þá hér. Þá er hætlan, að erlendar þjóðir brjóti hlutleysi landsins í hernaði ineð því að taka hér olíu. Það er fyrst og fremst auð- sjáanlegt, að oliuforði geyin- anna við Skerjafjörð er svo lít- ill, að hernaðarþjóðir geta ekki liaft not af honum i stærri stíl. Það vaéri t. d. óhugsandi, að þær létu herflota liggja hér, ef hann hcfði ekki annan olíu- forða en þanii, seni er í Skerja- fjarðargeymunúm. Hann væri eins og títuprjónn í ámukjafti, hvort sem nota ætti hann til herskipa eða flugvéla. En þó þetta sé óhugsandi, þá eru önnur atriði, sem rétt er að at- huga. 1. Að einhver hernaðarþjóð hefði hér skip eða flugvél, til þess að hafa gætur á óvinun- um. Það er ólíklegt að til slílcra ráða verði gripið. Óvinaþjóðin mundi ekki verða lengi að upp- götva þetta. Og mundi hún leggja alt kapp á að koma skipi þessu eða flugvcl fyrir kattar- nef. Og það mundi hún tíðast eiga hægt með, því að hvort sem hér væri um herskip að ræða eð flugvél, þá mundi það eða hún standa hér uppi varn- arlítið eða varnarlaust. Þessi möguleiki er þvi tæp- lega hugsanlegur. 2. Það er aftur á móti hugs- anlegt, að félagið færi sig upp á skaftið og fjölgi geymunum að miklum mun. Og gegn slík- um ráðstöfunum, ef nokkrar verða, þurfa fslendingar að standa sem einn maður. 3. Það er og hugsanlegt, að einhver hernaðarþjóðin mundi taka hér olíu, ef í nauðir ræki. —- Ef skip eða flugvél færi af einhverjum ástæðum hér norð- ur eftir, þyrfti á olíu að halda og tæki hana, hvað sem vér segðum. í þessu liggur aðal- hættan frá vorum bæjardyrum séð. En hér keinur það tæplega til greina, hverir eiga geymana. Skipið eða vélin mundi taka ol- íuna, ef það ætlaði sér, án þess að liirða um hver eigandinn væri. Anglo Persian er hitt félagið, sem fengið hefir leyfi hér til þess að reisa hér olíugeyma. Það er ekkert leyndarmál, hverir hafa töglin og hagldirnar í því félagi, því að enska ríkið á % hlutabréfanna i þvi. Geyinar þessa félags eru miklu minni en geymar Shell, en það er auðvelt að fjölga þeim. Ýmsir liafa litið svo á, að þetta félag sé hættulegra lieldur en hitt, af því að enska ríltið hefir algerlga tögl og hagldir í félaginu. Þetta verður að telj- ast vafasamt. Það er hlutleys- isbrot að taka olíu hér á landi. 9» Og ef þetta hernaðarríki væri ákveðið i að brjóta hlutleysi vort, þá mundi það láta sér í léttu rúmi liggja, hver olíuna ætti, sem það tæki. En aftur á móti getum vér ekki séð, að hættan sé minni, af því að geymar þessa félags eru minni en hinir. Bæði er, að það getur fjölgað geymunum, ef því sýnist svo, og svo er hætta því að eins á ferðum, að eitthvert einstakt — eða einstök — skip yrði olíulaust í nánd við ísland, og þá mundi að eins vera um það hugsað að bjargast í bili, og mundi því sá forði vera tek- inn, sem hér væri, hvort sem hann væri mikill eða lítill. Vér getum því elcki annað séð, en að sama liættan stafi af báðum þessum félögum. V. En hvað á að gera til þess að varast hættuna? Sumir virðast líta svo á, að ríkiseinkasala á steinolíu mundi hjálpa oss úr þéssum ógöngum. Og ríkið verði að setja hér upp olíugeyma til þess að geta selt olíu við vægu verði. Vér teljuin óliklegt að þetta dygði. Eins og áður er sagt, þá mundi skip, sem væri i olíu- vandræðum, lítt fara að því, hver oliuna ætti. Og gæti þess vegna cngu síður tekið hér olíu,

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.