Ísland


Ísland - 21.04.1928, Blaðsíða 4

Ísland - 21.04.1928, Blaðsíða 4
4 ISLAND í S L A N D KEMUR ÚT A LAUGARDÖGUM Árgangurinn kostar 8 kr. Gjalddagi 1. júlL Einstök blöð kosta 20 aur. Ritstjóri og AbyrgCarmaOur: Guðmdndur Benediktsscu, Talsimi: 1875. Afgreiðslu og innheimtu annast: Friðrilc B jörnsson. Laugaveg 15. Sími 1225. — Box 371. — Alþingi Kosningar í sameinuðu þingi. 1. Kosning utanríkismála- nefndar; santkv. lögum frá þessu þingi: Voru þessir al- þingismenn kosnir: Benedikt Sveinsson, Ásgeir Ásgeirsson, Bjarlii Ásgeirsson, Jón Þor- lákssoon, Sigurður Eggerz, Ólafur Thors, Héðinn Valdi- marsson. — Befir B. Sv, verið kjörinn formaður nefndarinnar og Ásg. Ásg. skrifari. 2. Kosning 3 gfirskoðunar- manna landsreikninganna. Þess- ir hlutu kosningu: Pétur Þórð- arson í Hjörsey, Gunnar Sig- urðsson alþin., Árni Jónsson frá Múla. 3. Kosning mentamálaráðs ís- lands. Kosningu hlutu: Sigurð- ur Nordal, prófessor, Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjumáður, Stefán Jóhann Stefánsson hrm., Ingibjörg H. Bjarnason, Árni Pálsson bókavörður. 4. Kosning Þingvallancfndar, sainkv. nýafgreiddum lögum um friðun Þingvalla. Kosnir voru: Jónas Jónsson ráðh., Jón Bald- vinsson, Magnús Guðmundsson. 5. Kosning 15 manna i Lands- bankanefnd til næstu 6 ára, og jafnmargra varamanna. Kosnir voru í nefndina sem aðahnenn: Sveinn Ólafsson, Þorleifur Jóns- son, Guðmundur Ólafsson, Lár- us Helgason, Ingólfur Bjarna- son, Einar Árnason, Halldór Stefánsson, Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson, Ólafur Thors, Ingibjörg H. Bjarnason, Halldór Steinsson, Björn Krist- jánsson, Héðinn Valdimarsson, Haraldur Guðmundsson.— Eins og' kunnugt er, er nefndin kos- in til þess, að vernda bankann frá því að lenda inn i stjórn- mála-hringiðu, og til þess að gera hann óháðari þingflokk- unum. Sér það á kosningunni, því að í nefndinni eru eiritómir alþingismenn. Varamenn voru kosnir: Hannes Jónsson alþm., Bjarni Ásgeirsson, Gunnar Sig- urðsson, Bjarni Bjarnason skólastjóri í Hafnarfirði, Björn Birnir í Grafarholti, liannes Jónsson dýralæknir, Helgi Bergs, Pétur Oltesen, Jón A. Jónsson, Jónas Kristjánsson, Jóhann Jósefsson, Hákon Krist- ófersson, Jón Sigurðsson, Ste- fán Jóhann Stefánsson, Sigur- jón Á. Ólafsson. 6. Kosning inilliþingaiiefndar í tolla- og skattalöggjöf lands- ins. Kosnir voru: Halldór Ste- fánsson, Haraldur Guðnnínds- son, Jón Þorláksson. 7. Kosning 3 manna fyrir tímabilið frá 15. apríl 1928 til jafnlengdar 1931 og jafnmargra varamanna, í útflutningsncfnd samkv. mjafgreiddum lögum um einkasölu á sitd. Kosningu hlutu sem aðalmenn: Böðvar Bjark- an lögfræðingur, Erlingur Frið- jónsson alþm., Björn Líndal útgerðarmaður. — Varamenn: Jakob Ivarlsson bankaritari, Guðmundur Skarphéðinsson barnakennari á Siglufirði, Guð- mundur Pétursson. Haraldur Guðinundsson har fram tillögu til þingsályktunar um einkasölu á steinolíu Var umræðum um tillöguna frestað til næsta þings. Þinglausnir fóru frain í sameinuðu þingi 18. þ. m. kl. 1. Las forseti yf- irlit yfir störf Alþingis. Hafa verið haldnir í neðri deild 75 fundir, í efri deild 73, í samein- uðu þingi 9. Tala þingmála hef- ir verið þessi: 20 stj.frv. hafa verið lögð fyrir neðri deild 16 fyrir efri deikl. Þinmannafrv. hafa verið 50 í Nd„ 37 í Ed„ samtals 123 frumvörp. Af þeim hafa verið afgreidd 68 frv. sem lög frá Alþingi (30 stjórnarfrv., 38 þingmannafrv.), 6 frv. liafa verið feld, 1 vísað frá með" rök- studdri dagskrá, 3 vísað til stjórnarinnar. Óútrædd eru 5 stj.frv. og 40 þm.frv. — Fram liafa verið bornar í Nd. 24 þál.- till., í Ed. 5, í samþ. 6, samtals 35. Afgreiddar eru 6 ályktanir frá Alþingi, 17 frá Nd. Ein þál.- till. liefir verið tekin aftur, 1 vísað frá með rökstuddri dag- skrá, og 10 eru ekki útræddar. Fram hafa verið bornar 4 fyrir- spurniV til ríkisstjóórnarinnar, og er tveim svarað, en tveim ó- svarað. Síðan sleit forseti fundi með nokkrum árnaðarorðum lil þingmanna. Þá las forsætisráð- herra konungsbréf um þing- lausnir, en þingmenn báðu kon- ung lengi lifa með níföldu húrrahrópi. Innlendar fréttir Lausar stöður. Dýralækniseinhættið í Reykja- vik hefir verið auglýst laust til umsóknar. — Uinsóknarfrestur er til 1. júlí. Mosfellsprestakall í Grímsnesi er auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 24. maí n. k. Síra Ingimar Jónsson, er verið hefir þar prestur, hefir fengið lausn frá embætti. Sorglegt stys. Á síðasta kveldi vetrarins vildi það sorglega slys til á Vesturgötunni í Reykjavík, að öldruð kona varð fyrir bifreið og heið bana af. Straumar. Síðasta hefti Strauma er helg- að minningu Haralds prófessors Níelssonar. Fremst eru minningarorð um prófessorinn, eftir Jakob Jóns- son stud. theol. frá Hrauni. Þar á eftir er ræða, scm pró- fessorinn hélt sköirimu fyrir andlát sitt. Erlendar fréttir Frá Þjóðabandalaginu. Síðan Þjóðabandalagið var stofnað hefir Englendingurinn, sir. Eric Drummond, verið að- alritari þess. Störf ritarans eru ekkert smáræði. Hann á að stjórna öllum. venjulegum störf- um ráðsins. Utanríkisráðherra Tékko-Slo- vakíu, dr. Benes, tekur nú við stöðu þessari. Hann er í miklu áliti fyrir stjórnmálastarfsemi sína, og vænta menn mikils af honum i þessu vandasama starfi hans. Fyrir nokkru er byrjaö á að hyggja Þjóðabandalagshöllina. Á hún að vera tilbúin til af- nota 1935. —400 skrifstofur eiga að vera í höllinni. Slgs. Tvær járnbrautarlestir rákust á, á norðurstöðinni í Paris. 17 menn létust, 33 særðust. — Tvær kirkjur og mörg í- húðarhús fórust í bæjunum Philippopel og Tschirpan í Rúmeníu vegna landskjálfta. 45 nienn biðu bana. — Mikið sporvagnaslys varð í vesturhluta Berlínarhorgar fyrir skönnnu. Fimm menn hiðu bana, en eitt hundrað og tuttugu meiddust. — Fimm hundruð kínverskir kolanámumenn fórust í vatns- flóði í Fushunanámunum. Flug. Þjóðverjarnir Koehl og Hu- enefeldt og írlendingurinn Maurice hafa flogið yfir norð- urhluta Atlantshafs, frá austri til vesturs. Þeir hafa fyrstir manna leyst þá þraut al' hendi. Flugvél þeirra heitir „Bremen". Þeir urðu að lenda á Green- lyeyjunni í Canada, nálægt Quchec, því að benzínforði þeirra var ])á þrotinn. Ivana- diskri flugvél, sein hafði öll tæki meðferðis lil að gera við Bremen, . hepnaðist að lenda á eyjunni. Koehl ráðgerir að halda áfram fluginu til Nevv York, ef viðgerðin gengur að óskum. Að undanförnu hefir Nebile húið sig undir fiugferð til Norðurheimskautsins. Og er hann nú lagður af stað. Hann notar loftskip lil fararinnar. Þeir eru komnir til Stolp. No- bile hefir sagt, að loftskipið hafi reynst ágællega. Ráðgerir hann að dvelja í Stolp um hálfsmánaðártíina. Flytjið hreysti og vellíðan inn í hús yöar með því að nota CELOTEX til að þilja með húsið yðar að innan, bæði veggi og loft, og á gólf undir dúka. CELOTEX er vatnsþétt frá hliðunum. CELOTEX er einangrunarefni við hita og kulda. CELOTEX fyrirbyggir slaga og saggaloft. CELOTEX einangrar hljóð. CELOTEX er hægt að veggfóðra, olíumála og bæsa. CELOTEX eigið þér að nota, til þess að eignast verulega gott, hlýtt og notalegt hús. CELOTEX sparar vinnu og sparar kol til upphitunar þar sem hitaleiðingartala þess er að eins 0,041 kílógramms kalóríur. CELOTEX er selt í 7/16 þuml. þykkum plötum, sem eru 4 feta breiðar í lengdum frá 8 til 12 fet eftir ensku máli. CELOTEX lækkar byggjngarkostnaðinn. CELOTEX-notkunin er altaf að aukast. CELOTEX-framleiðslan var 1922 19 milj. ferfet, 1923 44 milj., 1924 66 milj., 1925 123 mil., 1926 200 milj. og nú er framleiðslan 1,200,000 ferfet á dag. Leitið yður upplýsinga um CELOTEX. Sýnishorn og birgðir fyrirliggjandi í Verslunin Brynja. Reykjavík. Ú Noregssaltpjeturinn er kominn. Höfum einnig superfosfat og þýzkan kalksaltpjetur. rætt um heimsóknir þessar i heimsblöðunum. , Konungur ítala voru veitt Kanatilræði fyrir skömmu. 200 mcnn hafa verið teknir hönd- um og flestir þeirra eru stórn- um í ríkisráði, var ákveðið að norskir peningaseðlar skuli inn- leysanlegir með gulli, eftir á- kvæðisverði, eftir 1. maí. Gull- útflutningur cr leyfður til landa, sem innleysa seðla með gulli og leyfa gullútfluLiiing. Teysingjar. Frá komm únistum. Sex vopnaðir konnnúnistar lxafa ráðist inn í gæslufangelsi í norðurhluta Berlínar og leyst þektan blaðamann úr fangelsi, er kærður hafði verið um landráð. Rússar óttast að verið sé að gera tilraunir til að koma á Bandalagi Austur-Evrópu undir forustu Pólverja og ítala. Frá Ltölum. Fyrir skönunu heimsótti tyrkneskur ráðherra Mussolini. Utanríkisráðherra Grikklands hefir nýlega verið í heimsókn hjá Mussolini og utanríkisráð- herra Póllands er í heimsókn hjá honum riúria. Mikið er Fjármálasamtök. Breskt-amerískt fjármálafé- lag hefir verið myndað undir forustu Alfred Monds. Það kvað ráða yfir hálfum miljarð ster- lingspunda. Tilgangur þessa félags er að styrkja fjárhagsleg iðnaðarfyr- irtæki í Ameríku og Englandi og ef til vill nokkrum öðrum Evrópulöndum en Englandi. Frá Tgrkjum. Tyrkneska þingið hefir sam- þykt að afnema Múhameðstrú sem ríkistrú. Norska krónan i gullgildi. Með konungsúrskurði útgefn- Ófriðarbann. Stjórn Bandarikjanna hefir horið fram tillögur um ófirðar- hann. Tillögurnar fá góðar und- irtektir í Bretlandi og Þýslta- landi. Telja blöð Breta, að til- lögurnar séu samrýmaniegar lögum Þjóðabandalagsins, að þær banni ekki þátttöku í ó- lYiði, sein Þjóðabandalagið fyr- irskipi gegn friðrofun. En afl- ur ámóti er talið, að tillög- urriar séu ekki samrýmanlegar gildandi bandalagssamninguin. Og að Frakkar og ítalir muni þess vegna snúást gegn tillög- unum. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.