Ísland


Ísland - 05.05.1928, Side 1

Ísland - 05.05.1928, Side 1
JP SLAND BLAD FRJÁLSLYNDRA MANNA 2. árg. Laugardaginn 5 maí 1928. Til lesenda. Vegna vinsælda þeirra, er i)laðið hefir hlotið viðsvegar um land, verður upplag þess aukið að miklum mun. Þeir, sem ekki hafa fengið blaðið fyrr en nú, fá það ókeyp- is næstu 2—3 mánuði, eftir því, hvernig á póstferðum stendur. Ef þeir gera ekki viðvart áður en sá tími er liðinn, verða þeir skoðaðir sein kaupendur. Verð blaðsins er 8 kr. á ári, eða 2 kr. á ársfjórðung. Jafnframt er þess vænst, að þeir, sem fengið hafa blaðið að undanförnu, greiði það sem allra fyrst. Uppsögn er skrifleg, endur- sendingar verða ekki teknar til greina. Þjóðræknis- mál. Mörg undur gerast á landi hér. Þjóðleysingjar stórþjóðanna hafa reynt að læða eituVörvum lyginnar inn í hugi manna. Þeir hafa talið mönnum trú um, að ættjarðarást og þjóð- ernistilfinning væru dauðasynd- ir, er nauðsynlegt væri að upp- ræta, af því að þessar tilfinn- ingar væru undirrót þjóðahat- urs, styrjalda og landvinninga- græðgi. Og smápeð hér uppi á ís- landi hafa tekið sér orð hinna erlendu þjóðleysingja í munn. Margir hafa trúað peðunum, — þeir hafa hlustað og sannfærst, án þess að hugsa og skilja. Þeir gleyma þvi, þessir menn, að það er þjóðerni vort sem borgið hefir þjóð vorri frá glöt- un. Þeir gleyma þvi, að það var þjóðernistilfinning íslend- inga, sem, eyðilagði tilraunir Noregskonunga, á söguöldinni, til að leggja ísland undir sig. Þeir gleyma því, að það var ís- Ienzkt þjóðerni, tunga vor og siðir, sem varðveitti tilverurétt þjóðar vorrar á miðöldum. Þeir gleyma því, að þjóðræknin var leiðarstjarna þeirra manna, sem unnið hafa að endurreisn íslands á síðari tímuin. Og þeir gleyma þvi, að ef íslenskt þjóð- erni hefði ekki verið til, þá værum vér líklega nú niðursetn- ingar á jósku heiðunum — þrælar Dana. Og þá eru rökin, sem þjóð- leysingjarnir þykjast hafa fyrir því, að ættjarðarást og þjóð- rækni eigi að hverfa. Þau eru barnaleg, fáranleg. * t síðasta ófriði var ekki sleg- ið mikið á þjóðernisstrengi manna. — Þjóðernistilfinning- in var ekki notuð til þess að teygja menn til vígvallanna. Englendingar þóttust t. d. vera að berjast fyrir rétli smáþjóð- anna; fyrir mannúð og réttlæti í heiminum. Og Bandaríkja- mönnum dettur ekki í hug að halda þvi fram, að ófriðurinn í Nicaragua sé sprottinn af þjóð- ernislegum áslæðum. Þeir við- urkenna ekki einu sinni, að % hann sé sprottinn af yfirráða- löngun. Þeir segjast vera að berjast gegn villimönnum og þorpurum — liklega fyrir auk- inni menningu. Oft hafa trúbragðadeilur ver- ið orsök styrjalda. Lítt skyld- ar þjóðir, sem engin þjóðern- isbönd tengja saman, berjast þar hlið við hlið. Ekki eru slíkar styrjaldir sprottnar af þjóðernislegum á- stæðum. Það er engum vafa undirorp- ið, að styrjaldir mundu ekki hverfa úr mannheimuin, þótt þjóðræknin hyrfi. — Hernaðar- andinn mundi ekki hverfa með þjóðrækninni. Og stjórnmála- mennirnir inundu hafa nóg tæki, scm þeim gæfist engu sið- ur vel, heldur en þjóðræknin, til þess að etja mönnum fram á vígvellina. En svo er það Ulgerður mis- skilningur, að þjóðernislilfinn- ingin valdi þjóðahatri og land- vinningagræðgi. Þjóðrembingur er úthverfa þjóðrækninnar. Allar tilfinningar manna geta snúist upp i öfgar. Trúin verð- ur oft á tiðum að trúarofstæki, o. s. frv. Þetta er ekki tilfinningunum að kenna. Það er mönnum þeirn að kenna, sem bera þær í brjósti, þeir eru öfgamenn. í höndum óvita geta margar góð- ar guðsgjafir orðið hættulegar. Þjóðahatur sprettur ekki af þjóðrækni, nema i ■ þeim til- fellum, þar sem um þjóðernis- kúgun er að ræða. En það er í samræmi við eðli inanna og þjóða að hata lcúgara sína. Þjóðernistilfinningin gengur að eins i þá átt, að vernda sína eigin þjóð, sitt eigið land. En landvinningagræðgi sprettur af ágirnd. Sannur þjðernissinni eða þjóðræknismaður styður al- drei að því, að þjóðerni annara þjóða sé misþynnt. Hann elsk- ar sína eigin þjóð, sitt eigið land, en hatar alla þjóðernis- kúgun, þótt þjóðir, sem honum eru óskyldar, verði fyrir henni. En jafnvel þótt þjóðernistil- finningin væri varhugaverð, af því að hún væri orsök styrjalda, þá er engin ástæða til þess að uppræta hana hér á landi af þessum ástæðum. Vér erum ekki herveldi. Vér ætlum ekki í styrjaldir, þess vegna er sjálfsagt fyrir oss, að vernda þjóðerni vort og efla þjóðrækni vora, þólt aðrar þjóðir teldu rétt að eyðileggja sitt þjóðerni. Oss kemur það ekkert við, hvað þeir gera í þessum efnum. Vér erum fámennir, Islend- ingar. Og þess vegna megum vér ekki hégða oss nákvæmlega eins og aðrar þjóðir. Vér sjáum það á vorri eigin sögu, að þjóð- erni vort hefir verið það undra afl, sem borgið hefir oss úr örð- ugleikunum. Þjóðerni vort er dýrmætasta eignin, sem vér eig- um. Það hefir verið aflgjafinn í þjóðlífi voru, leiðarstjarna vorra bestu manna, er rult hafa oss braut til hieira sjálfstæðis og meiri þroska. Það er fjör- egg sjálfstæðis vors og menn- ingar. — En þjóðræknin, rækt- arsemi við það sem gerir oss að þjóð, þarf nauðsynlega að vera vakandi, ef þjóðerni vort á ekki að glatast. Réttur þjóðanna til þess að ráða sér sjálfar, til þess að vera frjálsar og fullvalda, byggist á þjóðerni þeirra. Smáþjóð, sem tapar þjóðerni sínu, hefir fyrir- gert öllum rétti til þess að vera frjáls. — Hún hefir stimplað sig með þrældómsbr.ennimerki. Og hún verður þræll annara þjóða. Velferð þjóðar vorrar er um allar aldir komin undir þvi, að liún gæti þjóðernis síns, verndi það, eins og sjáaldur augna sinna, og eiii þjóðræknina í brjóstum allra landsins barna. Þjóðleysingjarnir — óþjóð- legu mennirnir — eru hættu- legastir allra manna. Þeir eru falsspámenn þjóðarinnar. Níð- höggar, sem grafa ræturnar undan frelsi voru og tilveru- rétti, menningu vorri og vax- andi framþróun. Þeir eru föð- uiiandssvikarar. Þjóðleysingjar og aibræður þeirra, mennirnir, sem ávalt eru búnir til þess að farga frelsi þjóðarinnar, ef þeir hafa hag af því, segja auðvitað, að þjóðræknin sé þjóðrembingur. Þeir þekkja ekki greinarmun góðs og ills, eða kæra sig ekki um að þekkja hann. Enginn maður með viti lætur slíkar á- sakanir á sig fá. Hann hirðir ekki um, þótt hann sé rægður eða uppnefndur. Hann fer sínar eigin leiðir — eftir köllun sam- viskunnar. Leppar erlendra manna og félaga vaða uppi í landinu. Er- lend auðfélög, sem þykjast vera, manga til við stjórninálamenn þjóðarinnar — og að þvi er virðist með sæmilegum árangri. Erlend ómenning streymir um þjóðlífið, fagrir islenskir siðir hverfa fyrir útlendum ósiðum. Fögrum islenskum munum er fleygt i sorpið, en danskir postulínshundar eru hafðir til skrauts í stofum manna. Sann- an og hollan þjóðarmetnað vantar, en oftraust á útlendinga og skriðdýrsháttur fyrir því, sem útlent er, situr í hásætinu. Gegn þessu er aðeins eitt lyf: Verndið þjóðernið. — Eflið þjóðræknina. Ðlasco Ibanez. íslensku blöðin hafa getið um andlát hins heimsfræga spán- verska sagnaskálds, Blasco Ibanez. Hann var fæddur árið 1867 og ólst upp í héraði, er nefnist Valencia. Snemma bar á skáld- skapargáfu hans. Og það var þegar sýnt á annari skáldsög- unni, sem hann gaf út, að hann var stórskáld. Fyrstu sögur hans fjalla um lífið í Valencíu. En þegar hann fluttist úr því héraði til höfuð- borgar Spánverja, Madrid, fór hann að lýsa lífi bæjarbúa i sögum sínum. Seinna verða sögur hans alþjóðlegar. Hann hætti að sækja yrkisefnið í þjóð- lif Spánverja, en tók það úr lífi annara þjóða. Síðustu ár æfinn- ar urðu straumhvörf að nýju i lífi hans. Hann fór aftur að sækja yrkisefni sín í líf Spán- verja. Þegar hann dó, átti hann ó- lokið yið sögu, sem hann var að skrifa um Kolumbus. Og var það skaði mikill. En lbanez helgaði skáld- skapnum ekki alla krafta sína. Hann segir á einum stað: Eg hef eytt æfi minni við ýmislegt, sem eklci snertir skáldskap. Eg liefi fengist við stjórnmál og eytt nokkrum hluta æfi minnar í fangelsum. Eg hefi verið þar að minsta kosti 30 sinnum. Eg hefi verið dæmdur til erfiðisvinnu og hefi oft hlotið hættuleg sár í einvig- um. Eg þekki alla líkamlega erfiðleika, sem menn geta orð- ið fyrir, þar á ineðal hina mestu fátækt. Eg' hefi verið þingmað- ur og löggjafi, næstum því leið- inlega Iengi. Eg er vinur margra æðstu manna stjórnmálalífsins. Eg hefi verið kyntur Soldáni Tyrkja og hefi búið í glæsileg- urn höllum. — Eg hefi meira að seg'ja lagt grundvöll að borg'- um i Ameríku. Alt þetta segi ég til þess að sýna, að ég vil heldur lifa við- burðina, en skrifa um þá“. Ibanez hafði afar milcið ímyndunarafl, en glöggskygnin var aftur á móti ekki eins mik- 17. tbl. il. Fyrstu áhrifin, sem hann varð fyrir, máðust ekki úr huga hans. Hann var of fljótur að fella dóma um menn og mál- efni, enda voru þeir stundum sleggjudómar. Og þess vegna bregða sögur hans ekki upp svo skýrri mynd af lífi Spán- verja, eins og mátt hefði, vænta, er tillit er tekið til gáfna hans og lifsreynslu, — og stíll- inn á sögum hans þykir ekki góður. En hann var risavaxinn ó- þreytandi andi. — Þegar ímynd- unarafl hans er sterkast, bregð- ur hann á augnablik upp snild- arlegum myndum úr lífinu, sem vart eiga sinn lika í bókment- um Spánverja á síðari tímum. En hann var ómögulegur stjórnmálamaður. Hann var að vísu mælsku maður með af- brigðum, en skorti mjög gagn- rýni, ekki síður á sjálfan sig, en þau mál, sem hann hafði með höndum. Hann var þar í samræmi við sjálfan sig, sem skáld, hann lét stjórnast af í- myndunarafli, en ekki íhugun. Eina bók skrifaði hann um Alfons Spánarkonung, Réðist hann mjög á konunginn, og þótti konungssinnum hann fara þar mjög illa að ráði sínu. En lýðveldissinnum gast auðvitað vel að bókinni. En þrátt fyrir gallana var Ibanez mikilmenni. — Enda er það einkenni flestra mikil- menna, að þau hafa galla. Eig- inleikur meðal mannsins, kost- ir hans og gallar, eru i miklu stærri stíl — miklu meira áber- andi — hjá mikilmenninu. — Ibanez hafði mikla kosti til að bera. Hann var bráðgáfaður. Hann hafði óvenju mikið i- myndunarafl og mælska hans er við brugðið. Hann var göfug- lyndur, og hann var sistarfandi. — Hann var einn af snilling- unum. Þi'jtt að miklu lcyti. Þjóðernisflokkur f Wales. Hingað til hafa íbúar Wales fylgt flokkunum þremur: — Frjálslyndaflokknum, íhaldsfl. og jafnaðarmannaflokknum að inálum. — Þeir hafa skifst i flokka eins og aðrir Englend- ingar. En nú virðist breyting ætla að verða á í þessu. Þjóðernisflokkur var mynd- aður þar fyrir tveimur árum. Aðalmennirnir í þessum flokki eru ungir mentamenn. Þeir fara fram og aftur og Wales, flytja ræður og fyrirlestra, hvar sem þeir koma, og fólkið hallast að stefnu þeirra. Er fullyrt, að þeir séu þegar búnir að fá inikinn meiri hluta Wales-búa á band með sér.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.