Ísland


Ísland - 05.05.1928, Blaðsíða 4

Ísland - 05.05.1928, Blaðsíða 4
4 I S L A N D rhmrhffifhmmmmfhmmmfftrhfBmrhmrhmiTllTllfinfíll tt7tt?t&CPt&CDCÍ7t&cDt3?Ci7wt!7CPCP(PCK7tg7C!7wCPtPCPww S Eldur! Eldur! © Grleyiuið eigi að brima* © tryggja eigur yðar í hinu © eina íslenska bruna- tjryggiimgaLi’lolagi. Brunadeild Sími 254. um. Islendingar sætta sig eng- an veginn betur við yfirgang Norðmanna en annara þjóða. Og meðan þeir telja sér íslend- inga sögpaldarinnar, og hrósa sér af þeim stórvirlcjuin, sem feður vorir leystu af hendi hér á landi, þá getum vér ekki treyst vináttu Norðmanna. Eldgos og landskjálftar. Eldgos hafa komið upp í sundinu við Mesolongian i Grikklandi. (Mesolongián er bær með 8000 íbúum). En landskjálftar hafa lagt Korin- þuborg algerlega í eyði. All- mikið tjón hefir og orðið i brakíu, einkum Adrianopel. Bela Kuhn handtekinn. Bela Kuhn er kommunisti. í ófriðarlokin braust hann til valda í Ungverjalandi og stofn- aði soviet-ríki. En hann naut ekki valdanna um langt skeið. Hann var flæmdur frá völdum og fór til Rússlands, og þar hefir hann lengst af dvalið síðan. Fyrir skömmu hefir lögregl- an í Vínarborg handtekið mann þenna þar i borg. Og um leið uppgötvaði hún, að kommun- istar höfðu þar leyniskrifstofu. Ýmiss skjöl, er fundist hafa, sanna, að á skrifstofu þessari var unnið að undirbúningi byltingar i Ungverjalandi og ríkjum á Balkanskaganum. — Bela Kuhn stóð fyrir þessari byltingastarfsemi. Hann neitar ar gefa upplýsingar. Ungverjar urðu mjög skelfdir, er uppvíst varð um undiróðurinn. Þeir bönnuðu samkomur og kröfu- göngur verkamanna 1. maí, og hafa krafist þess, að þeir fái Bela Kuhn framseldan. En ó- líklegt er talið, að Austurríkis- menn verði við þeirri kröfu. Talið er, að þriðja Interna- tionale hafi sent hann til Aust- urríkis, til þess að stjórn undir- róðrinum. Ófriðarbannið. Till. Bandaríkjamanna um ófriðarbann hafa vitanlega vak- ið allmikla athygli, víða um heim. Stjórnin í Þýskalandi hefir nýlega sent Bandaríkja- stjórn svar við þeim, og kveðst að efninu til geta fallist á þær. Verkfall. Hundrað og fimtiu þúsund manns hafa gert verkfall í baðmullarverksmiðjum í Bom- bay á Indlandi. Ástandið kvað vera alvarlegt. Frönsku kosningarnar. Úrslit kosninganna hafa orð- ið þau, að flokkar þeir, er styðja Poincare fengu meiri hluta. Þingmennirnir eru 612. — 4 Stuðningsmenn stjórnarinnar í þinginu eru 875. Bretar og Egiptar. Stjórn Breta hefir sent egipsku stjórninni úrslita kost (ultimatum) út af egipska frumvarpinu um opinberar samkomur. Heimtaði stjóm Bretlands að frumvarpið yrði kallað aftur innan þriggja sólar- hringa, því ekki verði unt að vernda útlendinga þar í landi, ef frumvarpið nái fram að ganga. — 5 bresk herskip voru send til Egiptlands. Egipska þingið hefir samþykt að fresta að ræða um frum- varp þetta, þar til þingið kem- ur aftur saman í nóvember. Manntjón. Ofviðri, rigningar og vatns- flóð hafa komið í suð-austur- hluta Bandaríkjanna. 13 menn hafa farist. Sex þúsundir manns eru heimilislausar. Tjón hefir orðið afskaplega mikið sérstak- lega á baðmullarekrunum. Svíþjóð. Ríkisbankinn í Svíþjóð hefir hækkað forvexti um %%. Gullinntausn í Noregi. Norska þingið hefir fallist á konungsúrskurðinn um gullinn- lausn. Þingmenn verkamanna og níu Bændaflokksþingmenn báru fram tillögur um, að fresta gullinnlausn, en þær voru feldar. Wrangel látinn. Peter Nikolajpvits Wrangel var fæddur 1878. Ætt hans var upprunalega sænsk. Wrangel tók þátt í ófriðnum á milli Rússlands og Japan sem sjálf- boðaliði. Gat sér mikinn orðstír í heimsstyrjöldinni og hafði þá á hendi yfirstjórn kósakkaher- fylkis. Hann barðist síðar gegn bolshvíkingum, fyrst undir stjórn Denikins, en þegar Den- ikin beið herfilegan ósigúr í max-s 1920, varð Wrangel hers- höfðingi „hvíta“ hersins og kom skiplagi á hann að nýju suður á Krím. Hóf hann sókn að nýju norður á bóginn, en varð að hörfa suður á Krím aftur og bjóst þar til varnar, en Rauði herinn braust gegnum herlínur hans þar. Nokkur hluti hers Wrangels komst undan á flótta og var fluttur á frakkneskum og rússneskum skipum til Miklagarðs. Vatnsflóð i Svíþjóð. Eftir asahlákur hafa flóð gert töluvert tjón, einkum meðfram Dalelven og Klarelven. — Járn- brautir hafa skemst og brýr eyðilagst, ísjakar og timbur hafa sumstaðar stíflað Klarel- ven, sein flæðir yfir akra víða. Bændur hafa viða verið til neyddir að flytja frá heimilum sinum í bili. Vatnavextir í Noregi. Mikill jakaburður og flóð í ám í Noregi. Bergensbrautin hefir sumstaðar orðið fyrir skemdum. Glommen flæðir yfir mörg hundruð tunnur lands og hafa bændur víða verið til neyddir að flytja frá heimilum sínum um stundar sakir. Chamberlain um mál Egipta. Chamberlain hefir haldið ræðu í þinginu og látið í ljós ánægju yfir því, að stjórnin í Egiptalandi hefir frestað að ræða frumvarpið um opinber- ar samkomur. Kveðst hann þó ætla að tilkynna stjórninni að Bretlandsstjórn neyðist til ihlut- unar, ef frumvarpið verður aft- ur lagt fyrir þingið. Bresku her- skipin, sem farin voru áleiðis til Egiptalands, hafa verið köll- uð heim aftur. Auðmýkt við Dani. „Jafnaðarmaðurinn" hefir sent oss kveðju sína. Þykist hann hafa allmargt út á oss að setja, en þó sérslaklega það, að vér séum að spilla sambúð- inni á milli Islendinga og Dani. — Hann segir, að sambúðin á rnilli þessara þjóða hafi verið orðin góð, en nú séum vér að spilla henni. „Jafnaðarmaðurinn“ fer með staðlausa stafi. Vér erum eng- ir Dana-hatarar og hvetjuin engan til þess að vera það. ,Það er rétt og satt, Uð sam- búðin á milli íslendinga og Dana hefir verið g'óð á siðustu árum. En hverju var það að þakka? Fyrst og fremst því, að marg'ir íslendingar þökkuðu Dönum sigurinn 1918. Og svo því, að þeir þóttust ekki þurfa að ótt- ast Dani framar, því að nú væru íslendingar orðnir einvaldir i landi hér. Hvorttveggja var misskilning- ur. Vér höfum enga ástæðu til að þakka Dönum fyrir sam- bandslögin. Það var ekkert þakkarvert, þótt þeir hættu að kúga oss. Þeir höfðu gert það nógu lengi og grætt óþarflega mikið á Islandi. Sumir telja og, að Dönum hafi ekki verið það sjálfrátt, að þeir samþyktu sambandslög- in. En út í þá sálma verður ekki farið hér. Á það skal að eins minst, að Danir bjuggust við að fá Suður-Jótland við friðarsamningana. Hafa þeir ef til vill rent grun í, að það væri óheppilegt fyrir þá sjálfa, að krefjast landa i nafni réttlætis- ins, þar sem þeir höfðu um margar aldir verið óréttlátir við Islendinga. En svo er annað, sem rétt er að minnast á í þessu sambandi. Á ófriðarárunum sýndum vér, að vér höfðum bæði þrek og þor lil þess að fara vorar eigin leiðir, án þess að nota leiðsögn Dana. Þeir gátu þess vegna bú- ist við, að íslendingar færu sinna eigin ferða, eftir að friður var kominn á. Sambandið var að slitna, þess vegna var skyn- samlegast fyrir þá að semja. Það er þvi langt frá, að ís- lendingar þurfi að þakka Dön- I um fyrir sambandslögin. En það kom brátt í Ijós, að sigurinn var ekki fullkominn. Danir höfðu með sambandslög- unum fengið svo mikil réttindi á landi hér, — og svo mikinn yfirráðarétt yfir íslenskum mál- um, að sjálfstæðið var meira í orði en á borði. Ábýlisréttur Dana á íslandi og ihlutunaréttur þeirra á íslensk mál verða að hverfa. í raun réttri mega íslendingar ekki enn frjálst höfuð strjúka fyrr en réttindi Dana á fslandi eru brott fallin. Og þegar við þetta bættist að meðferð Dana á utanríkis- málum íslands, fór þeim ekki svo vel úr hendi, sem mátt hefið vænta, þá var lítil á- stæða til þess fyrir fslendinga að loka augunum fyrir veru- leikanum, að Danir voru að færa út kviarnar hér á landi. En ef góð sambúð við Dani á að kosta það, að þeir fái óá- reittir að nota sér gæði íslands MILLUR o2 alt til upphluta af bestu tegund, ödýrast hjá Jóni Sigmundssyni, gullsmiDi. Laugaveg 8. Simi 383. Reykjavík. Fasteignastofan yonarstræti 11 í Reykjavík. Hefir altaf til sölu smá og stór íbúðar- og verslunarhús í Reykjavík og Hafnarfirði. Skifti á góðum jörðum í nærsveitum oft hugsanleg. Jónas H. Jónsson. Sími 1327 og 327. og gerast hér húsbændur, þá teljum vér hana of dýrt keypta. Vér höfum unnið að því, að ísland yrði fyrir íslendinga — en ekki fyrir Dani. — Annað höfum vér ekki gert til þess að spilla sambúð íslendinga og Dana. Er það þetta, sem „Jafnað- armanninum“ finst óhæfa? Met- ur hann ekki réttindi íslendingn meira en svo, að hann vilji sclja þau fyrir vinalæti Dana? Annars er „Jafnaðarmaður- inn“ furðu barnalegur, Jafnað- armenn þykjast vera að vinna fyrir hag alþýðunnar. Og þeir telja rjett og sjálfsagt að stofna til stéttabaráttu, stéttahaturs og fjandskapar i landinu sjálfu, til þess að bæta hag alþýðunnar. En „Jafnaðarmaðurinn“ á Norðfirði sem vafalaust er sam- mála skoðanabræðrum sinum um nauðsyn stéttabaráttunriar, vill loka augum og eyrum, þeg- ar Danir eru annarsvegar. Sér „Jafnaðarmaðurinn“ það ekki sjálfur, að það er allmik- ið ósamræini í þessu? Eða er það eitthvað annað, sein balc við liggur. Er hann hræddur um, að danskir jafn- aðarmenn kippi að sér hend- inni, hætti að mata leiðtogana á dönsku gulli, ef íslendingar hætta að sýna auðmýktarsvip- inn? Suðurlandsskólinn. Eitthvert hið mesta deilumál, sem komið hefir upp á meðal Sunnlendinga er skólamálið. Hefir það tafið mjög fyrir framkvæmdum í því ináli, að mikil hreppapólitík hefir verið um það, hvar skólinn skyldi standa. Allir hafa viljað hafa skólann sem næst sér, og' hafa bundið fjárfrámlög til skólans því skilyrði, að skólinn yrði þar sem þeir vildu hafa hann. Margir liafa viljað, að skól- inn yrði samskóli Árnesinga og Rangæinga. Og þurfti hann þá auðvitað að vera á þeim stað, að aðgengilegt væri að sækja hann fyrir íbúa beggja sýsln- anna. Leit svo út um liríð, að skól- inn mundi verða að Árbæ í Holtum. —• Sýslunefndarmenn Rangæinga féllust allir á þann stað, og 10 af 15 sýslunefndar- mönnum Árnesinga voru því samþykkir. En nú virðist annað ætla að verða uppi á teningnum. Húsmeistari ríkisins hefir boðið út bygging skólahúss á Laugarvatni. Kenslumálaráðh., Jónas Jóns- son, hefir ávalt viljað hafa Laugarvatn fyrir skólastað. Og er nú fullyrt, að hann hafi á- kveðið, að skólinn skyldi reist- ur að Laugarvatni, þótt meiri hluti manna austanfjalls hafi verið því mótmæltir. Það er auðvitað vafamál, hvernig Sunnlendingar una þessum úrslitum. En vonandi er, að óánægjan um skólastað- inn verði ekki til þess að spilla lyrir skólamálinu. Slcólinn verður nauðsynlega að koma, og það sem fyrst. — Það er aðalatriðið í þessu ináli, að skólinn komi, hitt skiftir ekki eins miklu, hvar hann verður. Lögfræðisráðunautur „And- vöku“ er Dr. Björn Þórðarson hæstaréttarritari. Enginn veit sína æfina fyr en öll er. — Trygðu þig í tíma! („Andvaka"). Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.