Ísland


Ísland - 05.05.1928, Side 2

Ísland - 05.05.1928, Side 2
2 í S L A N D Höfum fengið: Þakjárn, bárótt og slétt. Þakpappa. Þaksaum. Pappasaum. Girðingarefni. Hlutbundnar kosning- ar og flokkaveldið. Óánægjan ineð þingræðis- fyrirkomulagið hefir magnast mjög á síðari árum. Það er eðlilegt, því að vonir þær, sem menn' báru til þessa fyrirkomulags, hafa brugðist í ýmsurn atriðum. Menn gerðu ráð fyrir þvi í upphafi, að bestu, gáfuðustu og duglegustu menn þjóðarinn- ar skipuðu öll sæti á þingunum. Þessar vonir hafa ekki ræst. Kjósendurnir hafa ekki reynst svo þroskaðir, sem gert var ráð fyrir: Þeir hafa kosið með- almenn til þingsetu. En stærsti galli þessa fyrir- komulags er sá, að floklcsof- stækið er svo mikið, að heil- brigð skynsemi verður oft á tíðum að lúta í lægra haldi fyrir ákafa flokksforingjanna. Stétta- og flokkabaráttan er orðin afkáralega hörð. Og flokksforingjarnir þjást margir af þeim leiða sjúkdómi: að þeir vilja vera einráðir í flokk sín- um. Þess vegna róa þeir að því öllum árum, að fá góða flokks- menn á þing, menn, sem blind- ir eru af flokksofstæki eða auð- velt er að beygja vegna lítil- mensku þeirra. Þegar þessir menn koma inn i þingið, fylgja þeir flokksfor- ingjunum i blindni. Sannfær- inguna hafa þeir skilið eftir f'yrr utan dyr þinghússins. í þniginu verða þeir málpípa flokksforingjans. Og þeir fáu sjálfstæðu menn, sem í flokknum eru, verða að beygja sig fyrir meiri hlutan- um. Flokksforingjarnir verða þá einvaldir. Þjóðræðið og þing- ræðið verður skrípamynd af því sem það á að vera. Hér á landi er þetta ekki orð- ið eins slæmt og sumstaðar annarsstaðar. Flokksforingjarn- ir og klíkur þær, sem utan um þá standa, hafa ekki algert ein- ræði um það enn þá, hverir bjóða sig fram til þings. Og svo eru kjósendurnir í mörg- um héruðum landsins ekki enn þá orðnir svo skyni skroppnir, að þeir láti floksofstækið villa sér sýn. — Þeir taka meira til- lit til þess, hvort þeir bera traust til þess manns, sem í kjöri er, heldur en hins, hverj- ar skoðanir hann hefir á ein- stökum atriðum stjórnmálalífs- ins, Hlutbundnar kosningar hafa verið lögleiddar við landkjör og kjördæmakosningar í Reykja- vík. Hugsunin, sem liggur til grundvallar þessu fyrirkomu- lagi á kosningum, er að auka réttlætið, gefa minni hlutanum nokkur ítök, í meðferð þjóð- málanna. En sá regingalli er á þessu fyrirkomulagi, að flokksfor- ingjarnir og fámennar klíkur, sem í kringum þá standa, búa til lista ineð mönnum þeim, er i kjöri eiga að verða. Á listun- um verða því oft menn, sem ekkert annað erindi eiga inn í þingið, en að greiða atkvæði eins og þeim er skipað. Þeir verða peð á skákborði stjórn- málamannanna. Kjósendurnir ráða því ekki hverja þeir kjósa. Þeir verða að kjósa listann, flokkinn, en ekki mennina. — Kosningin verður skrípaleikur. Hlutbundnar kosningar ná því ekki tilgangi sínum. Þær auka ekki réttlætið. Þær auka ranglætið, leggja fjötra á kosningafrelsið og gera þjóð- ræðið að engu. Sumir hafa komið fram með þær tillögur, að hlutbndnar kosningar verði lögákveðnar um Iand alt. Það er ótækt. Það yrði til þess að gefa flokksfor- ingjunum algert einræði í hendur. Það yrði til þess að eyðileggja það stjórnfyrirkomu- lag, sem vér búum nú við. — Því að hlutbundnar kosningar mundu auka óánægjuna að miklum mun. Flokkseinveldið verður að hverfa. Kjósendur verða að gefa þeim mönnum atkvæði sitt, sem þeir treysta til þess að gera skyldu sína, leysa vandamál þjóðfélagsins á skyn- samlegan hátt. Og hlutbundnu kosningarnar verða einnig að hverfa. Seinna verður skýrt frá því, hvað koma eigi í staðinn. Frá Rássum. Sovietstjórnin hefir samið frumvarp um hagnýtingu og skiftingu jarðeigna í Rússlandi. Lög þessi fara í þá átt, að af- nema rétt einstaklinga til þess að eiga jarðir. Rikið á að hafa einkarétt til jarðeignanna. — Landbúnaðarfélög og jarð- eignalausir eða jarðeignalitlir menn eiga að hafa forgöngurétt til þess að nota jarðirnar. Frumvarpið miðar og að sam- vinnustarfsemi. Þingbálkur Áburðarlögin. í síðasta blaði birturn vér lög þau, sem þingið hefir sam- þykt um einkasölu á tilbúnum áburði. Lög þessi eru hæði ill og ó- þörf. Það er ekki hægt að sjá, að nokkur hagnaður verði af þessari einkasölu. Enda virðast höfundar laga þessara hafa séð það fyrir, þar sem öllum öðrum en ríkisstjórninni er bannað að flytja tilbúinn áburð til lands- ins. Það hefir ekki verið sýnt fram á, að áburðarversluninni sé svo illa fyrirkomið, að nauðsynlegt hafi verið að gripa til þessara örþrifaráða. En ef svo hefði verið, þá hefði bein- asta leiðin verið sú, að rílcið færi að versla með áburð, en bannaði þó ekki öðrum að flytja hann inn. Þá hefði getað mynd- ast samkepni, sem haldið hefði verðinu niðri, en nú er sam- kepnin útilokuð — einokunin er komin í staðinn. Þessi lög verða ekki skilin á annan hátt en þann, að ríkið treysti sér ekki til að keppa um sölu á þessari vörutegund. í þessum lögum birtisi grund- vallarstefna meirihluta siðasta þings: að koma í veg fyrir sam- kepni, en leggja einokunarfjötra á sem flestar vörutegundir. Suinir hafa fullyrt, að Fram- sóknarflokkurinn hafi látið jafnaðarmenn kúga sig til að laka upp stefnu þessa. En aðrir eru þess fullvissir, að forkólfar Framsóknar séu þeim engu betri í þessum málum. En það skiftir minstu máli, hverir eru hvatamenn einokun- arinnar, hitt skiftir meira máli, að báðir þessir floklcar fallast i faðma um þessi mál. — Að skerða veislunarfrelsið og binda fé ríkissjóðs í áhættufyrirtækj- um, sem geta, ef illa fer, riðið ríkissjóði að fullu. Fjárhættuspil. í síðasta blaði voru birtar ■ nokkrar greinar, sem samþykt- ar voru á síðasta þingi um fjárhættuspil. Þessar greinar eru þarfar. Þau ákvæði, sem gilt hafa um þessi efni, eru gömul og úrelt. — Aðalákvæðin eru í Jónsbók. Það veitti því sannark ekki af að samræma þau nútíman- um. í ákvæðum Jónsbókar voru fjárhætluspil bönnuð, en engin hegning var lögð við, þótt út af væri brugðið. En ýmislegt i sambandi við þau gat komist undir hegningarlögin. Engin ákvæði voru til í lög- um um þá menn, sem létu fjár- hættuspil fram fara í húsum sínum. En eftir hinum nýju lögum bakar það lníseiganda hegningu. Er það vel farið, að þetta á- kvæði skuli vera komið inn í lögin. Kennaraskólanum hefir verið sagt upp. 19 nem- endur útskrifuðust úr honum að þessu sinni. Flugfélag Islands. Dr. Alexander Jóhannesson hefir unnið að stofnun flugfé- lags hér á landi undanfarin ár. Hann helir komið því til leiðar, að hið stóra þýska flugfélag, Luft-Hansa, ætlar að senda hingað flugvél í sumar. Býst hann við að flugvélin komi 20. þ. m. og flugferðir hefjist hér í júnínfánuði. Og verður þeim að líkindum haldið uppi í þrjá mánuði í sumar. Flugvélin tekur 5 farþega. og á lnín að starfa að póst- og farþegaflutningum. Fundur var haldinn hjer í bæ til þess að ræða um stofn- un flugfélags. Fundarmenn voru allir einhuga um að stofna félagið, og voru lög sarnþj'kt fyrir félagið á fundinum. Þessir menn voru kosnir í stjórn félagsins: Dr. Alexander Jóhannesson, Páll E. Ólason, Magnús Blöndahl, Magnús Torfason, Pétur Halldórsson og til vara Guðm. Hlíðdal verk- fræðingur. Hlutafé er 20 þús. kr., sem síðar má auka. Dr. Alexander hyggur, að fargjöld með flugvélinni verði ekki hærri en með skipum. — Luft-Hansa ætlar að bera þann halla, sem kann að verða á rekstri hennar. Eins og kunnugt er, hefir notkun flugvéla til friðsamlegra starfa aukist mjög á siðari ár- um. Og er ætlun manna, að jiær verði fartæki framtíðarinnar. Er það því þarft verk, sem dr. Alexander hefir unnið með starfi sínu fyrir þetta mál. Hefir hann unnið að því með þeirri atorku, sem honum er lagin. — Fé og fyrirhöfn hefir hann ekki sparað. Umboðsmaður Luft-Hansa er kominn hingað til lands. Heitir hann Walter. Verður hann hér i sumar. Er hann lagður af stað, ásamt dr. Alexander, til að athuga lendingarstaði á Ak- ureyri og ísafirði. Knud Rasmussen, cand. phil., er nýkominn hingað til lands. Ætlar hann að halda fyrirlestra urn Grænland og líf Eskimóa hér í Reykjavík. Rasmussen er af grænlensku bergi brotinn í móðurætt. Hann er kunnur landkönnuður og þekkir vafalaust Grænland og Grænlendinga betur en nokkur annar maður, sem nú er á lífi. Hann hefir ferðast mikið um Grænland og safnað þar svo miklum þjóðminjum, að safn það, er hann hefir haft með sér þaðan, er stærsta safn til sögu Eskimóa, sem til er í heimi. Hann hefir skrifað mikið um grænlensk mál, og þykir hann góður rithöfundur. Rasmussen flytur fyrirlestra sína hjer að tilhlutun danskrar nefndar, er á að sjá um fyrir- lestrahald í dönskum bókment- um hér við Háskólann. Innlendar fréttir. Stúdentafélagið hefir sýnt Flautaþyrilinn eftir Holberg, bæði hér og í Hafnarfirði. —- Lciksýningin tókst mjög vel. Lárus Sigurbjörnsson, cand. phil., var leiðbeinandi við æf- ingarnar. Bruni. Fyrir skömmu kom upp eld- ur í húsinu nr. 42 við Fram- nesveg í Reykjavík. Húsið er nýlegt og úr steini. Húsið skemdist mjög mikið og litlu varð bjargað, en eng- inn maður meiddist. Bæ jarbruni. Bærinn Sandfellshagi í Axar- firði brann nýlega til kaldra kola. Nýbygt hús var á jörðinni, og var það óvátrygt, en gamli bærinn eitthvað litið vátrygð- ur. Talið er að kviknað hafi út frá reykháf. Tjónið af brunanum er mjög rnikið. Moti Guj. Eftir Rudyard Kipling. . [Deesa hér maður. Hann var Indverji, fylliraftur og hálfgerð- ur ræfill. Hann átti taminn fíl, er hét Moti Guj. Fill þessi var kostagripur, duglegur og skyn- ugur vel. Deesa var í vinnu hjá Norðurálfumanni, er var að ryðjá skógivaxið land, til þess að rækta þar kafíi. Skógar eru venjulega ruddir í Austurlönd- um á þann hátt, að fílar eru látnir rífa trjástofnana upp með tönnunum. Moti Guj var þess vegna með Deesa við skógruðn- inginn. Einu sinni vildi Deesa endilega komast á brott lrá Norðurálfumanninum, til þess að komast í drykkjuslark. Hann fékk að fara með því skilyrði, að fíllinn yrði lcyr og ynni á meðan Deesa væri fjarverandi. Deesa sagði fílnum, að hann ætlaði að vera 10 daga í burtu, og á meðan ætti hann að vinna og hlýða Chihun, öðrum Ind- verja, sem vann hjá Norður- álfumanninum. Þetta gekk vel í 10 daga, fíllinn vann eins og’ honum var skipað. En 11. dag- inn hagaði hann sér alt öðru- vísi, en hann hafði gert und- anfarna daga.] „Hvað er þetta, hvað eiga þessi læti að þýða?“ hrópaði Chiun á eftir fílnum. „Iíomdu hingað og lyftu mér á bak, van- skapningurinn þinn. Komdu, skraut fjallanna, prýði Ind- lands. Ef þú kemur ekki, skal ég berja hverja einustu tá af hinum feitu fátum þínum“. Það drundi í Moti Gu.j, en hann hlýddi ekki. Chihun hljóp á eftir honura með band og náði í hann. Moti Guj lagði koll- húfurnar og Chihun vissi hvað það hafði að þýða, enda þótt hann reyndi að bera sig manna- lega og nóta stór orð. „Engan þvætting! farðu til vinnunnar, ómyndin þín“. Það hrein í Moti Guj. — Það var alt og sumt — og svo ko]I- húfurnar.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.