Ísland


Ísland - 12.05.1928, Síða 4

Ísland - 12.05.1928, Síða 4
f S L A N D Kosning eins manns í síldarútflutnings- nefnd hefir nú farið fram. Ásgeir Pétursson, Akureyri, var kos- inn með 125 atkv., Sveinn Benediktsson, stud: jur. i Rvík fékk 72 atkv., Morten Ottesen, Rvík 58 atkv., og nokkrir enn þá færri. — Varamaður var kosinn Jóhann Þorsteinsson með 88 atkv, Aðalfundur Sögufélagsins hefir nýlega verið haldinn hér i bæ. Stjórn- in var endurkosin. Prestskosning í Möðruvallaprestakalli fór þannig, að Sigurður Stefánsson cand tbeol. hlaut 138 atkv., séra Guðbrandur Björnsson 103, séra Páll Þorleifsson 53, séra Stanley Melax 13. Kosn- ingin er ólögmæt. Um Kvennabrekku í Dölum hafa þeir sótt: ólafur ólafsson cand. theol. og Tryggvi Kvaran prestur. Kosningu er lokið, en úrslitin ókomin. Slys. Bjarni Þorsteinsson, aldrað- ur maður úr Bolungarvik, fanst fyrir skömmu örendur við brimhrjótinn á ísaflrði. Stúlka að nafni Lovísa Guð- jónsdóttir fanst nýlega látin i Vestmannaeyjahöfn. Kvað hún hafa gengið út seint um kvöld- ið með unnusta sínum, en kom ekki heim aftur og fanst morguninn eftir örend. Pórður Sveinsson læknir á Kleppi hefir verið sæmdur prófessorsnafnbót af konungi. Konungur hefir samþykt lög síðasta þings. Slysið á Breiðamerkurjökli. Hið mikla slys á Breiða- merkurjökli, er Jón Pálsson frá Svínafelli í Öræfum, féll niður í jökulsprungu, er mönnum vafalaust ekki úr minni liðið. Lík hans hefir nú fundist, sömuleiðis póstsend- ingarnar og hestarnir, sem féllu i sprunguna. Um heilbrigðismál Rvlkur urðu nýlega snarpar umræð- ur í bæjarstjórninni. Magnús Kjaran var fram- sögumaður og deildi mjög á fyrirkomulag heilbrigðismál- anna. Gat hann þess, að kostn- aðurinn af mjólkursölu væri 178 þúsund krónum hærri en hann þyrfti að vera. Vill hann að mjólk sé að eins seld á 18 stöðum í bænum (nú er hún seld á 55 stöðum). Eftirlitið sagði hann að væri mjög lé- legt; t. d. hafi heilbrigðisfull- trúi ekki skoðað hjá Mjólkur- félagi Reykjavíkur í 5 ár. Þá átaldi hann og mjög hina svo- kölluðu »pinklasmjörsölu«. — Það smjör væri oft óþrifalegt og svikið, og þyrfti nauðsyn- lega að koma á lögboðnu smjörmati. Flestir bæjarfulltrúarnir voru honum sammála, en borgar- stjóri reyndi að berja í brestina. Claes þýsku Prjónavélar eru í notkun nálega í hverjum hrepp á íslandi, þær hafa reynst afbragðsvel enda hafa þær marga kosti umfram aðrar prjónavélar. Ef þér hafið í hyggju að eign- ast Prjónavél, þá er nauð- synlegt að vera vandlátur með val hennar, en Claes prjónavélar eru uppáhald hinna vandlátustu. Hefi ennfremur ágætar Hringprjónavélar. Nálar og aðrir varahlutir í prjónavélar oftast til. CKA.J . r* < ■r M ■B n m m -’i - V, ,/ - Vmr fr-.si Félag útvarpsnotenda á íslandi. Fyrir skömmu voru útvarps- notendur boðaðir á fund bér í bænum, til þess að ræða um stofnun félags útvarpsnotenda. Var félagið þegar stofnað, og nefnist það: »Félag útvarpsnot- enda á íslandi«. Félagsskapur þessi nær yfir alt landið, en aðalstjórn hans situr í Reykja- vík. Stofna má sérstakar deild- ir út um land, í þeim bæjum eða béruðum, þar sem 7 félagar eða fleiri eiga heima. Peir mega hafa sina eigin stjórn, er verður að senda aðalstjórninni skýrslur um starísemi sfna. Tilgangur þessa félags er, að glæða áhuga landsmanna á út- varpi, og auka þekkingu þeirra á útvarpi og útvarpstækjum, að efla heilbrigða samvinnu á milli útvarpsnotenda og útvarpsrek- enda, að útvega útvarpsnotend- um betri kjör á kaupum og við- gerðum útvarpstækja, og láta yfirleitt öll þau mál taka til sín, er snerta útvarp og útvarpsnot- endur hér á landi. í félagið gengu þegar um 300 menn. Flestir voru úr Reykja- vík, en nokkrir úr Hafnarfirði, Stykkishólmi og Akranesi. I stjórn voru kosnir: Jakob Möller, eftirlitsmaður, Ágúst H. Bjarnason, prófessor, Friðrik Hallgrimsson, prestur, Jón ívars, bókari Landssímans, Gunnar Bachmann, símritari, Ottó B. Arnar, fyrv. útvarpsstjóri, og Forsteinn Porsteinsson, skipstj. Útvarpið er eitthvert mesla menningarmál nútímans. Og hér í fámenninu, er nauðsynlegt að hafa útvarp. Er þaö i sannleika gleðilegt, að jafn almennur á- hugi er um þetta mál, eins og fundur sá, sem nú hefir verið nefndur, bar vott um. Erlendar fréttir. Flug og flugvélar. Nobile er kominn til Spitz- bergen. Hann flaug frá Stolz til Vadsö í Noregi. Tafði hann þar dálitla stund, þar eð veð- urhorfur voru slæmar við Svalbarða. Þýskur verkfræðingur hefir bygt mótorlausa flugvél, sem notar rakettur sem hreyfiafl. Á flugvél þessi aðallega að fást við veðurrannsóknir í þúsund metra hæð, einkanlega til Atlantshafsflugs í þessari hæð. Reynsluflug er ráðgert í þess- um mánuði. Frá Kina. Japansmönnum og Kinverj- um hefir lent saman í Tsinan i Kina. Orsök þessarar styrj- aldar er talin sú, að nokkrir Japanar voru drepnir í þessu héraði. Japanskir hermenn komu þegar á vettvang, Jap- önsk herskip komu frá Shang- hai o. s. frv. Japansmenn skutu suma liðsforingja þjóðernis- sinna en handtóku aðra, og hófust þá alvarlegar skærur. Japanar hafa sent Kínverj- um úrslitakosti, þar sem þess er krafist, að þjóðernissinnar yfirgefi Tsinan, að 7 mílna belti meðfram járnbrautinni til Tsingtao verði friðað, og að liðsforingjum þeim verði refs- að, er bera sök á morðum japanskra ríkisborgara. Kinverjar neituðu að verða við kröfum þessum. Hófust þá bardagar milli liðssveita Japana og Kínverja, Japanar tóku þegar járn- brautarstöðina og simastöðina í Tsinan og sprengdu púður- forðabúr í loft upp, Vatnavextir hafa verið miklir f Svíþjóð. DELTA- sláttuvélar höfum við nú um nokkurra ára skeið selt í flest- ar sveitir landsins og hafa þær hvarvetna reynst framúrskar- andi vel. Seljum einnig brýnslutæki með þeim. Verðið hið lægsta. — Varahlutir fyrirliggjandi. Bændur sendið okkur pantanir yðar sem fyrst. Sturlaugur Jónsson & Co. Reykjavík. Sími 1680. m m m m i I i m m i JjÍ 1 m m ol ‘o4ko3|03t°3 L0JE.0ik04E0]E0lE0<(0 j t0JÍ.®JL0jC0Í □ □ EJ □ □ □ □ □ B 'ENDIÐ ullyðar til »Alafoss«. pav fáið þér hana unna bezt og fljót- ast. — Ný sýnis- hovn fyviv ávið 1928 evu send út. Talið við umboðsmenn »Álafoss«, eða skvifið til klæðaverksmiðjunnar „ÁLAFOSS“. REVKJA VÍK Pósthólf 404. Laugaveg 44. Sími 404. Brunatryggingar sími 254. Sjóvátryggingar sími 542. GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON, Reykjavík. Bankastræti 12.' Sími 1007. Annast allskonar gull- og silfursmíði. Vörur sendar gegn póstkröfu út um alt land. MILLUR og alt til upphluta af bestu tegund, ódýrast hjá Jóni Sigmuíidssyni, gullsmiði. Simi 383. Laugaveg 8. Reykjavík. Mikil hlaup hafa komið í Dale- elven og Klareelven. Isjakar og timbur hefir sumstaðar stiflað Klareelven, svo að hún flæðir yfir bakka sína. — Víða hafa bændur orðið að flýja írá heimilum sínum i bili. Fasteignastofan Vonarstræti 11 í Reykjavik. Hefir altaf til sölu smá og stór íbúðar- og verslunarhús í Reykjavík og Hafnarfirði. Skifti á góðum jörðum í nærsveitum oft hugsanleg. Jónas H. Jónsson. Sími 1327 og 327. Lögfræðisráðunautur „And- vöku“ er Dr. Björn Þórðarson hæstaréttarritari. PrentsmiCjan Gutenbcrg.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.