Ísland - 07.07.1928, Blaðsíða 2
2
ÍSLAND
Bezta suðusúkkulaðið
er Hollandía frá Bensdorp.
Ekkert súkkulaði af sambærilegum gæðum er nú fáanlegt
hér jafn ódýrt. Spyrjið okkur um verðið — það kostar
ekkert — og ef þér efist um gæðin, þá fáið lítið eitt til reynslu.
ur, sem einskonar helgidómur,
sem alt annað verði að víkja
fyrir. Svo lítur út, sem dóms-
málaráðherrann sé á góðri
leið til þess að ala upp björð,
sem fylgir honum með meiri
spekt en dæmi eru til. En eitt
er víst að enginn stækkar
andlega við það að beygja sig
undir þá svipu, sem Hriílu-
herrann hefur á lopti í stjórn-
málunum eins og nú stendur.
Og bráðum munu þeir timar
koma að þeir fylgispökustu
vilja láta gleyma hvað fylgi-
spakir þeir voru.
JerYani“>máIið og
dómsmálaráðherra.
Fyrir skömmu ákvað dóms-
málaráðherra, að kæra, er fram
hafði komið gegn skipstjóra
enska togarans »Tervani« fyrir
ólöglegar veiðar í landhelgi,
skyldi ekki tekin til greina og
að trygging sú, kr. 30 þúsund,
sem hann hafði orðið að setja,
til þess að fá að fara úr höfn,
skyldi endurgreiðast honum.
I.
Saga málsins
er í fáum orðum þessi:
Árið 1926 starfaði vélbáturinn
»Trausti« að landhelgisgæzlu
í sunnanverðum Faxaflóa, og
fékk hann styrk úr ríkissjóði
til þessa starfs. 21. dag ágúst-
mánaðar á því ári var báturinn
á leiðinni frá Sandgerði til
Gerða. Skipstjórinn var ekki á
bátnum, en stýrimaður, vélstjóri
og einn háseti. Peir sáu tvo
togara, sem þeir hugðu vera í
landhelgi. Engin áhöld höfðu
þeir á bátnum, hvorki skriffæri
né mælitæki, og urðu því, þegar
þeir höfðu náð nöfnum og
númerum togaranna, að miða
legu þeirra, ákveða hana eftir
þeim miðum, sem sjómenn eru
vanir að átta sig á, er þeir róa
til fiskjar á þessum slóðum.
Togarar þeir, sem bátsverjar
hugðu vera í landhelgi, voru
Júpíter (íslenzkur togari) og
»Tervani« (enskur togari), og
var enski togarinn nær landi en
sá íslenzki. — Skömmu síðar voru
varðskipin íslenzku látin mæla
legu togarana eftir þeim miðum,
sem bátsverjar höfðu gefið upp,
og sýndu mælingarnar, að tog-
arar þessir höfðu verið í land-
helgi.
Bátsverjar kærðu svo togarana
og unnu eið að framburði sín-
um. Mál var höfðað gegn skip-
stjóranum á Júpíter. Var hann
sýknaður í undirrétti, en dæmdur
í háar sektir í hæstarétti. Enski
togarinn náðist ekki, og var því
ekki hægt að höfða mál gegn
honum fyrr en nú. — Hann
kom til Vestmannaeyja í apríl-
mánaði siðastliðinn. Þór tók
hann og fór með hann inn á
höfn. Bæjarfógeti leyfði honum
að fara út á veiðar, ef hann
setti 30 þúsund króna tryggingu
og lofaði að koma hingað aftur
fyrir 1. júlí s. 1. Skipstjóri setti
trygginguna, fór út á veiðar og
kom inn á höfn á tilskildum
tíma.
Pegar hér var komið, tók
dómsmálaráðherra til sinna ráða.
Hann ákvað, að mál skyldi ekki
höfða gegn skipstjóranum á
»Tervani« og að honum skyldi
endurgreiðast tryggingarféð.
II.
»Morgunhlaðið« og dómsmála-
ráðherra.
»Morgunblaðið« réðist á dóms-
málaráðherra fyrir þessa ákvörð-
un, og telur hann hafa brotið
þrjár höfuðreglur, sem honum
hafi verið skylt að hlýða.
1. Að Júpíter og Tervani sé
gert mishátt undir höfði, þar
sem Júpiter er sektaður, en
Tervani er slept, enda þótt meiri
sönnun hafi verið fyrir sekt
»Tervani«, heldur en Júpíters,
þar sem hann var nær landi.
2. Að dómsmálaráðherra hafi
gripið inn í verksvið dómstól-
anna og óvirt þá með því að
láta þá ekki taka kæru þá til
meðferðar, sem komin var fram
gegn togaranum.
3. Að þessi ákvörðun dóms-
málaráðherra muni verða til
þess að veikja traust erlendra
þjóða á hæstarétti vorum.
»Alþýðublaðið« hefir flutt svar
ráðherrans við »Morgunblaðs«-
greininni og varnir þær, er hann
færir fram fyrir þessum gerðum
sínum.
1. Að skipstjórinn á »Trausta«
hefði ekki verið í bátnum, þegar
skipverjar sáu þessa fyrnefndu
togara.
2. Að svo langt sé umliðið
síðan »Tervani« hafi átt að vera
í landhelgi, að skipstjórinn á
honum eigi nú erfitt með að
koma fram með þau gögn, sem
hann kynni að hafa haft sér til
varnar.
3. Að Júpiter hafi verið sýkn-
aður í undirrétti.
4. Að útbúnaður á »Trausta«
hefði verið í ólagi; þar hefði
hvorki verið blek, penni, pappír
né kort, þegar bátsverjar sáu
togarana þann 21. ágúst. -—
Þetta mundi alt hafa komið
fram í skjölum málsins — en
þau séu nákvæmlega yfirfarin
í öðrum löndum. Og þar sem
þetta hafi verið vitanlegt, þá
hafi hann ekki viljað gefa út-
iendingum tækifæri til þess að
fá ótrú á íslenzkum dómstólum
og réttarfari. Hann hafi því
stuDgið kærunni undir stól af
umhyggju fyrir íslenzkri lög-
gæzlu og réttarfari.
III.
Hvers virði eru rök ráðherrans?
Ég tel ástæðulaust að ræða
um önnur rök ráðherrans en
þau, sem birtast í 4. lið. —
Rökin, sem getið er um í þrem-
ur • fyrstu liðunum, eru einkis
virði. Það var auðvitað óheppi-
legt og vítavert, að varðbátur-
inn skyldi vera jafn illa útbúinn
og raun ber vitni. Og það er
mjög liklegt, að það hefði orðið
til þess að veikja traust erlendra
þjóða á hæstarétti vorum, ef
skipstjórinn á »Tervani« hefði
eingöngu verið dæmdur eftir
rispi á öldustokk bátsins. —
Skipverjar rispuðu athugasemdir
sínar þar, af því að þeir höfðu
hvorki blek né pappír í bátnum.
En Júpiter var ekki eingöngu
dæmdur eftir þessu, síður en
svo, og vafalaust hefði »Tervani«
ekki orðið ver úti fyrir dóm-
stólunum, hvað þessu viðvíkur.
1. Dómstólarnir eru ekki
bundnir við þær niðurstöður,
sem þeir hafa komist að í öðrum
málum, jafnvel þótt málsástæður
séu nákvæmlega hinar sömu.
Það var því ástæðulaust fyrir
ráðherrann, að óttast mjög
fyrirfram, að togarinn yrði sak-
feldur, — áður en dómstólarnir
voru farnir að hreyfa við málinu.
2. Skipstjórinn á Júpiter ját-
aði, að hann hefði verið að
veiðum í Garðsjónum dag þann,
sem hann var sakaður um land-
helgisbrot, en ekkert var bókað
um pað i dagbók skipsins, hvar
togarinn hefði verið þennan dag.
Þetta hlaut frekar að vitna á
móti skipstjóranum en hitt.
Hvernig var dagbók »Tervani’s«?
Gat hún ekki skorið úr um
sekt hans eða sýknu?
Ýmsar fleiri ástæður gátu
komið til greina í máli þessu,
svo að ráðherrann þurfti ekki
að stinga kærunni undir stól.
— Dómurinn yfir skipstjóra
»Tervani’s« þurfti ekki að verða
samhljóða dóminum yfir skip-
stjóra Júpíters.
3. Bátsverjar á »Trausta«
störfuðu að landhelgisgæzlu.
Þeir voru því einskonar lög-
regluþjónar íslenzka ríkisins, og
vitnisburður þeirra varð að
metast eftir starfi þeirra.
Þeir voru þrír, sáu allir nöfn
togarana og merki þeirra, tóku
allir miðin, og unnu eið að þeim
framburði sínum fyrir rétti, að
Júpíter og »Tervani« hafi legið
á þessum ákveðna stað þennan
umrædda dag,
Mennirnir eru vanir sjómenn
f sunnanverðum Faxaflóa og
þekkja miðin, (veður var heið-
skýrt). Það er því engin ástæða
til þess að ætla, að þeir hafi
rniðað skakt. íslenzku varðskipin
eru látin mæla eftir þeim mið-
um, sem bátsverjar gefa upp,
og sýna mælingarnar að togar-
arnir hafa verið innan við land-
helgislínu.
Dómurinn byggist því ekki á
rispinu á öldustökknum. Hann
byggist á sjón og minni kunn-
ugra manna. Hann byggist á
eiði þriggja lögregluþjóna. Hann
byggist á mælingum íslenzku
varðskipanna. Hann byggist á
dagbók skipsins, sem ekki er
færð og vitnar því frekar gegn
skipstjóranum en með honum.
Hann byggist á þvi, að fram-
burður skipverja á Júpíter er
ógreinilegur og óskýr að dómi
hæstaréttar. — Rispið á oldu-
stokknum er aðeins til uppfyll-
ingar því, sem »Trausta«-menn
sjá og muna.
IV.
Hverjar verða afleiðingarnar?
Ég get verið sammála »Morgun-
blaðinu« um það, að ráðherr-
ann hafi, með þessari dæma-
lausu ákvörðun sinni, óvirt
dómstólana og þá sérstaklega
hæstarétt. Það er og rétt, að það
getur orðið til þess að veikja
traust erlendra þjóða á hæsta-
rétti vorum, að dómsmálaráð-
herrann yfir íslandi skuli ráðast
þannig á þennan æðsta dóm-
stól þjóðarinnar.
En þó hvorttveggju þetta sé
ilt, þá er þó annað miklu verra.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að nokkur kurr hefir
verið í útlendingum, sérstaklega
Bretum og Þjóðverjum, út af
togarasektum. Skipstjórar þeir
og útgerðarmenn, er hafa orðið
að greiða sektir fyrir landhelgis-
brot hér við land, hafa lagt
mjög að utanrikisráðuneytum
þjóða sinna, til þess að fá þau
til að skerast í leikinn og mót-
mæla sektunum. Þessir menn
hafa fengið litla áheyrn. Fyrst
og fremst munu menn hafa séð,
að þeir hefðu enga ástæðu til
þess að kvarta. — Dómarnir
í togaramálunum væru sann-
gjarnir. — En svo stóðu þeir
illa að vígi. Dómarnir voru
kveðnir upp af íslenzkum dóm-
stólum, en ekki islenzkum yfir-
völdum. íslenzk yfirvöld geta
ekki ráðið því, hvernig dóm-
stólarnir dæma. Þeir eru sjálf-
stæður aðilji, er fer meö einn
þátt stjórnarvaldsins. Enginn
dómstóll má dæma eftir því,
sem honum er skipað að dæma
Það þýddi því lítið að kvarta
til íslenzkra yfirvalda. Þau höfðu
það ekki í hendi sér að skipa
dómstólunum fyrir verkum.
íslendingar eru því vel settir
á meðan dómsvaldið er í hönd-
um dómstólanna, en þegar
dómsvaldið færist í hendur
sjórnmálamannanna, megum vér
búast við öllu illu.
Dómsmálaráðherra hefir kom-
ist hér inn á afarhættulega
braut. Hann hefir gert það sem
hann átli ekki að gera, gert
dómstólamál að utanríkismáli.
Nú eiga útlendingar hægra um
vik heldur en áður var. Nú geta
þeir kvartað til islenzku stjórn-
arinnar og setl henni stólinn
fyrir dyrnar, ef þeim bíður svo
við að horfa. Ef íslenzkir stjórn-
málamenn ganga framvegis eftir
þeirri braut, sem dómsmála-
ráðherrann hefir stigið inn á —
og það má telja líklegt, að út-
lendingar rói að því öllum ár-
um, því að þeir hafa fengið
forsmekk hamingjunnar, — þá
verður íslenzk landhelgi lítils-
virði í framtíðinni.
Þetta má aldrei eiga sér stað
framar. Ráðherrar eiga að skifta
sér sem allra minst af togara-
málum. Þeir verða að láta dóm-
stólana eina um þau í framtíð-
inni.
Þeir eru betur hæfir til þess
að ráða þeim til lykta á skyn-
samlegan hátt, heldur en stjórn-
málamennirnir. Og ef þeir fá að
í S L A N D
KEJíUR ÚT A LAUGARDÖGUM
Argangurinn kostar 8 kr.
Gjalddagi 1. júli
Einstök blöð kosta 20 aur.
Ritstj óri og ábyrgtSarmaður:
GuðmXndur Benediktsscn,
Talsimi: 1875.
Afgreiðslu og innheimtu
annast:
Friðrik B jörnsson.
Laugaveg 15. Sími 1225.
— Box 871. —
TIL ATHHUGUNAR
Ef vanskil verða á út-
sendingu blaSsins, óskast
það tilkynt afgreiðslunni
sem fyrst. Óskað er eftir,
að þeir íesendur blaðsins
utan Reykjavíkur, sem
koma til bæjarins, líti inn
á afgreiðsluna til viðtals.
Nokkur eintök af blaðinu frá
byrjun fást á afgr.
vera einir um hituna, má oss á
sama standa, þótt útlendingar
rugli eitthvað um þessi mál. —
En þegar stjórnmálamennirnir
islenzku fara að skifta sér af
þeim, þá erum vér í hers hönd-
um.
Að endingu vil ég taka það
fram, að ég er þakklátur ráð-
herranum fyrir það, að varð-
bátur sá, sem nú er á sunnan-
verðum Faxaflóa, skuli hafa öll
tæki, sem hann þarf að hafa.
Og væntanlega hefir það þá
heldur ekki gleymst, að tveir
siglingafróðir menn eiga að vera
á bátnum. — En þess verður
afdráttarlaust að krefjast.
Lögfrœðingur.
Dósentsembættið við
Háskólann.
Þegar prófessor Haraldur
Níelsson lést, þóttust menn
þess fullvissir, að séra Svein-
björn Högnason yrði eftirmað-
ur hans við Háskólann.
Mönnum var kunnugt um,
að séra Sveinbjörn væri lærð-
astur allra íslendinga i þeim
fræðum, sem sá kennari átti
að kenna við Háskólann, er
við tæki af prófessor Haraldi.
Það var og lcunnugt, að séra
Sveinbjörn hafði búið sigund-
ir þetta starf við erlenda Há-
skóla og að hann hafði ástæðu
til þess að ætla, að sér yrði
veitt það, þegar það losnaði.
Kennarar deildarinnar, sem
raunverulega ráða öllu um
kennaraval við deildina, höíðu
gefið houum óbeint loforð um
embættið.
En kennarar guðfræðideild-
ar komust að annari niður-
stöðu, þegar veita átti embætt-
ið. Sveinbjörn fékk það ekki.