Ísland - 11.10.1929, Síða 4

Ísland - 11.10.1929, Síða 4
4 ISLÁND iqxn* r\Wn twr/ SSf twi í' I Afgreiðsla ÍSLAN D S m TTl er flutt á Lokastíg 9 (uppi). Sími 1225 = ' jU -1 Gjalddagi blaðsins var 1. júlí Utti <IM 1 i Brunatrygginsar B U X\ - t J feC^TTvisí sírni 254. SióvátrvQQÍngar sími 542. ingjaþing átti að halda í Ukra- ine. Trotsky bannaði þetta þing- hald. En bann hans var að vettugi virt. Og þá lýsti hann Makho friðlausan i annað sinn og sagði, að hann væri óvinur byltingarinnar. Og enn þá hófst styrjöld milli Makhnos og ráðstjórnarinnar. Fyrirætlanir ráðstjórnarinnar mishepnuðust eins og fyrri dag- inn. Bændurnir hjálpuðu hon- um á allan hátt. Kommúnistar reyndu að múta bændunum. Feir tóku á stund- um við mútunum og lofuðu að fylgja þeim rauðu þangað sem Makhno hélzt við. En þeir sáu ávallt fyrir því, að Makhno væri viðbúinn. Hann réðst á þá, er þeir komu og sigraði þá. Fessar tilraunir brugðust, en þá leigði stjórnin flugumenn til þess að myrða Makhno. En bændurnir voru á verði, og morðingjunum varð ekkert ágengt. Makhno er mælskumaður mikill og er mjög sannfærandi. Fégar hann tók fanga, hélt hann ræðu yfir þeim og lýsti fyrir þeim stefnu sinni. Hann endaði ræður þessar ávallt á sama hátt: Þið eruð frjálsir og megið gera hvort sem þið viljið, fara eða vera. Flestir fanganna gengu í lið með honum. Makhno og kommúnistar áttu sammerkt í því, að hvorirtveggju börðust fyrir hugsjónum. En vitanlega komu ýmsirfram á sjónarsviðið, sem börðust ein- göngu íyrir eigin hagsmunum. Einn af þeim hét Gregory. Hann var dugandi maður og hafði verið hátt settur hjá kommún- istum. —, Hann sveikst undan merkjum þeirra og ætlaði að vinna sjálfum sér lönd. Gregory kom orðsendingu til Makhnos og óskaði þess, að þeir tækju höndum saman til þess að berj- ast við kommúnista. Makhno lofaði að koma til fundar við Gregory. Makhno kom til fund- arins með litlu liði, en Gregory kom þangað með allan her sinn. Gregory tók fyrst til máls og skoraði á Makhno og hermenn hans að taka höndum saman við sig til þess að berjast gegn kommúnistum og Gyðingum. Makhno svaraði með ræðu, og kvaðst ákæra hann fyrir að vera óvin byltingarinnar. — Mannfjöldinn tryiltist og skaut Gregory þegar í stað. Makhno hétt áfram ræðu sinni eins og ekkert hefði í skorizt. Þegar henni var lokið, gekk fullur helmingur af her Gregory’s, 25 þúsund manna undir fána Makhno’s. Árið 1920 ætluðu Rússar að gera Pólland að sovietríki. Trotsky bað Makhno um hjálp til að koma þessari ætlun í framkvæmd, en var neitað. — Neitunin gerði kommúnista óða og uppvæga. Peir sendu stóran her til Ukraine, því að nú ætl- uðu þeir að ganga milli bols og höfuðs á Makhno. Makhno hafði að eins 200 manna her, þegar þetta gerðist. Peim rauðu tókst að umkringja Makhno, en hann gafst ekki upp. Þegar orustan byrjaði, var hann skot- inn í fótinn. — Og var það fyrsta sárið, sem hann fékk. Hann stjórnaði liði sínu þrátt fyrir það þó að hann væri særður. Og honum tókst að brjótast í gegn um herfylkingar kommúnista. Einu sinni réðust kommun- istar á þorp eitt, er þeir hugðu, að Makhno héldi til í. Þeir fundu mann, sem liktist Makhno nokkuð, og drápu hann þegar í stað. Þeir símuðu síðan út um öll lönd, að nú væri Makhno dauður. — Þessi mað- ur var bróðir Makhnos. Ráðstjórninni tókst ekki að sigrast á Pólverjum. — Enda réðst Wrangel nú inn í Rúss- land. Kommunistar urðu laf- hræddir, og en þá varð úrslita- ráðið það, að biðja Makhno hjálpar. Makhno veitti kost á liðveizlu sinni en krafðist þess: a) að stjórnleysingjar, sem sætu í fangelsum Rússlands, yrðu látnir lausir. b) að Ukrainemenn fengju mál- og ritfrelsi. c) að kommúnistar skiptu sér ekkert af því, sem fram færi í Ukraine. Ráðstjórnin gekk að öllum þessum skilyrðum. Stjórnleysingjablað var stofn- að, í Kharkow og stjórnleys- ingjar þeir, er Makhno hafði spurnir af, voru látnir lausir. Wrangel varð að hörfa undan. Og kommúnistar játa það nú, að þeir eigi sigurinn eingöngu Makhno að þakka. Meðan styrjöldin geisaði, I heildvevslun Garðars Gíslasonar Reykjavík. Spil. Spilakassar. Og margt fleira. Símar: 281 — 481 ■ Spilapeningar. 681. Ritföng: Pennastengur, Blýantar, Pennar, Sjálfblekungar, Teiknikritar, Blákrítar, Rauðkrítar, Reglustikur, Blekþurkur, Blekbyttur, Strokleður, Penna- kassar, Litarkassar, Bréflakk, Bréflím, Stimpilpúðar, Stimpilblek, Skóla- blek, Teikniblek, Sjálfblekungablek, Fjölritarablek, Ritvélabönd. Ritvélar. Reiknivélar. Fjölritarar. Pappírsvörur: Póstpappír, Skjalapappír, Ritvélapappír, Afritapappír, Þerripappír, Fjöl- ritarapappír, Pappírsblokkir, Reikningseyðublöð, Vasabækur, Viðskifta- bækur, Flöfuðbækur, Dagbækur, Stílabækur, Reiknibækur, Teiknibækur, Frumbækur, Fundarbækur, Skjalamöppur, Verðmiðar, Merkimiðar, o. m. fl. Umbúðir: (Jmbúðapappír í örkum og rúllum fl. teg. Bréfpokar fl. teg. og stærðir. Umslög allskonar. Gold Mdal! Er hveitið sem allar vand- látar húsmæður biðja kaup- mann sinn um. Fæst í 5 kg. pokum í flestum verslunum. sendi Trotsky þær fregnir um allt Rússland, að Makhno berð- ist við hlið Wrangel gegn rauða hernum. — Þakkirnar voru allt af hinar sömu. Makhno hélt heim á leið, sigri hrósandi en liðfár, því að mikill hluti liðs hans hafði fallið. Allt i einu verður hann þess var, að þrjár stórar hersveitir úr rauða hernum, höfðu um- kringt hann. Þess var krafizt, að hermenn hans seldu vopnin af höndum og gæfust upp. Makhno neitaði því vitanlega og lagði til orustu. Honum tókst að brjótast í gegn um hersveitir kommúnista, en flestir manna hans féllu. Nú breytti Lenin stefnu og leyfði bændum sjálfum að eiga jörðina, Öll barátta Makhnos hafði hnigið að því, að gera bænd- urna sjálfstæða. Og hann hugði, að þessi fyrirskipun Lenins mundi miða í þessa ált. Hann sá það lika, að Ukrainemenn mundu aldrei vera látnir í friði, á meðan hann dveldi á meðal þeirra. Hann vildi gefa þeim tækifæri til að ná sér eftir hörmungarnar. Hann leysti því upp her sinn og hélt úr landi. Hann hélt fyrst til Rúmeníu. Kommúnistar urðu óðir og uppvægir og kröfðust þess að hann yrði framseldur stjórn Rússa. En Rúmenar eyddu því og vísuðu honum úr landi. Seinna komst hann til Póllands. Og þar hófst sami leikurinn. Kommúnistar ákærðu hann fyrir alla skapaða hluti og kröfðust þess, að hann yrði framseldur Rússum. Mak- hno slapp þaðan og komst til Þýskalands, vegabréfalaus og peningalaus. Þaðan hélt bann i vesturátt. Og nú vita engir nema kunningjar hans, hvar hann dvelst. Þeir láta það ekki uppi. Þeir vita, að rýtingur ílugu- mannsins býður hans, ef dvala- staður hans verður lýðum Ijós. Makhno er lítill vexti og veikbyggður, Augu hans eru eldsnör og fögur. Hann er glað- lyndur og iþróttamaður mikill. Hann er nú 38 ára að aldri. Ef hann lifir og heldur heilsu, á hann vafalaust eftir að koma fram á leiksviðið af nýju. — Og bændurnir í Ukraine taka áreiðanlega vel á móti honum, hvenær sem hann kemur. — Þeir trúa á hann og kalla hann: hinn mikla föður og hinn mikla kennara. PrentsmiOjan Gntenberg.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.