Ísland


Ísland - 18.10.1929, Blaðsíða 2

Ísland - 18.10.1929, Blaðsíða 2
I S L A N D „. .. . að hann og jafnaðar- menn yfirleitt væru þeirrar skoðunar, að þegar jafnaðar- stefnan er orðin ráðandi i heim- inum, þá myndi sameiginlegur (eða gagnkvæmur) rikisborg- araréttur eðlilegur......... Þá verður jörðin öll sameigin- legt ættland allra þeirra, sem búa á henni og réttur þeirra allra jafn. Þessi er hin fagra hugsjón jafnaðarstefnunnar. Og um allan heim vinna jafnaðar- menn að þvi að gera hana að veruleika". (Leturbr. hér ) Haraldur segir, að jafnaðar- menn vinni að því að gera ríkisborgararéttinn sameiginleg- an eða gagnkvæman, svo að öll jörðin verði sameiginlegt ætt- land allra þeirra, er búa á henni. En ef ríkisbcrgararétturinn verður sameiginlegur, og öll jörðin sameign þeirra, er búa á henni, þá hlýtur þjóðernið að glatast. — Ef innflutningur út- lendinga er ótakmarkaður — og hann er ótakmarkaður, ef allir eru jafn réttháir, þá hlyti svo að fara, að Islendingar yrðu minnihlutaþjóð i sínu eigin landi. Og þá væri þjóðerninu bráður bani vís. Tungan mundi spillast og týnast smám saman. Og ríkið hlyti að hætta að vera til. Þora jafnaðarmenn ekki að hugsa sínar eigin hugsanir til enda? Og hvers vegna glápa þeir eins og naut á nývirki, þeg- ar, minst er á Hottentotta og Búsknegra? Eru þeir ekki menn eins og aðrir? Og mundu þeir ekki hafa eins mikinn rétt og aðrir útlendingar til þess að flytjast hingað, ef ísland yrði sameiginleg flatsæng allra manna? „Jafnaðarmaðurinn" segir, að „ísland" þekki ekki jafnaðar- stefnuna. En hvernig vill hann skýra þessi tilfærðu orð Har- alds? Og hvaða skýringu vill hann gefa á þessum alkunnu setningum, sem JafnaSarmenn eru sífelt að tönglast á: Öreigar í öllum löndum sameinist. — Öreigar eiga ekkert föðurland. Hvernig mundi fara um þjóð- erni vort og tungu, ef þessir draumórar Jafnaðarmanna kæmust í framkvæmd? Vill „Jafnaðarmaðurinn" skýra það? Þegar bent er á öfgar Jafnað- arstefnunnar, eru svör Jafnað- armanna jafnan hin sömu: Þeir þekkja ekki Jafnaðarstefnuna. En þekkja þeir hana sjálfir? íslandið verður að efast um það. — Jafnaðarmönnum ber á milli um mörg aðalatriði stefnunnar. Rithöfundar þeir, sem mest hafa um hana skrifað, eru ó- sáttir um mörg af mikilvægustu atriðum hennar. — Yfirleitt virðist stefna þeirra vera hálf- gerður óskapnaður, enn sem komið er. Það er því dálítið broslegt, þegar Jafnaðarmenn eru að bregða andstæðingum sínum um þekkingarleysi á Jafnaðarstefn- unni. En þekkja Jafnaða.-menn stefnur andstæðinga sinna. — „Jafnaðarm." á Norðfirði þekk- ir þjóðernisstefnuna að minsta kosti ekki. Hann ruglar öllu saman: þjóðernisstefnu, „þjóðrembings- stefnu", hernaðarstefnu og „auðvaldsstefnu". — En hvað veldur ruglingn- um? Er það ekki þekkingar- leysi eða blekkingalöngun? Þjóðernissinnar smáþjóðanna eru ekki hernaðarsinnar og geta ekki verið hernaðarsinnar. — Þeir hljóta að taka hverri til- raun tveim höndum, er miðar að því að tryggja friðinn í heiminum. Gjörðardóma á milli þjóða telja þeir sjálfsagða og heppilega. Enda er frelsi smá- þjóðanna því að eins örugt, að vopnin séu ekki látin skera úr deilum þjóðanna. Stresemann, hinn látni utan- ríkisráðherra Þjóðverja, hefir Gustav Stresemann. vafalaust unnið meira fyrir friðinn en nokkur annar stjórn- málamáður síðari tima. Og hann tilheyrði þýska þjóð- flokknum. En sá flekkur er lýðveldissinnaður þjóðernis- flokkur. Það er vitanlega jafnmikil bábilja, að þjóðernissinnar vilji draga völdin úr höndum fjöld- ans. Og það þarf meira en með- alósvífni til að halda slíku fram. Vinstrimenn i Noregi eru t.d. aðal-þjóðernissinnar Noregs. Nokkur orð til Jónasar Þorbergssonar. Stjórnmálamaðurinn mikli. Gustav Stresemann, utanrík- ismálaráðherra Þjóðverja, and- aðist 3. október síðast liðinn. Dauði hans kom mönnum ekki á óvart. — Stresemann hafði um margra ára skeið Iagt á sig meira erfiði en nokkur maður gat risið undir. — Erf- iðleikar, af innlendum cg er- lendum rótum runnir, eyði- lögðu heilsu hans og lögðu hann að lyktum í gröfina, þó ekki fyrr en takmarki hans var náð, að gera Þýskaland frjálst á meðal þjóðanna. Sorg og söknuður greip þýsku þjóðina við andlát Stresemanns. Og stjórnmála- menn stórveldanna lýstu yfir því, hver á fætur öðrum, að einn af mestu stjórnmálamönn- um og friðarvinum Norðurálf- unnar væri hniginn í valinn. — Þýskaland — Evrópa og mann- kyn alt hefði mist einn af sín- um mestii mönnum. íslandið hefir áður. skýrt frá nokkrum þáttum úr æfi Strese- manns. Og hér verður því fljótt yfir sögu farið. Stresemann fæddist í Berlín 1878. Foreldrar hans voru fá- tæk og áttu fyrir mörgum börn- um að sjá, og var Gustav Stresemann yngstur þeirra. — Hann sóttist eftir einveru, þeg- ar i æsku, og fór sinna eigin ferða. Hann óx upp á gullöld Þýska- Iands. Hann dáðist að Bismarck gamla, en gerðist þó ekki fylg- ismaður hans. — Þýskaland var að vísu sameinað í eitt ríki, en hann kom brátt auga á það, að sameiningin var aðeins hálfnað verk, sem mikið skorti ú, að væri fullkomið. Hann gekk menntabrautina, og að aflokknu stúdentsprófi, gekk hann á háskóla. Og lagði hann þar aðallega stund á mannkynssögu, bókmentasögu og trúfræði. — Hann tók em- bættispróf í hagfræði. Þegar hann hafði lokið námi, gerðist hann forstjóri fyrir Þjóðernissinnar smáþjóðanna hljóta að vinna að friðsamlegri úrlausn deilumála og góðri sam- búð þjóða á milli. En þeir hljóta vitanlega að berjast gegn öllum tilraunum, er fara í þá átt, að gera rikisborgararétt sameigin- legan í öllum löndum. Þéir líta syo á, að þjóðernið og tungan sé máttarstólpi þjóðanna og allra einstaklinga jarðarininar. En „Jafnaðarmaðurinn" á Norðfirði er á annari skoðun! Það er ástæða til þess að halda, að hann telji þjóðernisstefnu á íslandi hættulega fyrir friðinn í heiminum!! Þessi sami „Jafnaðarmaður" hefir sífelt stagast á því, að ís- land væri að æsa upp Danahat- ur. Þetta er hinn mesti mis- skilningur hjá „Jafnaðarm.". — ísland hefir aldrei unnið að Danahatri. En hitt er rétt; það vill ekki láta Dani vaða hér uppi og eiga Island með íslend- ingum. Ef til vill finst „Jafnað- armanninum" það goðgá. — En ef svo er, þá er líklegt, að þær kringlóttu, sem „Jafnaðarmað- urinn" fær frá þeim dönsku, ráði allmiklu um orð blaðsins. sambandi þýskra súkKulaði- framleiðenda. — Tveim árum síðar tókst honum að stofna samband saksneskra iðnhölda. Samband þetta varð mjög vold- ugt undir stjórn Stresemanns. Á æskuárum sínum fylgdi Stresemann frjálslyndum mönn- um að málum. En afskifti hans af iðnaðinum leiddi til þess, að hann gekk í flokk þjóðern- issinnaðra frjálslyndismanna.— Hann komst snemma inn í flokksstjórnina og var valinn á þing árið 1'907. Hann hallaðist allmjög til hægri á meðan ófrið- urinn geysaði. Þegar Þjóðverjar biðu ósigur í styrjöldinni, klofnaði flokkur sá, er Stresemann hafði til- heyrt. Annar helmingur flokks- ins sameinaði sig um Strese- mann. Sá flokkur kallaðí sig: Þýska þjóðflokkinn. Flokkur þessi fékk 22 þingsæti á þinginu í Weimar. Og meðan þingið sat þar á rökstólum sendi Strese- mann keisaranum fyrv. skeyti og tjáði honum hollustu sina og flokks síns við konungs- veldið. Erfiðleikar Þjóðverja ukust daglega. Og þegar Bandamenn tóku Rínarhéruðin og alt var • Þér hafið, herra ritstjóri, sent mér kveðju yðar í síðasta tölublaði Tímans. — Og henni er þann veg farið, að enginn þarf að efast um faðernið. — Fúlmenska, hroki, vanþekking og ósannsögli haldast þar í hendur og bera yður vitni eins og oftar. — Og einmitt slíka kvcðju kýs eg helst af yðar vörum. Sjálfstæðismenn hafa jafnan verið yður þyrnir í augum. Og það leikur vart á tveim tungum, hver ástæðan er. Þýlyndi yðar hefir ekki mátt una því, að til væri menn á landi hér, sem ekki vilja flatmaga fyrir Dönum og skríða fyrir fótum þeirra. Á meðan þér rákuð „at- vinnu" yðar á Akureyri, létuð þér þau orð falla um Benedikt Sveinsson, Bjarna frá Vogi og Sigurð Eggerz, að þeir væru stigamenn í stjórnmálum. — Og síðan þér komuð hingað suður hafa orð yðar um Sjálfstæðis- menn verið skapgerð yðar sam- boðin. Og greinir yðar um sjálfsæð- ismálin hafa verið í fylsta sam- ræmi við orðskrípi yðar um Sjálfstæðismenn. — Þér stand- ið nú framarlega í flokki hér- lendra Danadindla. Nú beinið þér skeytum yðar að Sigurði Eggerz. — Rógi yðar um hann tel eg best svarað með þessari alkunnu vísu: „Hundaþúfan hreykti kamb hróðug mjög með þurradramb. Skamma tók hún fremdarfjall, „fáðu skömm, þú ljóti karl . .". Þingeyingur, sem þekt hefir yður síðan þér tókuð að stálp- ast, hefir farið þeim orðum um yður, að þér hafið aldrei átt neitt, sem heitir sannfæring. En bægslagangur yðar cg út- að fara í kalda kol heima fyrir, þóttist Stresemann sjá, að tak- markinu mikla: — endurreisn Þýskalands, yrði ekki náð með mótmælaræðum og þvergirðingi. — Hann gerðist fyrirliði þeirra manna, sem vildu ná takmark- inu með samvinnu við fjand- menn Þjóðverja. Árið 1923 varð Stresemann kanslari. En ráðuneyti hans var aðeins stutta stund við völd. — Hann var sakaður um hringl- andahátt og flokkssvik og varð að fara frá völdum. — En þó var svo komið, að enginn veg- ur var að ganga fram hjá Stresemann þegar stjórnin var mynduð. — Hann varð utan- ríkismálaráðherra í hinni nýju stjórn og því starfi gengdi hann fram í andlátið, þrátt fyiir öll stjórnarskiftin er orðið hafa á því tímabili. • Andstæðingar Stresemanns hafa oft borið honum á brýn festuleysi í utanríkismálum. Og sá áburður er að því leyti rétt- mætur, að Stresemann var ekki þræll neinnar viðurkendrar stjórnmálastefna. En öll stjórn- málaafskifti hans beindust að sama takmarki, endurreisn I S L A N D Argangurinn kostar 8 kr. Gjalddasi 1. júli. Einstök blöð kosta 20 aur. Ritstjórl og ibjrgfijirniBCer- GuOmcmdur Benediktsscn, Talsimí: 1875. AfgreiSslu og innheimtu annast: Friðrik Björnsson. Lokastíg 9. — Síiui 1225. — Box 871. — burðarvæll hafi jafnan stjórn- ast af matarhyggju og auraþrá. Eg skal engan dóm leggja á þessi orð þingeyska mannsins. — En hitt er víst: Þér er'uð ekki Framsöknarmaður. Síðan þér komtið til Reykja- víkur hafið þér si og æ dinglað skottinu framan í jafnaðarmenn og reynt eftir bestu getu að vinna stefnu þeirra fylgi. Hér skulu nokkur dæmi tal- in: 1. Framsóknarflokkurinn hef- ir skipað Tryggva Þórhallsson í mestu virðingarstöðu landsins. Og með þeirri skipun hefir hann vafalaust viljað sýna, að Tryggvi væri aðalforingi flokks- ins og besti maður hans. — Sócialistar efast um rétttrúnað Tryggva í stjórnmálum. Sumir andstæðingar hans hafa talið hann einskisverðan stjórnmála- mann. Og hvað hafið þér gert? Þér hafið kostað kapps um að auka gengi dómsmálaráðherra á kostnað Tryggva Þórhallsson- ar. — Þér hafið með þögninni undirstrikað orð andstæðing-. anna um ónytjungshátt Tr. Þ. Viðleitni* yðar hefir snúist í þá átt, að gera dómsmálaráðherra að hálfguði, en Tryggva að lítil- menni. 2. Þér lýstuð ánægju yðar yf- ir þvi fyrir nokkru, að kosning- ar í einu nágrannalandinu Þýskalands, fjárhagslega og stjórnmálalega. 1924 hélt Stresemann ræðu i Hannover á fundi þýska þjóð- flokksins. Þar gerði hann grein ¦ fyrir stefnu sinni í utanríkis- málum. Hann sagði, að fórn og vinna væru bókin að° takmark- inu. Þessi ræða vakti miklar æs- ingar í Þýskalandi. En æsing- arnar höfðu engin áhrif á Stresemann. Fyrsta fórnin og fyrsti sigurinn. Stórveldafundur var kallaður saman í Lundúnum til þess að ræða um tillögur þær, sem kendar hafa verið við Banda- ríkjamanninn Dawes. — Menri gengu ekki gruflandi að því, að Þjóðverjar myndu aldrei geta greitt þá fjárhæð af höndum, sem þeim var gert að greiða með þeim tillögum. En Strese- mann gekk að þeim af tveim á- stæðum: Frakkar féllu frá rétt- inum, að fara sínu fram án til- lits til Bandamanna sinna, og. ef Þjóðverjar stæðu ekki í skil- um, urðu allir Bandamenn, og þar á meðal Bandaríkin, að koma sér saman um þær ráð- stafanir, er béir kysu að gera gagnvart Þjóðverjum.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.